Dæmigert fyrir ríkisafskipti af markaði

Það vantar ekki kórinn af fólki sem reiðist yfir bónusgreiðslum í gjaldþrota fyrirtækjum sem ríkisvaldið heldur á lífi með fé skattgreiðenda. Meira að segja þeir sem ákváðu að veita fé skattgreiðenda til illa rekinna fyrirtækja í taprekstri hneykslast á afleiðingum eigin gjörða.

En við hverju bjóst fólk? Bjóst fólk við því að gjaldþrota fyrirtæki sem fengu afhent fé úr vösum skattgreiðenda myndu breyta um stefnu varðandi bónusgreiðslur og önnur fríðindi sem eigendur og æðstu stjórnendur höfðu vanið sig á? Bjóst einhver við að fíkillinn sem fékk ókeypis skammt mundi ákveða, við móttöku nýja skammtsins, að hætta á eiturlyfjum?

Það eru alltaf mistök að láta hið opinbera ákveða hvaða fyrirtæki eiga að fara á hausinn og hver eigi að halda áfram í rekstri. Markaðurinn er eins og stór vél með milljónum tannhjóla sem jafnóðum er skipt út þegar þau bila og standa sig ekki lengur. Þegar ríkisvaldið reynir að troða of stóru tannhjóli í of lítinn gírkassa, setja of lítið tannhjól á milli tveggja annarra, eða líma saman ryðguð og sprungin tannhjól, þá hefur það í för með sér keðjuverkun og eyðileggjandi áhrif á allt gangverkið.

Alltaf.


mbl.is Reiði vegna bónusgreiðslna AIG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband