Grænu skattarnir þínir eru blekking

Þeim fjölgar í sífellu, grænu sköttunum, þ.e. skattar sem eiga að breyta veðrinu. Þú sérð það á eldsneytisverðinu, bílverðinu, á orkureikningnum, og í raun í verðlagi á öllu því grænu skattarnir leggjast á allt, frá matvælaframleiðslu til flugmiða. 

Kannski sérðu það ekki beint, en það er svolítil hugaræfingin fólgin í því: Þótt eitthvað hafi ekki hækkað í verði þá hefur það heldur ekki lækkað í verði, og gæti mögulega hafa gert það. Þetta snýst um að sjá hið ósýnilega eins og Bastiat orðaði það. Þú sérð að hið opinbera er að reisa styttu en sérð ekki töpuð tækifæri skattgreiðenda sem voru látnir fjármagna þá sýningu, svo dæmi sé tekið.

En núna er loksins búið að búa til svo gott móteitur við þessum trúarbrögðum að jútjúb hefur ekki einu sinni fundið ástæðu til að þurrka það út: Heimildamyndin Climate: The Movie (tengill á Rumble-síðuna ef jútjúb finnur afsökun til að fjarlægja efnið). 

Sem beita birti ég hér tvær stillimyndir úr myndinni.

climatemovie1

climatemovie2

Þarna eru þessi trúarbrögð nútímans tekin vel í sundur og að því marki að víkkípídía sér ástæðu til að kasta skít á myndina (gott merki um að þar sé eitthvað gott á ferð sem ruggar bátnum).

Ég ætlaði nú ekki að horfa á alla þessa mynd (tel mig þekkja efnið ágætlega) en þegar ég byrjaði þá gat ég ekki hægt. 

Þegar einhver kallar núna á eftir því að þú tæmir veskið, leggir bílnum og hættir að ferðast til að bjarga loftslaginu þá getur þú kannski ekki mikið að því gert (skattar eru skattar, og valkosturinn er fangelsi), en þú veist þá a.m.k. að hérna er á ferðinni enn eitt svindlið sem fer á lista með veirutímum, vopnakaupum og vönun barna, sem er allt saman viðbjóður og mætti kalla vöffin þrjú (VVV).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

En samkvæmt meðfylgjandi fræðiriti þá þarf einungis að skatta hina ríku
greensefa_wealth_tax_v2__interactive___1_.pdf (greens-efa.eu)

Eina vandmálið er að þá flýja þeir ríku land líkt og fjölmörg dæmi sögunnar sýna

Flytja sennilega til  Íslands og hverfa þar í fjöldann
Því velmegunin er slík á Íslandi að flestir íslendinga virðast hafa efni á að fara í forsetaframboð - og það er ekki ókeypis

Grímur Kjartansson, 26.4.2024 kl. 19:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og margir hafa bent á:

Þú ert kolefnið sem þeir vilja draga úr.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2024 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var á sínum tíma réttur maður á réttum stað, þ. e. a. s. á Bessastöðum.

Hann reyndist frelsari Þjóðar sinnar. Hann neitaði að skrifa undir lög, sem Alþingi hafði samþykkt og áttu að binda Íslendinga á skuldaklafa hjá Bretum í áratugi.

Hann lagði lögin í dóm Þjóðarinnar, lögum sem hafði verið gefið nafnið Icesave. 98.5% þjóðarinnar sagði nei við samþykkt Alþingis og var þar með laus.

En Alþingi situr við sama keip og heldur áfram að leggja alls konar ónauðsynlega skatta á Þjóðina með lagasetningu í þjónkun við ýmsa alþjóðlega aðila og ekki nóg með það, heldur fær þeim óbeint í hendur löggjafarvaldið á Íslandi.

Arnar Þór Jónsson er nú eini frambjóðandinn til embættis Forseta Íslands, sem getur bæði og vill sporna við fótum, til að þjóðin komist af glötunarbrautinni sem Alþingi hefur nú leitt okkur inn á.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.4.2024 kl. 22:04

4 identicon

Myndin er gríðarlega góð og í rauninni flugvél sem er ekki hægt að skjóta niður.

Það er hinsvegar fjandanum erfiðara að fá fólk til þess að horfa á hana og fáir munu vita um tilvist myndarinar. Hinsvegar heldur heilaþvotta-markaðsetning-herferðin um heimsendi af manngerði hamfarahýnun áfram og fólk verður skelfingu lostið. Það eina sem fær fólk til að vakna og hugsa er akkúrat það að lífkjörin versna og þá fer fólk að spyrja spurninga = að hugsa.

Bragi (IP-tala skráð) 27.4.2024 kl. 11:15

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Þessi heimildamynd er bara byrjunin. Núna er spilaborgin byrjuð að hrynja og fleiri og fleiri að sjá það og verður erfiðara að halda uppi blekkingarhjúpnum.

Geir Ágústsson, 27.4.2024 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband