Krugman-kreppan

Það má færa fyrir því ágæt rök að við ættum að kalla núverandi kreppu vestrænna hagkerfa "Krugman-kreppuna".

Yfirvöld hafa fylgt efnahagsstefnu Krugman eftir mjög nákvæmlega seinustu 10 ár að minnsta kosti. Peningaprentvélar hafa verið á fullum afköstum til að keyra upp "eftirspurn" og "neyslu", hinir nýprentuðu peningar hafa runnið inn í gríðarlegar bólur á hlutabréfa-, húsnæðis- og hrávöruverði, lágir vextir og hækkandi verð hefur valdið keðjuverkum þar sem uppsprengt verðlagið þarf sífellt að vera á uppleið til að forða núverandi eigendum frá gjaldþroti þegar næstu eigendur koma og kaupa, og svona má lengi telja.

Krugman er samur við sig og afneitar ábyrgð á öllum kenningum sínum og slæmum afleiðingum þeirra í fortíð, en boðar svo sama meðalið fyrir dauðvona sjúklinginn til framtíðar.

Morgunblaðið ætti að hlífa lesendum sínum við Krugman-kreppu-spekinni og byrja e.t.v. að leita á aðra stafi fyrir öllu áreiðanlegra og jarðbundnara lesefni. Til dæmis pistla Chuck Norris.


mbl.is Krugman: Evrukreppa yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Krugman er bara einhver blaðurskjóða sem fékk Nóbelsverðlaun fyrir misskilning og engin ástæða til að hlusta á það sem hann segir. Mér skilst raunar að hans gagnrýni á hagstjórnina í USA sé á þann veg að ekki hafi verið settir nægir peningar í umferð. QE2 dældi 600 milljörðum dollara í hagkerfið ofan á þessa 787 milljarða frá 2009 (ef ég man rétt). Horfa þarf til Ben Bernanke og efnahagsráðgjafa Obama (einn flúði nú nýlega aftur í kennslu).

Nú veit ég ekki hvort þú hefur sett þig inn í baráttuna um að ná útnefningu til forseta innan Rebúblikanaflokksins en ég held að margir kandítatar þar vilji losna við Bernanke, Bernanke ber ábyrgð á seðlaprentuninni og QE2 virkaði ekki frekar en þessi 787 milljarða dollara björgunarpakki. Ætli QE3 verði ekki tilkynnt í lok þessa mánaðar.

Nú ætti því að vera loksins orðið ljóst empírískt að keynsíska hagfræðin virkar ekki enda búið að prófa hana og hún hefur algerlega klikkað. Obama erfði um 7% atvinnuleysi og þrátt fyrir þennan mikla peningaustur hefur atvinnuleysi aukist þó tölur um það séu auðvitað blekkjandi því margir hafa gefist upp á að leita. Raunverulegt atvinnuleysi í USA er sjálfsagt mælt í tveggja stafa tölu. Ég held að atvinnuleysistölur hér muni hækka vegna samninga Vilhjálms og Gylfa en mikið atvinnuleysi er auðvitað falið enda vinna enn of margir hjá bönkunum og ríkinu líka.

Obama lofaði líka að gera eitthvað varðandi gjaldeyrissvindl Kínverjanna en hefur auðvitað ekki staðið við það. Miklu skiptir fyrir kanana að gera eitthvað í þeim málum sem og ESB.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 18:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

And if, as Krugman believes, we are about to enter a global depression, it's only because our policymakers were foolish enough to take his advice

http://www.investors.com/NewsAndAnalysis/Article.aspx?id=538727&p=2

Annars held ég að Kínverjarnir hljóti að fara sjá að sér. Þeir geta ekki haldið í við peningaprentun Bandaríkjanna mikið lengur (til að rýra gjaldmiðil sinn á við rýrnun bandaríska dollarans), því sú prentun er farin að skila sér í allskyns bólum í Kína sem hljóta að springa fyrr en síðar, fyrir utan að almenningur þar í landi er hættur að sætta sig við hækkandi verðlag á öllu

Geir Ágústsson, 20.9.2011 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband