Höft út kjörtímabilið - tilviljun?

Núna boða ráðherrar gjaldeyrishöft út kjörtímabilið.

Þetta er engin tilviljun. Þetta er pólítískt bragð sem kemur efnahagsstjórnun ekkert við.

Með því að draga höftin út kjörtímabilið getur ríkisstjórnin varpað ábyrgðinni af afleiðingum afnáms yfir á næstu ríkisstjórn. 

En er ekki hugsanlegt að stjórnarflokkarnir fái endurnýjað umboð til að stjórna eftir næstu kosningar? Nei, það er ólíklegra með hverjum deginum sem líður. 

Höftin fara ekki fyrr en ríkisstjórnin er farin frá. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn, sem fyrst!


mbl.is Gjaldeyrishöft til loka 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Vissulega þurfum við nýja ríkisstjórn en vandinn er auðvitað sá að ekki er um auðugan garð að gresja varðandi þá sem eiga að taka við. Hvaða flokkur/flokkar hafa hugmyndafræðina til að koma okkur út úr kreppunni? Ég sé engann :-(

Sjallarnir hafa ekk enn mokað hjá sér flórinn þannig að ómögulegt er að kjósa þá. Vonandi gerir landsfundur það eina rétta og hendir út sem mestu af þessu Icesave III liði og ESB liði. Þá verður flokkurinn orðinn álitlegur kostur.

Helgi (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 10:01

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Höftin eru bestu rökin fyrir því að útrásarvíkingarnir og Geir H séu saklausir.  Þingmenn ætla að samþykkja lögin vitandi að það eigi ekki að framfylgja þeim þáttum nema sem hentar hverju sinni, rétt eins og var gert fyrir hrun.

Lúðvík Júlíusson, 17.9.2011 kl. 11:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er sammála því að það séu engir góðir kostir í stöðunni við næstu kosningar. En það getur ekkert orðið verra en núverandi stjórn. Ekkert.

Geir Ágústsson, 17.9.2011 kl. 13:13

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Eiríkur Bergmann sagði á sínum tíma að inngana Íslands í ESB væri "hugsanleg" ef efnahagsástandið versnaði. "Þá gætu Íslendingar átt það til í augnabliks geðveiki að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei."

Stundum læðist að manni sá grunur að stjórnvöld vinni vísvitandi gegn efnahagsbata í von um að þjóðin gefist upp og segi já við ESB - í augnabliks geðveiki. Klúðrið er of mikið til að geta verið tilviljun.

Haraldur Hansson, 17.9.2011 kl. 16:22

5 identicon

Ég gerði smá úttekt á umræðum á Alþingi.

Mér er venjulega illa við að auglýsa bloggin mín.  Þú mátt taka þetta út.

http://stefanj.blog.is/blog/stefanj/entry/1191922/ 

Þetta er með eindæmum.  Ég er ósáttur við úrræða og aðgerðarleysi núverandi ríkisstjórnar í þessum málum.  

Hvernig er það?  Domani, domani eða Morgen, Morgen aber nur nicht Heute. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband