Takmarkanir og árangur

Skoðum þrjár myndir (í boði Sigríðar Andersen á Twitter).

Fyrsta mynd: Mismunandi reglur ríkja um inngöngu bólusettra

Innganga bólusettra

Önnur mynd: Mismunandi reglur ríkja um inngöngu óbólusettra

Innganga óbólusettra

Þriðja mynd: Smit í sömu ríkjum

Smit

Ég geri skrif Sigríðar að mínum:

Ályktun sem sanngjarnt fólk hlýtur að draga:
Hættum þessu leikriti á landamærum.

Skilaboð ESB: Herðum takmarkanir á landamærum.
Ísland: Já OK.

Hringleikahúsið verður sífellt áhugaverðara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átt þú við að þó sjúkrahúsin séu á neyðarstigi vegna innlendra smita þá sé í lagi að opna fyrir fólki sem veikist frekar og þarf frekar sjúkrahúsinnlögn en bólusettir? Að lengingar biðlista og kulnun heilbrigðisstarfsfólks skipti engu máli ef hótel og hamborgarabúlur græða?

Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2022 kl. 22:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Af hverju eru sjúkrahúsin á neyðarstigi og að framlengja biðlista? 

Geir Ágústsson, 26.1.2022 kl. 22:36

3 identicon

Hver er með Guttastæla núna?

Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2022 kl. 23:13

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég spyr í mikilli einlægni. Vísbendingar má finna hér og þar, dæmi:

"Run­ólf­ur Páls­son, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs og yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans, seg­ir að nú þurfi að leggja fram aðgerðaáætl­un um aflétt­ing­ar og það ætti að vera sam­vinnu­verk­efni sótt­varna­lækn­is, Land­spít­ala og heilsu­gæsl­unn­ar auk fleiri aðila. Einnig þurfi að finna brota­lam­ir inn­an kerf­is­ins og koma þeim í lag svo spít­al­inn standi það af sér að aflétta öll­um tak­mörk­un­um."

Einnig má telja líklegt að það að hafa að jafnaði nálægt 200 starfsmenn heima hjá sér í stofufangelsi (sennilega starfsfólk á gólfi sem sinnir sjúklingum og er "útsett") hjálpi ekki spítalanum.

En að öðru leyti skil ég hreinlega ekki af hverju spítalinn er oft og ítrekað á neyðarstigi og geti ekki boðið upp á sómasamlegt starfsumhverfi. Það eru til einhverjar skýrslur um það en ég er að vona að einhver geti gefið 100 orða útdrátt.

Geir Ágústsson, 27.1.2022 kl. 08:02

5 identicon

Það er önnur umræða og meðan þetta ástand er þá er varla verjandi að ætla að flytja inn fólk sem mikil hætta er á að veikist mikið. Maður ekur helst ekki á sumardekkjum ef það er hálka á vegum, sama hver ástæða hálkunnar er.

Ef ekki tekst að leysa mönnunarvanda Landspítalans og draga úr álagi á starfsmenn, það er víst ekki gert með því að setja plús 500 í Excel eða borga fólki meira sem er að hætta og taka lægra launuð störf, þá er öll umræða um að opna landamærin fyrir óbólusettum veruleikafirring. Og það sama á við um mörg önnur lönd.

Litríku kortin hér að ofan eru því blekking sem segir ekkert um hvers vegna ætti að opna eða hafa lokað fyrir óbólusettum.

Ályktun sem sanngjarnt fólk hlýtur að draga: Einhverjir sjá sér hag í því að beita blekkingum til að reyna að kafkeyra heilbrigðiskerfið.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 11:58

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Kortin að ofan segja að landamæraleikfimin er algjörlega ótengd smitunum. Svíar eru t.d. að fella niður próf-kröfu sína og segja að ferðalangar séu ekki að bera uppi smitin í heild sinni.

Geir Ágústsson, 27.1.2022 kl. 13:31

7 identicon

Krafan um skimun kemur inngöngu bólusettra og óbólusettra ekkert við. Krafan um skimun og krafan um bólusetningavottorð eru ekki það sama. Litríku kortin eru yfir mismunandi reglur ríkja um inngöngu óbólusettra og bólusettra en ekki yfir mismunandi reglur ríkja um skimanir. Eða eru þau bara plat sett inn til að rugla fólk?

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 14:24

8 Smámynd: Geir Ágústsson

En mikið eru nú takmarkana/skimanakortin fyrir annars vegar bólusetta og hins vegar óbólusetta litskrúðug á meðan smitkortið er einsleitt, nánast leiðinlegt.

Geir Ágústsson, 27.1.2022 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband