Veirufjarlægðir

Ég tek eftir eftirfarandi takmörkunum sem gilda á Íslandi eftir að „slakað var á þeim:

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 21 alla daga vikunnar með að hámarki 20 gesti í rými og 2 metra nálægðarmörkum, en 1 metra þegar setið er.

Ef ég væri veira þá myndi ég fagna þessu. Þegar heilir tveir metrar eru á áfangastaðinn, og hann að auki á hreyfingu, standandi á tveimur fótum, þá er erfitt að komast þangað. En setjist áfangastaðurinn niður þá fæ ég fleiri tækifæri til að komast á hann.

Væri ekki rökréttara að hafa tvo metra á milli sitjandi fólks en einn metra á milli fólks á ferðinni?

Að vísu eyðileggur það alla stemminguna en við erum öll almannavarnir, ekki félagsverur, ekki satt?

Annars blasir við að sóttvarnir virka ekki. Hvers vegna blasir það við? Jú, því núna er bráðsmitandi afbrigði í gangi. Það nær til allra, óháð takmörkunum, og metfjöldi smita greinist. En það þýðir að hin fyrri afbrigði náðu líka til allra, enda sömu takmarkanir í gangi. Þau smituðu bara síður. En náðu til allra, líka þegar voru 10 manna takmarkanir og líka í ríkjum þar sem hafa verið útgöngubönn og líka þegar fálkaorðum var deilt út. En meira um það síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver mestu mannréttindabrot á Íslandi í boði sjálfstæðisflokksins eru framin vegna kvefpestar. Ekki líst mér á framhaldið.  Ríkisstjórnin gengur hart fram í því að viðhalda vírusnum. Þeir lifa í voninni um að það birtist nýtt afbrigði og þá verði öllu skellt í lás. Mér er hulin ráðgáta hvert markmiðið er. Á ekki að hætta fyrr en skemmdirnar eru oðnar óviðráðanlegar?

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 09:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Skrapp til Svíþjóðar í dag með krakkana því það var vont veður og gott að vera inni. Vorum í 4 klst í allskyns leikgörðum innandyra, Fullt af fólki, engar grímur, engin skilti og langt á milli sprittbrúsanna. Eitthvað bras á landamærunum en aðallega til sýnis. 

Eftir því sem fleiri ríki afnema takmarkanir, þeim mun erfiðara fyrir önnur að halda í þær. Og margir því byrjaðir að stökkva frá borði til að lenda ekki undir smásjánni þegar farsinn verður rannsakaður.

Loksins.

Geir Ágústsson, 29.1.2022 kl. 19:43

3 identicon

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar virðast eiga hug þinn og hjarta. Og fáir grétu eins sárt þegar pöbbum var lokað í Danmörk. Og hvað skal gera þegar liður í áfengismeðferð er frelsissvipting?

Vagn (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 19:45

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta var það sem körfuboltafólk kallar "air ball": Bolti sem hittir ekki einu sinni skífuna sem karfan er hengd á. Hvað mig varðar. En fyrir unga fólkið sem er að reyna eiga sér félagslíf og vera ungt og skemmta sér: Grátlegt að hrædda miðaldra þrísprautaða fólkið, eins og þú, sjáir engan fórnarkostnað í því að þröngva ungu fólki í skjáhittinga og að þurfi að hittast í felum í eilífri hættu að vera sektað eða skammað eða bæði.

Geir Ágústsson, 29.1.2022 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband