Enn ein samsæriskenningin rætist

Úr frétt Reuters:

Japanese trading and pharmaceutical company Kowa Co Ltd said on Monday anti-parasite drug ivermectin showed an “antiviral effect” against Omicron and other variants of coronavirus in joint non-clinical research.

Ja hérna!

Þetta er að vísu „leiðrétt“ frétt. Sú upphaflega (viðhengd) endurspeglast miklu betur í slóðinni á fréttina: 

japans-kowa-says-ivermectin-effective-against-omicron-in-phase-iii-trial

Umræðan um lækningamátt ivermectin gegn öðru en iðraormum í dýrum er eldheit. Í sumum ríkjum er verið að gefa lyfið, í öðrum má varla nefna það nema vera uppnefndur og varpað af samfélagsmiðlum. Sumir læknar vilja meina að áhættan af notkun lyfsins sé engin og því sé engu að tapa að gefa það en til mikils að vinna ef það virkar vel, sérstaklega á upphafsdögum veirusmits. 

En að Reuters af öllum sé nú að missa út úr sér uppörvandi niðurstöður í rannsóknum á lyfinu sem úrræði gegn heimsfaraldri - það kemur á óvart. Kannski enn ein „samsæriskenningin“ sé að rætast? Yrði ekki sú fyrsta. Né seinasta.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn er sá að þú hefðir sennilega getað póstað svona í hverri viku sumarið 2020. Þegar tilraun Frakka það vor með 24 sjúklinga sem fengu Ivermectin vakti vonir um að þar væri lausn fundin fóru tugir rannsakenda að prófa. Og einhver ríki létu vonina duga og gáfu þegnunum. Útkoman úr rannsóknum þar sem rannsóknarreglum var fylgt og af inntöku þjóða olli síðan miklum vonbrigðum. Ekki var að sjá neinn mun á þróun og framgangi covid hjá þeim sem tóku Ivermectin og þeim sem ekki tóku það. Og þar sem Ivermectin er hvorki hættulaust né án aukaverkana hættu flestir sem trúað höfðu á vonina frekar en rannsóknir að nota það.

Hvort þessi rannsókn á vírusum í tilraunaglösum yfirfærist með sömu niðurstöu þegar farið verður að prófa á fólki verður forvitnilegt að sjá. 

Vagn (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 14:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hin vestrænu vísindi leggja enga áherslu á snemmmeðferðir, "drug repurposing" og góð ráð fyrir fólk til að styrkja ónæmiskerfi sitt eða bregðast snemma við ef veiran lætur sjá sig.

Þau leggja aðaláherslu á glæný sprautuefni og glænýjar pillur.

Þegar einhver bendir á ódýrar og aðgengilegar aðferðir er borið við að ekki sé búið að framkvæma nægilega miklar rannsóknir. En þegar kemur að því að sprauta fólk þá duga skilyrt markaðsleyfi svo mánuðum skiptir. 

En þótt Frakkar hafi fengið minnisblað og hætt rannsóknum sínum þá gerðu það ekki allir. Oxford ræsti til dæmis, af einhverjum ástæðum ("ivermectin has shown promising results as a potential treatment in small studies in humans"), stóra rannsókn seinasta sumar en hættu svo við og báru við efnisskorti. 

Tenglar þessu beint og óbeint tengt:

Ivermectin Prophylaxis Used for COVID-19: A Citywide, Prospective, Observational Study of 223,128 Subjects Using Propensity Score Matching

Global trends in clinical studies of ivermectin in COVID-19

Geir Ágústsson, 31.1.2022 kl. 15:54

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er frétt á WebMD um fleiri lækna og vísindamenn sem ætla að sóa tíma sínum þótt Frakkar hafi gert eitthvað sumarið 2020:

Ivermectin as Potential COVID-19 Treatment Gets Studied at Duke University

Þessi Duke University hlýtur að vera einhver sveitaháskóli í fátæku Suðurríki. Vita þeir ekki að "science is settled"?

Geir Ágústsson, 31.1.2022 kl. 16:26

4 identicon

Hvar er Messi? Er Willum virkilega að láta Messi verma varamannabekkinn hjá Val?

Brynjar (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 16:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var það sem Joe Rogan velt upp og er bannfærður fyrir af rétttrúnaðarkirkju vinstrimanna.  Hann taldi sig hafa reynt þessi áhrif á eigin skinni. Fullyrti ekkert en fékk æðsta mann heilbrigðismála í USA til álits.

Nú hefur Egill Helga dregið sig af Spotify í mótmælaskyni, sem líklega verður til þess að Rogan verði sagt upp eða hvað? 
Þetta ofmat á egin mikilvægi Egils er með því kjánalegra sem ég hef séð og átti ekki von á slíku frá jafn vel gefnum manni.

Vinstrimenn falla um hvern annan þveran í að gera sig að fíflum í tiraun til að þagga niður í skoðanaskiptum. Kasta frá sér tekjum til að auglýsa dyggð sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2022 kl. 17:46

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það merkilega við þetta er að þessi þáttur Rogans fór í loftið í lok ágúst í fyrra, svo mér finnst reflexarnir vera ansi hægir hérna.

Kannski varð þurrð á ástæðum til að flagga dyggðarblæti sínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2022 kl. 17:50

7 identicon

@Jón Steinar, mig grunar að tekjurnar séu eitthvað mjög takmarkaðar hjá þessum aðilum, annars væru þeir aldrei að hætta þarna, Ég stórefa að þessi íslenski fái mikið meira en nokkra hundraðkalla á mánuði fyrir sinn þátt, ég stórefa einnig að margir komi til með að fella mörg tár yfir brotthvarfi hans.

Ég held að þetta sé ekkert annað en léleg tilraun til að auglýsa sjálfa sig.

Halldór (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 18:08

8 identicon

Duke University er virtur háskóli. Og þessi könnun, því þetta er ekki rannsókn, gæti gefið tilefni til rannsóknar. Nokkuð seint í rassinn gripið finnst mér.

Værir þú í Bandaríkjunum gætir þú tekið þátt án þess að hitta einn einasta starfsmann Duke og án þess að hitta nokkurntíman lækni. Þú fengir lesefni og ormalyf í pósti og síðan væri hringt í þig á nokkurra vikna fresti til að kanna hvernig þér liði. Það verða sennilega hvorki læknar né vísindamenn sem standa í símakönnuninni þannig að það eru engir læknar og vísindamenn að sóa tíma sínum.

Forvitnilegra væri að vita hver kostar þessa könnun en hver niðurstaðan verður.

Vagn (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 18:57

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Thomson Reuters er ekki nothæf heimild Geir, þú getur eins vitnað í RUV eða CNN.

En nothæfir fjölmiðlar hafa líka komið með þessa frétt.

Stóra fréttin í þessu er sú að Reuters er að bakka út úr lyginni.  Hvað veldur því veit ég ekki en það er klárlega ekki vegna þess að þeir hafi allt í einu ákveðið að fara að segja hlutlausar fréttir.

Guðmundur Jónsson, 31.1.2022 kl. 19:55

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir hjá Duke telja sig vera vinna mannúðarstörf að mér sýnist:

"Results from ACTIV-6 will help researchers understand how existing medications can improve symptoms and limit hospitalizations for people with mild-to-moderate COVID-19."

En um að gera að gera lítið úr vinnu þeirra og jafnvel kalla þá keyptar strengjabrúður fyrir að skoða betur notagildi hræódýrra lyfja utan einkaleyfis sem Pfizer og Merck græða ekkert á.

Ekki beint geðfellt, en skiljanlegt fyrir gjallarhorn meginstefsins.

Geir Ágústsson, 31.1.2022 kl. 19:56

11 identicon

Ég fæ ekki séð hvernig könnun sem skilar tilviljunarkenndri niðurstöðu sem engin leið er að sannreyna hjálpi nokkrum, nema þeim sem fá borgað fyrir að gera hana. Og það væru varla margir þátttakendur ef satt væri sagt frá og þátttakendum tilgangsleysið ljóst.

Vagn (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 20:21

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er að vísu rétt að 10 dagar frá smiti er of langur tími. Þess vegna nota sumir orðið "snemmmeðferð" um notkun lyfja sem hjálpa líkamanum að berjast við veiru. Kannski þurfa þeir bara reynslusögurnar til að taka ákvörðun um næsta skref. En ef þú lest "about us" og grefur upp skít um vísindamennina sem þar eru listaðir þá er það þannig séð athyglisvert.

Geir Ágústsson, 31.1.2022 kl. 20:33

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Til að Ivermectin hafi einhver áhrif á c19 verður eð taka það inn með fitu, til dæmis mjólk. Annars rennur það niður af fólki án þess að koma að gagni. Þegar ivermectin er notað gegn snýkjudýrum á hinsvegar að taka það á fastandi maga og það stendur í leiðbeiningum. Meirihluti rannsókna sem gerðar voru til að byrja með á virkni gegn covit hafa ekki tekið á þessu sem er líklega það sem veldur því virknin er að mælast frá mjög lítilli og upp í mjög mikla. Árangurinn ræðst þá mikið af rútínu á spítalanum sem rannsóknin fer fram á.

Guðmundur Jónsson, 31.1.2022 kl. 21:18

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Mjög athyglisvert. Svo virkar í sumum rannsóknum/ríkjum en ekki öðrum jafnvel vegna mataræðis á spítala? Mátt gjarnan finna eitthvað til að vísa í.

Geir Ágústsson, 31.1.2022 kl. 21:52

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Dr.Been Syed til dæmis.  þetta kom líka fram í rannsókn sem ég grúskaði í fyrir nokkru.

https://odysee.com/@DrMobeenSyed:1/Ivermectin-Dosage:7

https://www.facebook.com/watch/live/?ref=watch_permalink&v=324230146060506

Guðmundur Jónsson, 31.1.2022 kl. 23:00

16 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Chris Martenson og Bret Wenstein kom inn á ivermectirn "svindlið"  á fyrstu mínutunum í þessu stórgóða spjalli. 

https://odysee.com/@DarkHorsePodcastClips:b/a-critical-moment-in-our-species-history:0

Guðmundur Jónsson, 31.1.2022 kl. 23:57

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo yfirmáta hamingjusöm þegar læknar á Lansanum gripu til þess ráðs að beita einu af þessum lyfjum (ósamþykktum hér heima) vegna Covid sem hrjáði son minn.  Góðlátlegt grín fylgdi fréttinni að hann hefði fyrst læknast er honum var gefið meðalið  sem vinur minn Trump hafði læknast af á innan við viku. Spurði hann ekkert um heiti þess enda slétt sama þegar bata er náð....   

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2022 kl. 02:15

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það hefur bara einhver nýráðinn hjá Reuters haldið að hann ætti að skrifa fráttir.  Sorros gengið er búið að lag það.

 https://frettin.is/2022/02/02/reuters-sendi-fra-ser-meirihattar-leidrettingu-a-frett-um-ivermektin/

Guðmundur Jónsson, 2.2.2022 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband