Hvað með að fylgja vísindunum?

Um daginn sá ég viðtal við danskan vísindamann um lokanir á skólum vegna veiru. Viðtalið má heyra hér og fyrir þá sem eru betri í að lesa dönsku en hlusta á hana þá er slíkt líka í boði.

Það er ekkert víst að maður sem vinnur með gögn og hafi doktorsgráðu og sérhæfingu í hinu og þessu hafi rétt fyrir sér. En hann fékk að koma í viðtal, sem vísindamaður, og velta upp annarri hlið en hinni opinberu línu. Það er gott fyrir umræðuna. 

Mætti ekki opna umræðuna á Íslandi líka? Eða eru einhver þríeyki það eina sem skiptir máli?

Eða þorir kannski enginn vísindamaður að stíga fram?

Eða eru allir íslenskir vísindamenn einfaldlega sammála þegar sóttvarnaryfirvöld breyta nánast frá degi til dags hver má hvað og hvenær? Er heilbrigðisráðherra alvitur?

Vísindi hafa aldrei verið ein rödd sem er alltaf sammála (þar til menn ákváðu að loftslagsvísindin væru nú lokuð bók og að sóttvarnaraðgerðir Kínverja ættu að koma í stað allra annarra). Þvert á móti.


mbl.is Var erfitt í fyrsta sinn og er erfitt aftur núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvelt að setja reglur, en vandinn er að framfylgja þeim.

Ísland er afskekkt eyja með mjög fáum íbúum. Það mætti örugglega kæfa faraldurinn niður á nokkrum vikum ef allir færu eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda.

En þá verður að gæta þess vandlega að ný smit berist ekki til landsins. Til þess þyrfti mjög strangt eftirlit með aðkomumönnum enda er faraldurinn á hraðri uppleið í nágrannalöndunum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 16:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Ég mæli með viðtalinu. Það er um allt aðra hluti og boðskapurinn er: Hvernig þorum við að veðja framtíð unga fólksins þegar það er ekki vandamálið?

Ég vil ganga lengra og segja að framtíð unga fólksins sé mikilvægari en núið, en það er siðferðisleg afstaða, ekki vísindaleg.

Geir Ágústsson, 15.12.2020 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband