Hinar mörgu ástæður fyrir sölu Íslandsbanka

Ríkið á auðvitað að selja Íslandsbanka eins og annan rekstur sem einkaaðilar eru fullfærir að sjá um og fyrir því eru margar ástæður.

Í fyrsta lagi er áhættusamur rekstur fyrirtækja ekki meðal skylduverka yfirvalda. Ríkið rak einu sinni mjólkurbúðir og sementsverksmiðju. Núna rekur ríkið banka, sjónvarpsstöðvar og orkufyrirtæki. Fyrir því eru engin sérstök rök önnur en að svona hefur þetta verið og því vilja margir að svona verði það áfram.

Í öðru lagi þarf ríkið peninga núna og á eignir. Þegar slíkt ástand ríkir hjá venjulegu fólki þá leitar það að eignum til að losa um. Það byrjar kannski ekki á að selja ísskápinn heldur getur það kíkt út á bílastæðið og séð hvort þar standi þrír bílar þegar tveir eru nóg og selur þriðja bílinn upp í skuldir. 

Í þriðja lagi er opinbert eignarhald hamlandi og jafnvel móðgandi fyrir neytendur. Velji til dæmis viðskiptavinir Íslandsbanka að færa viðskipti sín annað þá eru sömu viðskiptavinir, sem skattgreiðendur, að fara bjarga Íslandsbanka fyrir eigið fé. Þetta jafngildir því að færa farsímaáskriftina frá Símanum til Vodafone en fá svo bréf frá skattinum upp á að nú hækki opinberar álögur til að bæta Símanum upp tekjutapið. 

Í fjórða lagi er bankarekstur hálfgerð risaeðla sem er á leið inn í nýja öld rafmynta, fjártækni, bálkakeðja og hvað veit ég. Sumir bankar munu aðlagast en aðrir ekki. Viljum við að skattgreiðendur standi undir fyrirtækjum sem geta gufað upp á einni nóttu ef tæknin og markaðurinn þróast í óvænta átt?

Í fimmta lagi þarf að koma stjórnmálamönnum út úr stjórnum bankanna. Það er mikilvægt markmið í sjálfu sér.


mbl.is Salan ekki gáfuleg ef „ríkissjóður er upp við vegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband