Smitrakning

Íslendingar hafa nú í marga mánuði rakið smit vegna veiru. Hefur ekki verið tekin saman tölfræði um raunverulegan uppruna smita, gjarnan á einhvers konar tímalínu?

Um daginn var einhver umræða um líkamsræktarstöðvar og hvort þær væru stór uppspretta smita. Kom einhver niðurstaða í því máli?

Er ekki hægt að gera svona upplýsingar opinberar jafnóðum? Þær eru sennilega til nú þegar og þarf bara að henda inn á heimasíðu.

Það væri forvitnilegt að sjá smitrakningu vegna eftirfarandi:

  • Líkamsræktarstöðva
  • Hárgreiðslustofa, nuddstofa og þess háttar (einn aðili að sinna einum skjólstæðingi í einu)
  • Mótmæla
  • Verslunarmiðstöðva
  • Veitingahúsa
  • Skemmtistaða
  • Flugferða

Upplýsingar af þessu tagi gætu hjálpað fólki að taka upplýstar ákvarðanir og í auknum mæli beita eigin dómgreind. Þeir sem óttast smit gætu þá forðast þekktar (frekar en ætlaðar) uppsprettur smita. Aðrir ekki.

Nú er til dæmis verið að loka á áramótabrennur án þess að rökstyðja það með tilvísun í uppsafnaða þekkingu seinustu mánaða (t.d. því hvort fjölmenn mótmæli utandyra í byrjun júní hafi leitt til einhverrar sprengingar eða ekki).

Ákvörðunin fær á sig blæ handahófskenndrar aðgerðar. Það er slæmt, dregur úr trúverðugleika takmarkana og ýtir enn frekar undir þá sífellt útbreiddari skoðun að sóttvarnaraðgerðir snúist bara um að banna það sem gefur lífinu gildi.


mbl.is Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Góður punktur sem á rossalega vel við. Nú t.d. tóku Suður-Kórea mikla smitrakningu og ættu að hafa góða upplýsingar um hvaðan smitin komu. Af hverju er þessum upplýsingum ekki komið á framfæri?

Meðan áfram er haldið að keyra eftir neyðarprógrammi þá eykst andstæðan og samsæriskenningar vaða enn meira uppi.

Einfaldar upplýsingar um helstu smitsstaði ætti varla að vera neitt stórmál. Sem hægt er klóra út:

Matarboð/kaffiboð

Barir

Líkamsrækt

Veitingastaðir

Hitta annað fólk og drukkið/étið

Eftir stendur spurningin: Samgöngur, atburðir, verslanir

Ætli sé ekki best að leggjast í hýði eins og birnir?

Rúnar Már Bragason, 18.12.2020 kl. 10:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ein rannsókn bendir til að langflest smit komi upp í heimahúsum:

https://bgr.com/2020/10/31/coronavirus-transmission-at-home-cdc-study/

Það mætti því leggja fram þá tilgátu að besta sóttvarnaraðgerðin sé að hafa sem mest opið sem lengst svo fólk sé sem minnst heima hjá sér!

Geir Ágústsson, 18.12.2020 kl. 10:36

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Efast um að það sé endilega mikið að marka þessa svokölluðu smitrakningu. Þetta grundvallast á því að fólk veiti upplýsingar um hvar það hefur verið, og endalaus afkvíun á heilbrigðu fólki, dögum eða vikum saman, gerir auðvitað að verkum að þær upplýsingar eru oftar en ekki óáreiðanlegar. 

Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2020 kl. 10:36

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er yfirlit:

https://www.ruv.is/frett/2020/10/22/88-smit-a-likamsraektarstodvum-i-thridju-bylgjunni

Hér vakna margar spurningar:

- Af hverju er ekki sundurliðað á milli kennara og nemenda í skólum?

- Ekki eitt einasta smit rakið til verslana en samt hafa margar aðgerðir beinst gegn þeim

- Ekki eitt einasta smit rakið til skipulegra viðburða utandyra en samt á að banna brennur

Svo ætli það sé ekki rétt Þorsteinn að þessi gögn eru ónothæf og því betra að loka og takmarka án rökstuðnings en að reyna kreista eitthvað út úr þeim.

Geir Ágústsson, 18.12.2020 kl. 10:50

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég giska á að ástæða þess að það koma engar upplýsingar úr þessari smitrakningu - sem fólk útum allt tók þátt í með þessu appi sínu - er að það er ekkert unnið úr upplýsingunum.

Þeim er bara safnað, og verður sennilega hent á eftir.  Ef það hefur ekki verið gert jafnóðum.

Ef ég þekki ríkið rétt þá eru engar upplýsingar til, það sem verður til er falið vel (Landakotsmálið til dæmis, því það lítur ekkert vel út) og allar ráðstafanirnar eru dregnar úr rassinum á Þórólfi og útvarpað eftir því sem þykir hljóma best.

Þetta er bara leikur, hann heitir "við erum öll í þessu saman" og gengur út á að allir gera bara það sem þeim er sagt. 

Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2020 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband