Heildarmyndin

Án þess að ætlast til þess að nokkur blaðamaður hafi áhuga á að skoða hluti í samhengi ætla ég að þylja upp nokkrar tölulegar upplýsingar.

Heildarfjöldi dauðsfalla í tilteknu ríki sveiflast á milli ára - skiljanlega. Ef flensan tók marga aldraða eitt árið eru einfaldlega færri til að grípa árið eftir. 

Spá um fjölda dauðsfalla á ári í Svíþjóð má sjá hér:

https://www.macrotrends.net/countries/SWE/sweden/death-rate

Samkvæmt spánni ætti dánartíðni í ár að vera 9,145 á hverja þúsund íbúa í ár. Fyrir 10,3 milljóna manna þjóð þýðir það heildarfjölda upp á um 94 þúsund manns.

Í ár hafa um 84 þúsund Svíar látist miðað við upplýsingar frá Pandata.org og með því að framreikna um 1 mánuð og jafnvel bæta 3% við það er viðbúið að fjöldi dauðsfalla í Svíþjóð í ár verði um 94 þúsund manns.

Án 3% aukaálagsins er væntur fjöldi dauðsfalla í ár um 92 þúsund.

Það lítur með öðrum orðum út fyrir að það deyi færri Svíar í ár en við var búist miðað við undanfarin ár og spádóma byggða á þeim.

Spár eru samt bara spár. Hvað með að taka verstu dánartíðni Svía undanfarin 10 ár, 9,748 dauðsföll á hverja 1000 íbúa? Það hefði þýtt 100 þúsund dauðsföll í Svíþjóð í ár. Hvar var Svíakonungur þá?

Samkvæmt spánni er dánartíðnin árið 2023 í Svíþjóð að enda í um 9,086 (sögulegt lágmark) sem þýðir um 93,5 þúsund dauðsföll eða 1500 fleiri en framreiknuð tala fyrir árið 2020.

Með öðrum orðum: Svíar hafa átt sögulega gott ár í ár ef miðað er við heildarfjölda dauðsfalla.

Það verður eitthvað að skála fyrir á áramótunum í Svíþjóð á öllum pöbbunum og kaffihúsunum sem lokuðu aldrei í ár! 


mbl.is Konungurinn telur að Svíum hafi mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vagn (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 17:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er nothæft og passar ágætlega við spádómasíðuna (50 ára lágmark i dauðsföllum í kringum 20013-2015).

Tengill?

Geir Ágústsson, 17.12.2020 kl. 17:53

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Lágmarkið var víst í kringum 2009. Uppleið síðan þá.

Geir Ágústsson, 17.12.2020 kl. 17:55

4 identicon

https://www.svt.se/datajournalistik/overdodlighet-under-corona/

Og eðlilegt fólk mundi segja að Svíar hafi greinilega ekki átt sögulega gott ár í ár ef miðað er við heildarfjölda dauðsfalla. Það verða líklega ekki margir sem fagna með þér.

Vagn (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 19:40

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Jú, Svíar hafa einmitt átt alveg frábært sögulegt ár. Langt í land með 92 þús. dauðsföll ársins 2012.

Eða 90 þús dauðsföll ársins 2011. 

Osfrv.

https://www.statista.com/statistics/525353/sweden-number-of-deaths/

Þú fræðir mig kannski um af hverju opinber gögn sem eru boðin ytri aðilum og þau sem þú sýnir eru ekki eins upp á seinustu sál.

Geir Ágústsson, 17.12.2020 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband