Blaðamenn og spurningar

Allir vildu blaðamaður vera, en auðvitað eftir á, þegar viðtalið er yfirstaðið. 

Sóley Tómasdóttir, kapítalisti, lætur blaðamenn heyra það í nýlegum straumi færslna á samfélagsmiðlum. DV tekur þetta saman hér

Þarna stingur Sóley upp á spurningum sem hefði átt að spyrja fjármálaráðherra vegna viðveru hans á sölusýningu þar sem áfengi var í boði.

Það er sjálfsagt að spyrja spurninga, en óþarfi að sprengja púðurskot á rjúpnaveiðum.

Spurning 1: Af hverju var verið að bjóða upp á vín á sölusýningu? Hafði verið boðið upp á vín alla aðra daga þessarar sýningar? Ertu aaaalveg viss um að þetta hafi ekki verið boð fyrir útvalin?

Oft gert, á mjög fjölbreyttan hátt. Kannski var bætt í á Þorláksmessu enda margir að leita að jólagjöf og upplagt að liðka aðeins upp á veskið einmitt þetta kvöld. Hvort almenningi hefði verið meinuð innganga veit ég ekki. Það kæmi mér nú samt ekki á óvart: Opinn bar fyrir heimilislausa og unglinga? Ekki besta sölusýningin!

Spurning 2: Varðandi Sigríði og Brynjar. Ertu í alvöru að mótmæla því að þau hafi talað gegn sóttvarnaraðgerðum? Ertu stoltur af þeirra framgöngu gegn faraldrinum?

Sigríður og Brynjar hafa ekki talað gegn sóttvarnaraðgerðum. Þau, og fleiri, hafa talað gegn þeirri tegund sóttvarnaraðgerða sem skjóta með haglabyssu á samfélagið í stað þess að leggja áherslu á að verja þá viðkvæmustu. Veiran er ekkert á förum, frekar en aðrar kórónaveirur. Það er ekki hægt að loka öllu til eilífðar, jafnvel ef bóluefni sýna góða virkni (sem er ekki víst ennþá).

Þess má geta, samkvæmt litlu plaggi, að þingmenn "eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum". Kannski er pínulítið krúttlegt að vinstrimenn vilji að Bjarni Ben ráði skoðunum annarra.

Spurning 3: Ef það var ekkert ólöglegt í gangi, fjöldi innan marka og opnumartími líka, af hverju stoppaði lögreglan þá “sölusýninguna”? Er ekki eðlilegt að slíkt valdníðsla verði þá rannsökuð?

Sanngjörn spurning að vísu, sem er verið að rannsaka. Sennilega var reglugerð dagsins brotin að einhverju leyti, eins og víða. En yfirleitt held ég ekki að almenningur sé nógu tendraður til að framkvæma meðvitaða borgaralega uppreisn gegn handahófskenndum tilskipunum yfirvalda, því miður. Hvað þá jakkafatamaður eins og fjármálaráðherra.

Punkturinn er þessi: Flestir eru virkilega að vanda sig að dansa í takt við tónlistina, en það er erfitt. Fyrirtæki þurfa að starfa og fólk - annað en opinberir starfsmenn - þarf að einhver kaupi þjónustu þess. Ég þekki einstaklinga sem sjá fram á gjaldþrot eftir að ríkið lokaði á tekjuöflun þess, lofaði bótum og borgar engar. En samt er fólk að reyna.

Meint brot á reglugerðum eru ekki borgaraleg óhlýðni uppreisnarseggja - nokkuð sem þyrfti kannski að fara gerast.

Blaðamenn ættu að spyrja, en ekki úr fílabeinsturni. Miklu frekar í þessum dúr:

1) Hvað er búið að hafna mörgum beiðnum um bætur vegna lokana?

2) Hvað má rekja margar lokanir í haust til smitútbreiðslu í vor? Og hvað margar lokanir í haust eru án sannanlegrar smiðútbreiðslu í vor og þar með í "just in case" flokknum?

3) Hvað er álagið á heilbrigðiskerfið mikið í söguleg samhengi ef tekið er til greina þann óvenjulega hátt að senda í sóttkví ósmitaðra/einkennalausa starfsmenn heilbrigðiskerfisins og loka af heilu deildunum fyrir eina tegund veiru?

4) Hvað er álagið á heilbrigðiskerfið mikið í sögulegu samhengi í fjölda sjúklinga á annars vegar gjörgæslu og hins vegar almennum deildum, miðað við getu kerfisins?

5) Hver er þróun dauðsfalla vegna sjálfsvíga, hjartaáfalla í heimahúsum og öðru sem ratar ekki inn á heilbrigðisstofnanir fyrr en eftir andlát?

Það er sjálfsagt mál að hamra á blaðamönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum. En það má taka til greina að flestir reyna að dansa í takt, af einlægni, en mistekst, því það er ómögulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband