Fleira sem mætti skrá

Ýmislegt er skráð um okkur í miðlæga gagnagrunna. Vegabréf okkar gefa ákveðnar upplýsingar. Nú er rætt um að bæta við stöðu bólusetningar vegna veiru. Óskalistinn er samt lengri en það.

Ákveðnir hópar í Bandaríkjunum eru að útbúa skrá yfir þá sem studdu við kosningabaráttu Donald Trumps. Skránni er vitaskuld ekki ætlað að hjálpa þeim einstaklingum heldur mynda þrýsting á að fá þá rekna úr starfi, hafnað í bankanum og fleira slíkt.

Er bóluefnaskrá ekki bara afkimi af slíkri skrásetningu? Engir tónleikar, mannamót og flugferðir nema vera á rétta listanum! Eða vera fjarverandi á ranga listanum!

Eins mætti tengja miðlæga gagnagrunna við samfélagsmiðla og kortleggja skoðanir fólks á hinu og þessu. Segjum t.d. sem svo að einhver hafi tjáð sig með óvægum hætti um Tyrkland. Búmm, tölvan segir nei þegar viðkomandi stendur við vegabréfshliðið á leið á ströndina í Marmaris!

Finnst þér ekkert skrýtið við að konur séu í minnihluta í stjórnum fyrirtækja, á bifvélaverkstæðinu og á byggingalóðinni? Búmm, tölvan segir nei þegar þú sækir um starf hjá fyrirtæki sem hefur skuldbundið sig í tilgangslausar pappírsæfingar til að þóknast pólitískum rétttrúnaði!

Sá á annað borð verið að opna á fleiri og fleiri miðlægar skráningar á hinum ýmsu afkimum á lífi einstaklinga, svo sem stöðu bólsetningar, er verið að búa til snjóbolta og ýta niður snævi þakta fjallshlíð. 


mbl.is Skrá þá sem hafna bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þarna höfum við akkúrat þetta "val" um bólusetningu, enginn verður "neyddur" til að fá bólusetninguna..

Halldór (IP-tala skráð) 29.12.2020 kl. 13:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þar fór "allir skuli vera jafnir fyrir lögum" út um gluggann.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2020 kl. 17:35

3 identicon

Hér hafa allar bólusetningar lengi verið skráðar. Þú getur fengið vottorð um hvaða bólusetningar þú hefur fengið frá fæðingu. Og þú getur verið krafinn um vottorðið og meinuð landvist í sumum löndum ef vissar bólusetningar vantar.

Sjálfstæðisflokkurinn var með nærri 400 leynilega trúnaðarmenn á vinnustöðum á sjötta áratug síðustu aldar sem skráðu stjórnmálaskoðanir vinnufélaga og nágranna sem voru svo færðar til bókar í Valhöll og Bandaríska sendiráðinu. Meintir kommar áttu svo nær enga möguleika á að fá lán, embætti eða fyrirgreiðslu hvað þá vinnu á vellinum eða áritun til Bandaríkjanna.

Semsagt: Skráning bólusetninga, gamalt. Takmörk á ferðafrelsi óbólusettra, gamalt. Persónunjósnir, atvinnukúgun og ferðahöft á pólitískum andstæðingum, gamalt. Það hlýtur því að vera eitthvað annað en þessar gömlu venjur sem hræða menn svona mikið.

Vagn (IP-tala skráð) 29.12.2020 kl. 20:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skrá yfir þá sem hafa ekki verið bólusettir, er í raun þjóðskrá að frátöldum þeim sem eru á bólusetningarskrá.

Öll samkeyrsla þeirra skráa ætti því að vera bönnuð.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2020 kl. 21:52

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég gerði mér ferð og lét skrásetja sérstaklega að ég hafna bólusetningum og bljóðgjöfum.

Guðjón E. Hreinberg, 30.12.2020 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband