Heimsfaraldur

Myndin hér að neðan sýnir svokallað z-skor fyrir Norðurlöndin (Euromomo) og aldursdreifingu þeirra sem hafa látist vegna COVID-19 í Svíþjóð (uppruni). Z-skorið er tölfræði sem á að gefa til kynna hvort fleiri eða færri séu að látast en venjulega í gefinni viku.

heimsfaraldur

Öll Norðurlöndin nema Svíþjóð hafa verið innan við mörkin og jafnvel nokkuð undir. Svíþjóð missti veiruna inn á risastóru hjúkrunarheimilin sín og það þurrkaði út mörg þúsund líf í vor og aðeins fleiri en viðbúið í einni viku fyrir næstum því mánuði síðan. Í millitíðinni létust miklu færri en viðbúið.

Hér er nærmynd af Svíþjóð í ár:

sw

Á Írlandi er búið að halda fólki föstu heima hjá sér svo vikum skiptir (þar til nýlega).

ire

Í Danmörku er allt lokað núna nema matvöruverslanir og apótek. Til hvers?

dk

Yfir það heila vaknar samt spurningin: Hvar er heimsfaraldurinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sú staðreynd að enginn vill ræða sannanir fyrir því að enginn heimsfaraldur sé í gangi, nú eða að þá hlýtur að vera aðgerð í gangi, hlýtur að sanna að heimsgeðbilun er í gangi. Hvernig myndi maður skilgreina slíkt eða greina orsakirnar?

Guðjón E. Hreinberg, 27.12.2020 kl. 14:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist bara eldra fólk vera að deyja úr A frekar en B, og kannski hraðar í upphafi á meðan menn voru að læra á veiruna. Sorglegt vissulega en enn sorglegri er aðförin að samfélaginu.

Geir Ágústsson, 27.12.2020 kl. 15:13

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mars skotið sem kom á elliheimilun í Svíþjóð var fyrir séð með eða án covid19 og skýris í raun allt af uppsöfnun.

Árið 2019 var söguleg úr fasa með aðeins 8677 dauðsföll á hverja milljón íbúa en meðaltalið á áratugnum er 9300 d/m.

Og árið 2020 verður undir meðaltali með um 9200 d/m

Ef opinberar tölur um covit dauðsföll í svíþjóð væru réttar ætti 2020 að vera með um 9900 d/m.

Staðan er bara þannig að það er mælanleg fækkun á dauðsföllum á norðurlöndum 2020.

Mér sýnist þetta vera sama sagan víðast hvar með undantekningum eins og Bretlandi og Ítalíu sem eru mælast með einhverja minnaháttar fjölgun dauðsfalla sem er þó bara brot af því sem mundi þurfa til að skýra öll skráðu covit dauðsföllin.

Guðmundur Jónsson, 28.12.2020 kl. 10:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Hef einmitt fjallað um þetta og tek þá eftir þvi að vera mætt með meðaltali seinustu 5 ára, sem er afskaplega heppilegt viðmið enda í "dæld" á langtímaritinu.

Geir Ágústsson, 29.12.2020 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband