Veirur og varnir

Það tekur að jafnaði 4-5 daga frá því manneskja kemst í tæri við kórónaveiruna og þar til hún fer að finna fyrir einkennum.

Þann 23. desember voru 50 manns í teiti, þar á meðal fjármálaráðherra. Smitsprengingin ætti því að vera komin fram núna.

Þann 24. desember voru yfir 100 manns í messu. Smitsprenging ætti því að vera komin fram núna.

Þetta blasir við, ekki satt?

sprengja

Nei, ekkert sést í tölunum. En kannski breytist það hratt á næstu dögum.

Heilbrigðiskerfið er líka á þolmörkum:

icu

Nei, sem betur fer ekki.

En með svona lítið í gangi eru yfirvöld auðvitað bara að biðja fólk um að vera á verði en að öðru leyti eiga nokkuð eðlilegt líf, ekki satt?

adgerdir

Aldeilis ekki! Það er allt eldrautt! Ekki eldrautt af veiru heldur eldrautt af aðgerðum!

Ég samgleðst þeim sem komust í gott teiti á Þorláksmessu og þeim sem komust í messu á jólunum. Um leið tek ég undir með þeim sem benda á hræsni fjármálaráðherra sem situr í ríkisstjórn sem stendur að baki öllum hömlunum á samfélagi manna en leyfir sér svo að fara á bak við sömu hömlur. Ég hefði miklu frekar viljað sjá hann halda litla ræðu um hvað hann er ósáttur við sóttvarnaraðgerðirnar og segja eitthvað í þessum dúr:

"Já, það er rétt að ég fór í partý. Ég styð það að fólk hittist og eigi saman gleðistund og mun berjast fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að létta á hömlum. Um leið finnst mér lögreglan vera að forgangsraða alltof stíft í að hella niður áfengi fullorðsins fólks í stað þess að verja borgarana gegn alvöruglæpum. Ég vildi sýna fordæmi í þeirri baráttu og borgaralega óhlýðni. Nei, ég biðst ekki afsökunar. Ég tek afleiðingum reglugerðabrota en mun verja málstað minn fyrir dómstólum ef þess gerist þörf. Stjórnarskráin á að gilda í þessu landi, ekki reglugerðir með veika lagastoð sem ná langt út fyrir meðalhófsregluna."

Engin slík ræða heyrðist. Í staðinn kom enn ein væmin og hol afsökunarbeiðnin sem stjórnarandstæðingar ætla sér að nýta í botn í pólitíkinni - skiljanlega. 


mbl.is Píratar bjóðast til að styðja minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Aldrei þessu vant er ég sammála pírötum núna. Bjarni Ben á einfaldlega að segja af sér. Hann er ábyrgur fyrir því að leggja efnahag landsins í rúst, ábyrgur fyrir öllum þeim óþörfu og skaðlegu hömlum sem verið er að leggja á fólk, og svo fylgir hann ekki einu sinni þessum reglum sjálfur. Hann á einfaldlega að segja af sér strax. 

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2020 kl. 12:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Mig grunar að Katrín Jakobsdóttir hafi alveg mátulega mikinn áhuga á að þurfa treysta á stuðning Pírata og telji betra að standa af sér fjölmiðlastorminn. Fylgi VG er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og ef stjórnin flosnar upp þá þarf að boða til kosninga hún rýkur sennilega úr ríkisstjórn. 

Geir Ágústsson, 27.12.2020 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband