Lögregluþjónn skilur ekki. Þá þarf að útskýra

„Ég skil þetta bara ekki. Við erum búin að segja þetta skil­merki­lega og marg­ir eru að færa mikl­ar fórn­ir. Fólk er eitt um jól­in og svo fram­veg­is,“ seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðal­varðstjóri hjá al­manna­vörn­um.

Það er því svigrúm til að bjóða upp á útskýringar úr því Veitinga-Víðir er ekki að koma samstarfsmanni sínum til aðstoðar.

Í grunninn snýst málið um örfá einföld atriði, og má þar nefna:

  • Sumir einstaklingar telja sig vera að passa sig: Passa fjarlægð, snertingar, knús og kyss. Kannski fleiri innan ákveðins rýmis en reglugerð dagsins mælir fyrir um en engu að síður varfærni til staðar. 
  • Sumir einstaklingar telja sig einfaldlega ekki vera í smithættu eða þola að fá veiru og ná sér af henni.
  • Sumir einstaklingar þurfa einfaldlega að lifa lífi sínu og ætla sér að gera það, óháð reglugerð dagsins. Veiran hefur að mörgu leyti verið sæmilega kortlögð með tillits til áhættuhópa, fýsileika lyfja og fyrirbyggjandi aðgerða og því engin ástæða til að fórna lífi sínu til að halda sér á lífi.

Þetta þurfa yfirvöld að skilja. Reglugerð dagsins bítur einfaldlega ekki eins og áður - ekki eins og í vor þegar enginn vissi neitt og allir voru sammála um að gera „eitthvað“ og „hvað sem er“ til að fletja út kúrvuna, eins og markmiðið var þá (en ekki lengur).

Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðal­varðstjóri hjá al­manna­vörn­um, ætti kannski að spara sorgina og depurðina og spyrja fólk einfaldlega: Hvað vakti fyrir þér? Veitinga-Víðir svarar örugglega í símann. 


mbl.is „Ég skil þetta bara ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það fer enginn út að borða á málverkasölu. Með hliðsjón af jafnræðisreglu hljóta eigendur lokaðra vínveitingastaða því að vera byrjaðir að undirbúa langar raðir myndlistarsýninga á næstunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.12.2020 kl. 18:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er engin nýlunda að rekstraraðilar "tvíki" aðeins rekstrarform sitt. Þetta hefur átt sér stað fyrir núverandi veirutíma.

Barir byrja að selja samlokur. 

Salareigendur bjóða utanaðkomandi að selja mat fyrir utan dyrnar, og fólki að borða innan við þær.

Hestur þykist vera asni, eða var það öfugt?

Geir Ágústsson, 25.12.2020 kl. 21:16

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eru allir í heiminum orðnir hundleiðir á reglum yfirvalda sem ekki eru að skila þeim árangri sem verið er að leita eftir

Yfivöldin alls staðar virðast ekki hafa mjög góða hugmynd um hvernig veiran dreifist og þá er fjári erfitt að setja upp varnir

Svo það eru búnar til alskyns reglur svo fólk HALDI að verið sé að gera eitthvað

Grímur Kjartansson, 25.12.2020 kl. 22:36

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Uppljóstrarar hafa aldrei þótt sérlega aðdáunarverðir. 

Ragnhildur Kolka, 25.12.2020 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband