Hugleiđingar um heilbrigđisţjónustu

Ég rakst fyrir tilviljun á viđtal viđ einn af stofnendum einkarekinnar skurđstofu í Oklahoma-borg í Bandaríkjunum.

Ţar eru menn ekki á samningum viđ tryggingafélög og taka helst ekki viđ öđrum greiđslum en reiđufé frá skjólstćđingunum sjálfum.

Ekkert er niđurgreitt, ekkert er vafiđ inn í ţunga pappírsvinnu og verđin eru gefin upp á heimasíđu skurđstofunnar og eru algjörlega gegnsć.

Fyrir áhugasama um heilbrigđiskerfi Bandaríkjanna er ţetta alveg magnađ viđtal. Meira ađ segja spyrill, sem ţekkir svolítiđ til í heimalandi sínu og er međ áratugareynslu sem hagfrćđingur og samfélagsrýnir, lét koma sér á óvart - ítrekađ!

Svolítiđ dćmi:

Ađgerđ nokkur kostar á skurđstofunni einkareknu um 13 ţús. dollara (og hefur gert ţađ í 20 ár).

Fari heilbrigđistryggđur einstaklingur til spítala á samning hjá hinu opinbera borgar hann töluvert minna en 13 ţús. dollara en innan heilbrigđiskerfisins kostar ađgerđin 100 ţús. dollara! Ef spítali framkvćmir ađgerđ á ótryggđum einstaklingi fćr hann engu ađ síđur um 10 ţús. dollara frá hinu opinbera (10% af fullu verđi), eđa sem nemur raunkostnađi einkareknu skurđstofunnar. 100 ţús. dollara verđmiđinn er uppspuni og til ţess gerđur ađ mjólka sem mest út úr kerfinu, eđa svo skilst mér. 

(Ţess má geta ađ ég ţekki mann sem reyndi árangurslaust ađ komast ađ ţví hvađ ein liđskiptiađgerđ kostar í hinu opinbera kerfi á Íslandi. Ţađ var ekki nokkur leiđ ađ komast ađ ţví. Á međan er verđskrá einkarekinna skurđstofa ađgengileg hverjum sem er.)

Og hverjir eru svo skjólstćđingar skurđstofunnar? Međal annarra eru ţar Kanadamenn sem eru á svo löngum biđlista í heimalandinu ađ ţeir ţola ekki lengur viđ. Fólk međ tryggingar lćtur líka skera sig upp á eigin kostnađ vegna biđlista og annarra óţćginda.

En hvađ međ ţá fátćku, spyr ţá einhver. Viđtaliđ býđur upp á fullt af svörum viđ ţví. Međal annars er bent á ađ heilbrigđisţjónusta ţarf ekki ađ vera svona dýr. Meira og meira er ađ fara í yfirstjórn og pappírsvinnu og minna og minna til heilbrigđisstarfsfólksins. Sjálfur hafđi viđmćlandi ekki hćkkađ verđin sín í 20 ár, međal annars vegna hagstćđari samninga viđ birgja og auđvitađ međ ţví ađ byggja upp gott orđspor sem lađar ađ sér fleiri skjólstćđinga.

Ég mćli sem sagt eindregiđ međ ţessu viđtali. Ţađ er mjög upplýsandi, sama hvar hlustandi er stađsettur á hinu pólitíska landakorti.


mbl.is Lyfjaframbođ á Íslandi í hćttu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Líklega er rótin ađ ţess sú ađ hjá tryggingafélögunum er afsláttarprósentan sem fćst lykilmćlikvarđi á árangur ţeirra sem semja viđ heilbrigđisstofnanir. Listaverđiđ fćrist ţví sífellt fjćr hinu raunverulega verđi.

Ţorsteinn Siglaugsson, 22.12.2020 kl. 12:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ţađ var einmitt eitthvađ slíkt sem kom upp í umrćđunni. Ţađ eru hvatar ađ verki til ađ blása upp allt verđlag - gera 100 ţús. ađ 200 ţús.

Geir Ágústsson, 22.12.2020 kl. 13:41

3 identicon

Ţađ er gott ađ geta valiđ viđskiptavini. Einkareknar stofur taka ekki viđ sjúklingum sem skila ekki hagnađi, sjúklingum sem passa ekki í verđskrána. Fleyta rjómann af og grćđa vel. Ríkiđ verđur víst ađ taka viđ sjúklingi hvort sem ađgerđ og eftirmeđferđ kostar milljón eđa fimm. Ríkiđ ţarf meira ađ segja ađ vera međ laus pláss á deildum og gjörgćslu til ađ taka viđ viđskiptavinum einkastofa. Ţegar Landspítalinn fór á neyđarstig í haust gátu einkastofurnar ekki skoriđ í sjúklinga. Einkastofa međ hlutaţjónustu og sjúkrahús sem veitir alţjónustu og ţjónustar viđskiptavini einkastofurnar eru ekki sambćrilegir ađilar og verđa seint međ eins verđskrár.

Vagn (IP-tala skráđ) 23.12.2020 kl. 01:01

4 Smámynd: Guđmundur Jónsson

Vagn horfđi ekki á viđtali, Kommarnir Katrín og Svandís sem tíndu pöntunablađinu fyrir covit bóluefninu munu heldur ekki horfa á ţađ. Guđlaugur ţór sem áđur var liđtćkur í ţessari baráttu er hćttur nenna ţví og gérir bara eins og kommakengiđ segir.

Guđmundur Jónsson, 23.12.2020 kl. 07:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guđmundur,

Já ţvi miđur, amk í tilviki Vagns svokallađs sem ég var ađ vonast til ađ gćti sagt mér hvađ liđskiptiađgerđ hjá hinu opinbera kostar.

Svo virđist ekki mega semja í nćgjanlegum mćli viđ sérhćfđa verktaka á sviđi heilbrigđisţjónustu ţótt gangar séu fullir af öldruđum og biđlistar ađ lengjast. Nema ţeir heiti Kári Stefánsson. 

Geir Ágústsson, 23.12.2020 kl. 09:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband