Hinn hlýðni íslenski víkingur

Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu (aðgengileg áskrifendum blaðsins hér) sem ég mun endurbirta hér einhvern tímann. Hún fjallar um hinn hlýðna íslenska víking, en það er önnur gerð víkings og sú sem nam land á Íslandi á flótta undan kúgun norsks konungs. Hinn hlýðni víkingur þekkir allar reglugerðir og fylgir þeim mjög nákvæmlega. Um leið fylgist hann vel með því að aðrir geri hið sama - passi fjarlægðarmörk, grímunotkun og þess háttar. Stundum lætur hann ekki einu sinni duga að fylgja reglum - hann setur á sig grímu án þess að nokkur krefjist þess og telur fjölda fólks á samkomum til að geta mögulega hringt í lögregluna ef hausarnir eru of margir miðað við leiðbeiningar seinasta minnisblaðs.

Í gær hitti ég tvo æskuvini mína sem ég er búinn að þekkja í yfir 30 ár og við vorum að rifja upp allskyns heimskupör æsku- og unglingsára okkar: Búðarhnupl, bátalán, heimagerðar sprengjur, pizzuþjófnað, sinubruna og annað gott. Við erum allir feður í dag og gerum okkur fullkomlega grein fyrir að börn og unglingar prófa mörkin og fara stundum yfir þau. Það þýðir samt ekki neinn heimsendi. Við sem foreldrar og feður þurfum einfaldlega að vera viðbúnir að grípa ef einhver hrasar og grípa í tauma ef eitthvað er að fara úr böndunum. Þessi börn fullorðnast, klára sitt nám og finna sér sína hillu í lífinu ef allt gengur að óskum. Einhver þeirra breytast í hlýðna þjóna ríkisvaldsins, einhver halda áfram að prófa mörkin, einhver bera sig vel út á við en stunda svo ýmislegt á bak við tjöldin. 

Ég reyni að koma í veg fyrir að börn mín verði að hinum hlýðna íslenska víking. Ég vil að þau séu forvitin og gagnrýnin og skoði þær hindranir sem verða á vegi þeirra og reyni að komast hjá þeim. Við smyglum okkur inn á læsta leikvelli, notum sárasjaldan handspritt og aldrei grímur og virðum ekki aldurstakmörk í rennibrautum. Við stelum ekki né meiðum og við vegum og metum þau fyrirmæli sem reynt er að dæla á okkur. Við erum óhlýðnir víkingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það nam enginn land á Íslandi á flótta undan kúgun norsks konungs. Í Noregi var góð tíð, gullöld, mörg börn fæddust og of mörg lifðu. Hingað komu hinir landlausu yngri synir bænda í leit að jörðum til búsetu á. Og þeirra fyrsta verk var að setja reglur og koma upp dómstólum, þingstöðum sem er að finna um allt land. Reglur sem hinn hlýðni "víkingur" þekkti og passaði að fylgja mjög nákvæmlega, annað gat verið honum dýrkeypt. Síðan bættust við þrælar, sem ekki voru færri, og úr varð þessi blanda Írskra þræla og Norskra bænda.

En það er til fólk sem gengst upp í því að segjast vera kominn af morðingjum, þrælahöldurum, þjófum og nauðgurum. Og telur það eitthvað aðalsmerki og arfleið sína að haga sér eins og aumur smákrimmi.

Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2022 kl. 17:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þær eru margar kenningarnar:

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3963

Túristaútgáfan er samt algengust.

Geir Ágústsson, 21.7.2022 kl. 18:13

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Afrek og afbrot haldast hönd í hönd. Mörg helztu afrek mannkynssögunnar voru unnin af stórglæpamönnum samkvæmt femínískri skilgreiningu og jafnaðarfasískri, þarsem fólk er með hugann lokaðan inní pínulítill dós einfeldninnar. 

Venjulegt fólk og afreksfólk er samkvæmt þess smákrimmar, en jafnaðarmennirnir og femínistarnir stórglæpamenn sem fækka fólki með bóluefnum, osfv. 

Stéttahugtakið var vel þekkt á víkingaöldinni, úr því þrælar voru þá notaðir. Kynþáttahyggjuna má þar víða finna einnig, Rígsþulan sýnir það til dæmis. 

Þeir sem reyna að niðurlægja forfeðurna og formæðurna eru ef til vill meiri þrælar í eðli sínu heldur en þessir sem nefndir voru þrælar í fornsögunum. Kannski bjuggu þeir við gott atlæti miðað við nútímamann vinstrisinnaðan, sem má ekki hafa skoðanir aðrar en skoðanir elítunnar.

Ingólfur Sigurðsson, 21.7.2022 kl. 21:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Það má vera. Íslendingar kalla sig oft og iðulega víkinga, stunda "víkingaklappið", segja að Ísland sé land víkinga og afkomenda víkinga, að í okkur sé víkingaeðli ævintýramanna og ofurhuga.

En svo kemur minnisblað og þeir hrúga sér í raðir í sprautuhallir og halda grátandi börnum sínum föstum á meðan óþjálfaður unglingur treður pinna í nefið á þeim.

Geir Ágústsson, 21.7.2022 kl. 21:57

5 identicon

Víkingar máttu " þola " eitt fyrsta viðskiptabann mannkynssögunnar.

En þeir sem settu það á urðu síðan mestu mannníðingar sögunnar.

Baktjaldastjórnun borgar sig sögulegea séð.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 24.7.2022 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband