Sameinaðir föllum vér

Svokölluð "Samtök atvinnulífsins" gera þá kröfu að ríkisstjórnin slaki á hótunum sínum um algjöra uppstokkun á stærsta gjaldeyrisaflanda Íslands, sjávarútveginum, áður en menn binda sig með samningum til þriggja ára. Ósanngjörn krafa? Varla.

Þetta hentar samt ríkisstjórninni mjög illa. Hún vill að menn semji um föst kaup og kjör (í krónum talið) til margra ára, en sé sjálf alveg óbundin. Ríkisstjórnin sér til dæmis fyrir sér að geta bundið alla launþega í launum en haft um leið frjálsar hendur til að rúlla vænum skattahækkunum yfir þá og á þann hátt dæma þá til opinberrar framfærslu. Sniðug aðferðafræði séð út frá sjónarhóli sósíalískra yfirherra, en launþegar og atvinnurekendur sjá vonandi í gegnum plottið.

Ef Íslendingar sameinast á bak við fána sósíalískrar landsstjórnar þá eru Íslendingar dæmdir til ánauðar. Sameinaðir föllum vér. Sundrunguna um sósíalismann þarf að auka.  


mbl.is „Alþýðusambandið hrökk frá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hinn viðbjóðslega undirföruli, einskis virði og ógeðslegi Vilhjálmur Egilsson mundi aldrei sætta sig við 4- föld þau laun sem ASÍ er að krefjast sem lágmarkslaun (200.000,) fyrir sig eða sína umbjóðendur. Þetta rauðþrútna gerpi er ekkert nema vesæl hóra fyrir LÍÚ og fær borgað í samræmi við það. 2+ milljónir á mánuði allavega fyrir að sleikja eitthvað sem við viljum helst ekki vita hvað er.

Gylfi hálviti er nú lítið skárri. Þetta er ógeðslegt pakk.

Guðmundur Pétursson, 24.1.2011 kl. 23:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Allir fá þessir blessuðu formenn og yfirmenn hjá hagsmunasamtökum (t.d. ASÍ) væna summu í mánaðarlaun. Stundum eru þau greidd með félagsgjöldum, stundum með lögboðnum álögum á félagsmennina (sem geta ekki sleppt því að borga), stundum eitthvað í bland.

Atvinnurekendur borga í samræmi við verðmætasköpun starfsmanna sinna. Ef launin stíga umfram hana þá verður til atvinnuleysi. 

Geir Ágústsson, 25.1.2011 kl. 08:17

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Guðmundur, fúkyrðaflaumur þinn er slíkur að orð þín falla marklaus niður.  Þó gæti ég verið sammála efnisinnihaldinu, en ekki svona.

Steinarr Kr. , 25.1.2011 kl. 17:37

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég var nú að reyna að vera kurteis miðað við aðstæður, en það þarf að kalla hlutina sínum réttu nöfnum Steinarr.

Geir, atvinnurekendur borga í samræmi við það sem þeir komast upp með, ekki endilega í samræmi við verðmætasköpun fyrirtækisins.

Það er nú oft þannig að eigendur og æðstu stjórnendur fyrirtækja eru í góðum málum þó svo að reksturinn sé í tómu tjóni. Lán afskrifuð, ný kennitala og svo er leikurinn endurtekinn fram að næsta þroti... etc etc...

Guðmundur Pétursson, 26.1.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband