Líkurnar hafa alltaf verið NÚLL

Þeir sem halda að það sé hægt að fá samþykki fyrir einhverri "stóriðju" (með tilheyrandi orkuframleiðslu) á Íslandi í dag lifa í besta falli í blekkingu. Eingöngu er hægt að halda áfram með verkefni sem er búið að afgreiða úr ráðherraskrifstofunum. Ekkert nýtt eða enn ósamþykkt sleppur úr "meðferð" núverandi stjórnvalda.

Ef "umhverfismat" er ekki nóg til að stöðva framkvæmd, þá er talað um lögmæti, eða friðlýsingu, eða málið sett í nefnd, aftur og aftur þar til nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ekki eigi að ráðast í framkvæmd. 

Þeir sem vilja eyða tíma sínum og peningum í að reyna sannfæra yfirvöld um ágæti einhverrar framkvæmdar eru að sóa tíma sínum og fé. Betra er að halda í aurana og bíða eftir stjórnarskiptum og reyna þá. 

Núverandi stjórnvöld eru (sennilega ómeðvitað) að reyna knésetja hinn almenna Íslending og benda honum svo á að það sé gott að betla á tröppum þinghússins í Brussel. En bara ef maður er meðlimur í ESB. 


mbl.is Líkur á að álverið rísi í Helguvík minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ertu ekki einnig að gleyma litlu atriði sem kallast fjármögnun? eða örlitlu atriði sem heitir orka?  Landsvirkjun er ekki enn búinn að ná að fjármagna Búðarhálsvirkjun en hún er ekki "nema" 80MW. (eyrnarmerkt Alcan)

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/11/10/icesave_truflar_fjarmognun_budarhalsvirkjunar/

Miðað við hugmyndir um lágmarks arðsemi Century þá eru menn að tala um sambærilegt álver á við Alcoa verksmiðjuna á Reyðarfirði. Það álver þarf 690MW.  Það hefur ekki verið staðfest hvar sú orka á að vera eða hvort hægt sé að fjármagna allar þær framkvæmdir.

 En þér er auðvitað velkomið að endurrita söguna fyrir Sjálfstæðismenn jafnvel þó hún styðjist ekki við staðreyndir.

Andrés Kristjánsson, 27.1.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Andrés,

Vill Steingrímur J. endilega greiða Icesave-kröfur Breta og Hollendinga til að greiða fyrir fjármögnun virkjana?

Landsvirkjun er að biðja um lán frá Fjárfestingarbanka Evrópusambandsins, og þar sitja breskir og hollenskir stjórnmálamenn í stjórn og neita lánveitingum af pólitískum ástæðum (nema Landsvirkjun sé að segja ósatt frá því hversu stöndugur rekstur sinn er).

Íslensk fyrirtæki sem hafa sótt fjármagn á markaði, t.d. í Hollandi, hafa ekki verið í sömu vandræðum.

En gefum okkur í augnablik að fjármagn flæddi yfir landið úr öllum áttum á hagstæðum kjörum. Heldur þú þá, í alvöru sagt, að pólitísk fyrirstaða væri minni í ráðuneytunum í dag?

(Og hvað kemur það Sjálfstæðisflokknum við að núverandi stjórnvöld gera allt sem þau geta til að stöðva framkvæmdir í orkuverum og iðnaði?)

Geir Ágústsson, 27.1.2011 kl. 16:13

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Enn og aftur verð ég að benda þessar tvær stærðir annars vegar er orkan sem þarf að vera til staðar og síðan kostnaður.  Það hefur aldrei verið komið með stofnkostnað vegna svo stórs álvers.  En ef við setjum upp sama kostnað og lá á bak við Kárahnjúkavirkjun þá erum við að tala um ca. 250 milljarða.  Hérna er framkvæmd em er næstum því 9 sinnum stærri en framkvæmdin sem LV er að reyna að fara af stað með en getur ekki vegna þess að fjármögnun gengur ekki.  Engin er að stoppa Bitruhálsvirkjun.

 Kanski er munurinn á nálgunum okkar er að þú talar um ef (hypothetical) og ég um stöðuna eins og er.

Andrés Kristjánsson, 27.1.2011 kl. 17:25

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Minn grunur er sá að ríkisvaldið hafi gert allskonar til að láta Kárahnjúkavirkjun "líta hagkvæma út", t.d. með þjóðnýtingu lands, afsláttar á ávöxtunarkröfu Landsvirkjunar miðað aðrar framkvæmdir, ríkis-samins orkuverðs, og fleira.

En mér sýnist núverandi forstjóri Landsvirkjunar ekki vilja neitt slíkt.

Hvað sem því líður þá væri auðvitað langbest að Landsvirkjun væri einkafyrirtæki, að ríkið gæti ekki þjóðnýtt landsvæði til að spara sér landkaup á markaðsverði, að ríkið hefði hvorki "stóriðjustefnu" né "graslendisstefnu", og leyfa orkuframleiðendum og orkunotendum að semja sín á milli.

En í stað "stóriðjustefnu" er komin "graslendisstefna". Graslendisstefnan gengur út á að stöðva alla þá sem vilja drekkja grasi og knýja iðnað. A.m.k. jafnslæm stefna og stóriðjustefnan. 

Hefur Landsvirkjun reynt að fá fjármagn frá öðrum en ESB-bankanum?

Geir Ágústsson, 27.1.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband