Aðgerðir og árangur

Berum að gamni saman nágrannaríki og aðgerðir.

Svíþjóð: Engin grímuskylda (nema á álagstíma í opinberum samgöngum), eiginlega allt opið nema skemmtigarðar, opinberar sundlaugar og skólar yfirleitt fyrir 16 ára og eldri, þú getur farið í ræktina og í klippingu og út að borða (í litlum hópum, og skrúfað fyrir áfengið kl. 20), og mér sýnist fólk geta gert 75% af því sem venjulegt fólk gerir á venjulegum tímum.

se

Danmörk: Allt lokað nema stórmarkaðir og apótek og hefur verið síðan fyrir jól, ekki hægt að fara á bókasafn, í ræktina, í klippingu eða út að borða (hægt að kaupa áfengi í búð til kl. 22 á kvöldin), grímuskylda innandyra á stöðum opnum almenningi, engar íþróttaæfingar og allir skólar lokaðir, alveg niður í 1. bekk.

dk

Svipað loftslag í Danmörku og Suður-Svíþjóð, svipað fólk, ólíkar aðgerðir.

Maður spyr sig: Eru harðar sóttvarnaraðgerðir að skila einhverju?

Nei, segja rannsóknir. Allt umfram einhver fjarlægðarmörk og bann á stórum hópum virðist vera tilgangslaus skemmdarverkastarfsemi á samfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir, 

Þessar sóttvarnaaðgerðir eru EKKI að skila neinum árangri. Nú og þessi vitleysa hjá heilbrigðisyfirvöldum hér með þvinga allt fólk er kemur til landsins í þessar líka óáreiðanlegu skimanir er ein vitleysan í viðbót (False Positives in PCR Tests for COVID-19 - ICD10monitor). Eftir að fólk hefur farið í þessar óáreiðanlegur skimarnir, þá er sagt við heilbrigt fólki hérna, að það sé sjúkt/veikt af covid.  Nú og síðan er þessu heilbrigða fólki sagt að fara strax í einangrun og halda sér í burtu frá öllu fólki, rétt eins og False jákvæð tilfelli komi bara alls ekki til greina. 
KV.
          May be an image of text that says 'INNOCENT UNTIL PROVEN GUILTY HAS BECOME PARSTத 360 SICK UNTIL PROVEN HEALTHY. WELCOME TO THE N.W.O.'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2021 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband