Hárrétt hjá Þjóðverjum

Stefna þýskra yfirvalda er hárrétt. Þar draga menn úr eyðslu og borga skuldir og tryggja þannig undirstöður sem síðan er hægt að byggja á. Því hraðar sem Þjóðverjar draga úr eyðslu og greiða skuldir, því fyrr geta þeir lækkað skatta og þannig gefið hagkerfinu svigrúm til að vaxa og skapa verðmæti (frekar en að kreista fram "hagvöxt" með því að eyða lánsfé).

Þjóðverjar muna sennilega ennþá hvernig fór fyrir hagkerfi þeirra á tímum Weimar-lýðveldisins. Segir wikipedia:

The government printed money to deal with the crisis; this allowed Germany to pay war loans and reparations with worthless marks, and helped formerly great industrialists to pay back their own loans. This also led to pay raises for workers and for businessmen who wanted to profit from it. Circulation of money rocketed, and soon the Germans discovered their money was worthless.

Er hið sama að fara gerast í Bandaríkjunum (sem geta bráðum ekki fengið lán frá Kínverjum til að greiða fjárlagahalla sinn, og þar sem pólitísk samstaða er um að eyða peningum)? Varð fjöldaframleiðsla á íslensku krónunni (í gegnum bankana) ekki til að fella hana í verði? Er Evrópusambandið að rýra evruna með stjórnlausri peningaprentun til bjargar gjaldþrota ríkjum sínum?

Sagan kennir okkur margt. Eitt af því sem hún kennir okkur umfram allt er samt, að fáir læra af sögunni. Nema e.t.v. Þjóðverjar.


mbl.is Þjóðverjar vara við skuldafíkn ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband