Verðbólga rétt skilin

Ég gat ekki varist að hugsa til eftirfarandi orða þegar ég las þessa frétt og kunnugleg viðbrögð við henni:

"To consider just one example, look at the concept of inflation. For most people, it is seen the way primitive societies might see the onset of a disease. It is something that sweeps through to cause every kind of wreckage. The damage is obvious enough, but the source is not. Everyone blames everyone else, and no solution seems to work. But once you understand economics, you begin to see that the value of the money is more directly related to its quantity, and that only one institution possesses the power to create money out of thin air without limit: the government-connected central bank."

Þessi orð eru tekin héðan. Á öðrum stað í sama pistli stendur:

"The state thrives on an economically ignorant public. This is the only way it can get away with blaming inflation or recession on consumers, or claiming that the government's fiscal problems are due to our paying too little in taxes. It is economic ignorance that permits the regulatory agencies to claim that they are protecting us as versus denying us choice. It is only by keeping us all in the dark that it can continue to start war after war — violating rights abroad and smashing liberties at home — in the name of spreading freedom."

Já, það skal engan undra að ríkisvaldið heldur hagfræðikennslu kyrfilega fjarri námsskrá skólakerfisins. "Verðbólga" í huga almennings verður þannig bara að einhverju vondu afli sem kemur og fer eftir einhverju óskýrðu munstri, og stjórnarandstaðan hverju sinni getur kennt sitjandi stjórnvöldum hverju sinni um. Ekki satt?


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Geir, það skortir menn sem vitna í von Mises eða fylgismenn hans hugmynda í peningamálum, hagfræði og félagsfræði.

Það var nóg af hagfræðingum og öðrum vel lesnum(og lærðum) mönnum sem bentu á hættuna af verðbólgunni þegar hún tók kipp upp á við árið 2004.   Hins vegar tókst stjórnmálamönnum að 'ljúga' því að fólki að hún væri til að byrja með afleiðing hins mikla vaxtar en svo síðan eftir 2006 að hún væri betri en atvinnuleysi, og gerði ekkert til að draga úr henni.

 Mises þyrfti að vera skyldulesning í skólum!

Lúðvík Júlíusson, 26.5.2008 kl. 10:28

2 identicon

Sammála Lúðvík. Helst ætti líka að lesa Rothbard.

Úlfur (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru allir of uppteknir við að lesa Lenin.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.5.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

...og Keynes og Krugman eru einnig í alltof mikilli útbreiðslu, því miður.

Ágæt matreiðslubók um hagfræði með léttum, næringarríkum en jafnframt auðkyngjanlegum réttum er The Politically Incorrect Guide to Capitalism - kaupið og gefið rauðsýktum vinum og vandamönnum!

Geir Ágústsson, 26.5.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Dæmi um varnaðarorð frá árin 2005. Ó mikil ósköp hvað réttur skilningur leiðir til fyrirsjáanlegra niðurstaðna!

Geir Ágústsson, 26.5.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband