Mega íslenskir dómarar bera hakakrossinn eða kristinn kross utan á embættisklæðum sínum?

Á Íslandi ber dómurum að ganga í ákveðnum embættisklæðum. Sama gildir um lögregluþjóna og fleiri opinbera starfsmenn. Mega þeir bera tákn og klæði utan á þessum embættisklæðum? Ekki að mér vitandi.

Í Danmörku eru einnig ákveðin embættisklæði sem fylgja ákveðnum opinberum embættum. Engum hefur dottið í hug að "leyfa" sérstaklega að dómarar og lögregluþjónar beri hakakrossinn, gyðingastjörnuna eða Jesús á krossi utan á embættisklæðum sínum. En, viti menn, múslímar vilja allt í einu að kvenfólk í þessum opinberu stöðum megi bera höfuðklút! Og viti menn, öll umræðan snýst á haus eins og um "mannréttindamál" sé að ræða!

Er að furða að margir óttist að múslímar séu að þvinga skíthrædda pólitískt rétttrúandi Vesturlandabúa út í horn með hótunum og útúrsnúningum út úr mannréttindasáttmálum sem Vesturlönd virða en múslímsk ríki ekki? 


mbl.is Danskur ráðherra rýfur umdeilda þögn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ef fólk kallar yfir sig slæma stöðu, þá er slæm staða þeirra ekki neinu að kenna nema þeim sjálfum. Við ættum að geta lært af reynslu Dana, sem ekki vissu betur, en við værum heimsk, gerðum við sömu mistök.

Haraldur Davíðsson, 19.5.2008 kl. 02:24

2 identicon

Reyndar var þetta baráttumál Danske Folkepartiet að þessi lög skyldu sett vegna þess að nefnd á vegum danska ríkissins hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru nein sérstök lög um klæðaburð dómara.

Þetta var aldrei krafa múslima samfélagsins.  Lögin voru sett að kröfu DF (og líka rökstudd með auglýsingaherferð).  Engin annar flokkur á danska þinginu ljáði máls á því að setja þyrfti sérstök lög þess efnis.

Umræðan hérna í kringum þetta hérna úti hefur verið hreint út sagt kostuleg og niðurstaðan einatt sú að DF hafi skotið sig illilega í fótinn með þessu upphlaupi sínu, sem að ekki var einu sinni sett fram að kröfu hagsmunasamtaka heldur eingöngu vegna ofangreinds nefndarálits.  Það var aldrei krafa múslima samfélagsins að kvenkyns dómarar mættu bera höfuðslæðu eða önnur trúartákn. 

J.H.J. (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 06:11

3 Smámynd: Geir Ágústsson

JHJ,

Þú segir, "Það var aldrei krafa múslima samfélagsins að kvenkyns dómarar mættu bera höfuðslæðu eða önnur trúartákn. "

Nei, e.t.v. ekki múslimska "samfélagsins", en a.m.k. einhverra múslima

Nú veit ég ekki hvernig danskir dómarar eru klæddir eða hvaða (áður óskrifuðu?) viðmiðanir giltu þar, en hið opinbera getur vitaskuld (eins og hver annar vinnustaður) ákveðið hvaða "dress code" gildir hjá sér og þeir sem sætta sig ekki við það er vitaskuld velkomið að leita sér að vinnu annars staðar.

Ég veit t.d. ekki hvað mínum atvinnuveitanda fyndist um að ég gengi um með hakakrossinn eða ber á ofan eða neðan eða hvernig það nú er, þótt allajafna sé afslappað viðhorf til klæðaburðar á mínum vinnustað.

Geir Ágústsson, 19.5.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

En hvernig hefur það ááhrif á dómgreind eða niðurstöðu dómsmála, ef að dómarar klæða sig eða skreyta með táknum sem þeir kjósa sér sjálfir ?

Þurfa dómarar að afklæðast persónuleika sínum algerlega, til að vera dómbærir ?

Kannski.. ég veit það ekki.. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband