Reykjavík: Skatta á að hækka, skuldir eru að aukast

Hagstjórn borgarmeirihlutans í Reykjavík hefur reynst fyrirsjáanleg.

Mín hugmynd (sem ég er samt á móti) hefur vinninginn, en um hana má lesa hérna:

Hækkun útsvars og aukin skuldsetning borgarinnar
http://skuggaborg.is/priorities/145-haekkun-utsvars-og-aukin-skuldsetning-borgarinnar

Um skuldsetninguna má lesa hér:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/tilkynning.html?number=394983

Um útsvarshækkunina væntanlegu má fá vísbendingar hér:
http://gamli.reykjavik.is/fundargerdir.asp?cat_id=31&mtg_id=1881677025556560
(undir bókun Sjálfstæðisflokksins, en þar segir meðal annars: "Það eina sem virðist skýrt í þessari rammaúthlutun er að meirihlutinn útilokar hvorki útsvars- né fasteignaskattshækkun og reyndar virðist frekar gert ráð fyrir slíkum hækkunum ...")

Dæmigerð vinstrisinnuð hagstjórn ræður ríkjum í ráðhúsi Reykjavíkur. Er eitthvað "nýtt" og "ferskt" við hana? 


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna seinagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Krafan undanfarið var að fá nýtt fólk og margir virðast halda að nýtt fólk sé lausnin á þeim vanda sem nú steðjar að okkar þjóðfélagi.

Við sjáum nú mikið af nýju fólki í borgarstjórn Rvk en engar nýjar lausnir. Vandinn er sá að nýtt fólk sem framfylgir gamalli og sannanlega gallaðri stefnu breytir engu. Rvkingar sitja nú uppi með afleiðingarnar.

Það sem vantar er ný hugmyndafræði, ekki nýtt fólk til að gera sömu mistökin aftur. Nú vantar okkur fólk í sveitarstjórnir og á Alþingi sem fylgir frjálshyggjunni en henni hefur verið kennt um allt þó henni hafi ekki verið fylgt. Hvernig getur skynsamt fólk aðhyllst efnahagsstefnu t.d. Vg? Hún var prófuð í A-Evrópu og mistókst hrapalega!!

Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 09:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Fólki hefur verið talin trú um að "frjálshyggjan" hafi hér ráðið ríkjum og hefur ekki hvikað frá þeirri trú þótt

  • ríkisábyrgðir hafi tekið yfir óteljandi fyrirtæki og alla bankana
  • ríkið hafi tvöfaldast á 10 árum þegar nóg var af peningum, og sitji núna uppi með hundruðir óþarfa starfsmanna og tugi óþarfa stofnana sem virðist mjög erfitt að skera af veski skattgreiðenda

En kannski eru blikur á lofti. Fleiri og fleiri horfa upp á óskapnaðinn bæði í Reykjavík og í Stjórnarráðinu og hugsa með sér: "Er ekki hægt að gera eitthvað annað en bara kreista skattgreiðendur til dauða?"

Og svarið er já, svo sannarlega, og frjálshyggjumenn luma á lausnunum.

Geir Ágústsson, 23.10.2010 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband