Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

Ríkiđ ţarf ađ losa sig viđ óţarfann

Stjórn og stjórnarandstađa rífast um „ţolmörk" skattgreiđenda en slík umrćđa leiđir nánast undantekningalaust til ţess ađ skattar eru hćkkađir örlítiđ meira. 

Ríkiđ lćtur sér ekki nćgja ađ reka skóla, sjúkrahús, lögreglu og dómstóla, en um slíkan ríkisrekstur er nokkuđ breiđ pólitísk sátt á Íslandi ţótt undirritađur sé honum mótfallinn. Ríkiđ stendur auk ţess í umsvifamikilli og rándýrri miđstýringu á landbúnađi, skiptir sér ítrekađ af sjávarútveginum, semur um orkuverđ og skattaundanţágur viđ erlend fyrirtćki og fjármagnar kaffihúsahangs fjölmennrar ríkislistaelítu, svo fátt eitt sé nefnt. Ţessu hafa Íslendingar ekki efni á. Svo einfalt er ţađ.

Ţađ sem ríkiđ hafđi ekki á sinni könnu áriđ 2004 á ţađ ekki ađ hafa á sinni könnu áriđ 2011. Á árinu 2004 mćldust kjör barnafólks, ellilífeyrisţega og fátćkra á Íslandi međ ţeim bestu í heimi. Ţau geta veriđ ţađ áfram ţótt ríkisvaldiđ helmingist. Á árinu 2004 var skattaumhverfiđ á Íslandi taliđ ađlađandi fyrir bćđi fólk og fyrirtćki. Stefnum ađ ţví ađ svo megi aftur vera.

Umrćđan ćtti ekki ađ snúast um „ţolmörk" skattgreiđenda, heldur „ţolmörk" hins opinbera. Hvađ stendur í vegi fyrir ţví ađ helminga hiđ opinbera á Íslandi á nćsta ári og leyfa einkaframtakinu ađ taka viđ starfsmönnum ríkisins?

 


mbl.is Niđurskurđur bitni ekki á börnunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvar eru sökudólgarnir?

Skotturnar, samstarfsvettvangur kvennafélaga á Íslandi, hvetja konur til ađ yfirgefa vinnustađi sína ţegar 66% vinnudagsins er lokiđ nćsta mánudag, eđa kl. 14:25. Er ţađ í samrćmi viđ tölur frá Hagstofu Íslands sem sýna ađ konur voru međ 66% af heildartekjum karla á síđasta ári.

Einmitt ţađ já.

Sumt fólk heldur ţví fram ađ konum sé mismunađ á atvinnumarkađi. Ađ ţćr fái minni laun fyrir sömu eđa "sambćrilega" vinnu og karlmenn. Ţví er jafnvel haldiđ fram ađ konum sé "mismunađ" međ kerfisbundnum hćtti innan hins opinbera, ţar sem laun eru meira og minna ákvörđuđ út frá töxtum, ţar sem aldur, menntun og reynsla er sett inn til ađ fá launatölu út.

Gott og vel. Segjum ađ ţetta sé satt og rétt.

Hverjir eru ţađ ţá sem framkvćma ţessa mismunun? Hverjir eru ţađ sem taka fólk í atvinnuviđtöl, bjóđa laun, fá gagntilbođ og ná svo samningi um tiltekin laun, t.d. grunnlaun? Ef um mismunun er ađ rćđa, ţá hlýtur einhver ađ framkvćma hana, ekki satt?

Ég bíđ spenntur eftir nafnalista frá Skottunum. Ef mismunun á sér stađ, ţá hlýtur einhver ađ framkvćma ţá mismunun. Hverjir eru ţađ?


mbl.is Hvetja konur til ađ leggja niđur vinnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hallarekstur er vísvitandi, pólitísk ákvörđun

Hallarekstur hins opinbera á Íslandi, bćđi ríkisvalds og sveitarfélaga, er vísvitandi pólitísk stefna. Ţađ er ekkert sem stendur á milli hallareksturs og "afgangs" af rekstri annađ en vilji stjórnmálamanna til ađ spara og skera niđur ţar til skuldasöfnun stöđvast. Skuldasöfnun má tćkla međ ađgerđum og ákvörđunum sitjandi stjórnmálamanna, en hana má líka tćkla á lengri tíma ţannig ađ stjórnmálamenn nćsta kjörtímabils sitji eftir međ óráđsíuna (ţađ er t.d. stefna Steingríms J.).

Eitt uppáhaldsdćmi mitt um vel heppnađa tiltekt í kjölfar hruns á hagkerfi er úr "gleymdu kreppunni" í Bandaríkjunum árin 1920-1921, í kjölfar peningaprentunar fyrri heimsstyrjaldar. Um ţá kreppu má lesa hér, og er eftirfarandi tilvitnun ţađan (feitletrun mín):

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

Sársaukafull tiltekt ţarf ađ eiga sér stađ í kjölfar hruns. Fćstir stjórnmálamenn hafa bein í nefinu til ađ mćta ţeirri tiltekt og flestir kjósa ţess í stađ ađ draga tiltektina á langinn í von um ađ pólitískar óvinsćldir lendi á einhverjum öđrum. Ţetta framlengir ţjáningar og hindrar í raun ađlögun hagkerfisins ađ nýjum efnahagslegum raunveruleika.


mbl.is Öll sveitarfélög á Suđurnesjum rekin međ tapi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Borgarstjóri beinir athyglinni frá ...rekstri borgarinnar!

Jón Gnarr er einstakur stjórnmálamađur. Á međan félagi hans, Dagur B. Eggertsson, stjórnar borginni á bak viđ tjöldin, ţá hefur Jón Gnarr ţađ hlutverk ađ dreifa athyglinni út um allar trissur.

Honum tókst ađ gera kostnađ viđ flugeldasýningu ađ máli málanna í fleiri daga.

Hann beindi athyglinni ađ kostnađi vegna samgöngumiđstöđvar á međan hann réđ stađgengil fyrir sig í ráđhúsinu.

Núna talar hann um sameiningu sveitarfélaga. 

Á međan safnar borgin skuldum og útsvariđ verđur bráđum skrúfađ í botn. 

Óauglýstar ráđningar í glćnýjar og rándýrar stöđur innan borgarinnar halda einnig áfram. 

Fjölmiđlar falla fyrir öllu sem Jón Gnarr stillir upp til ađ dreifa athyglinni frá ţví sem máli skiptir. 


Reynslan talar öđru máli

Ţeir sem tala fyrir sameiningu sveitarfélaga tala jafnan um mikinn sparnađ vegna minnkandi "yfirbyggingar".

Reynslan talar öđru máli. Stćrri sveitarfélög geta fengiđ stćrri lán fyrir stćrri framkvćmdum. Ţau nýta oftar en ekki lánstraust sitt í botn og ţurfa svo ađ halda útsvarinu í löglegu hámarki til ađ geta greitt vexti. Skattasamkeppni sveitarfélaga minnkar međ sameiningu ţeirra. 

Á árinu 1998 voru 124 sveitarfélög á Íslandi, og ţau skulduđu um 80 milljarđa en áttu um 20 milljarđa.

Á árinu 2008 voru sveitarfélögin orđin 78 talsins, skulduđu tćpa 200 milljarđa en "áttu" um 130 milljarđa.

Um skuldirnar verđur varla deilt. Um eignirnar leyfi ég mér ađ setja mörg og stór spurningamerki. Eru holrćsakerfin ekki talin til "eigna" sveitarfélaga? Hver má eđa vill kaupa ţau af sveitarfélögunum? Má selja ţau samkvćmt lögum? Ef ekki, eru ţau ţá eignir í einhverjum bókhaldslegum skilningi? Er hćgt ađ selja ţau upp í skuldir?

Ég mćli eindregiđ međ ţví ađ fólk taki sameiningarskref hćgt. Vel rekin sveitarfélög eins og Garđabćr og Seltjarnarnes eiga fátt sameiginlegt međ illa reknum sveitarfélögum eins og Reykjavík og Álftanesi nema landfrćđilega nálćgđ. Vel rekin sveitarfélög eru nauđsynlegar flóttaleiđir fyrir fólk sem vill ekki láta drekkja sér í skuldum af óábyrgum stjórnmálamönnum. Viđ ţurfum fleiri slík, en ekki fćrri.


mbl.is Sameining spari milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefán segir, Stefán ţegir

Stefán Ólafsson er merkilegt fyrirbćri í íslenskri umrćđu. Hans markmiđ er einfalt: Ađ láta ljósiđ skína sem skćrast á vinstriflokkana á Íslandi, hvort sem ţeir eru í stjórn eđa stjórnarandstöđu, og beita öllum međölum til ţess.

Og ţegar einhver hrekur talnaleikfimi hans, ţá ţegir hann. 

Ţetta hefur hann ítrekađ gert. Stefán segir - ţađ er hrakiđ - Stefán ţegir. Og svo byrjar hringurinn aftur. Fjölmiđlar segir ekkert og halda áfram ađ birta "útreikninga" hans gagnrýnislaust.


mbl.is Segir stjórnvöld hafa hlíft ţeim lćgst launuđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skynsamlegt, en meira ţarf til

Skattgreiđendur hafa víđa krafist ţess ađ hiđ opinbera sé sett í einhvers konar bönd svo ţađ vaxi ekki stjórnlaust međ tilheyrandi auknum ţyngslum á skattgreiđendur.

Hér er til dćmis fjallađ um hugmynd háttsetts embćttismannsins í Bandaríkjunum um ađ takmarka eyđslu hins opinbera viđ hlutfall af ţjóđarframleiđslu.  Hér er sagt frá ţví ađ á Nýja-Sjálandi sé hugsanlega veriđ ađ innleiđa ţak á eyđslu hins opinbera. Víđa eru svokölluđu "sólsetursákvćđi" sett á hina og ţessa löggjöfina, en slík ákvćđa segja ađ nema ný lög séu samţykkt eđa ţau gömlu framlengd, ţá gufar ákveđin löggjöf (t.d. um einhverja ríkisstofnun eđa einhvern skatt) upp á tilteknum degi. 

Tillaga Tryggva Ţórs getur sennilega flokkast međ einhverju af ofangreindu. Hugmyndin er ađ minnsta kosti sú sama: Ađ takmarka stjórnlausa útţenslu hins opinbera. Sú hugmynd er góđ. En meira ţarf til en ákvćđi um takmörkun á vexti hins opinbera. Hiđ opinbera ţarf ađ minnka. Góđ hugmynd ţarf ţví ađ verđa enn betri.


mbl.is Léttir peningamálastjórn og jafnar efnahagssveiflur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leiđin til ánauđar

Ef ţađ er búiđ ađ banna reykingar og öllum líđur vel, af hverju ţá ekki ađ banna áfengi og ţá myndi öllum líđa líka vel.

 Rökhugsun er sennilega ekki ein af forsendum ţess ađ verđa tónlistarmađur. Einar Örn Benediktsson er gott dćmi um ţađ.

Samkvćmt "rökum" Einars má banna allt sem hinn hávćri minnihluti ("allir") fullyrđir fyrir hönd allra annarra ađ valdi vellíđan. 

Sagan er trođfull af dćmum ţess ađ nákvćmlega ţetta hugarfar sé leiđin til ánauđar. Hinn ţögli meirihluti ţegir á međan skuggi alrćđisins lćđist yfir, og fetar gjarnan leiđ minnstu mótstöđu hverju sinni.

Ţýski presturinn Martin Niemöller hafđi í upphafi veriđ stuđningsmađurinn hinnar ţýsku nasistastjórnar. Eftir ţví sem tíminn leiđ varđ honum samt ljóst ađ nú vćri röđin komin ađ honum, og orti hann af ţví tilefni eftirfarandi ljóđ (í lauslegri ţýđingu minni):

Ţegar nasistarnir ofsóttu kommúnistana,
ţagđi ég;
ég var ekki kommúnisti.

Ţegar ţeir fangelsuđu jafnađarmennina,
ţagđi ég;
ég var ekki jafnađarmađur.

Ţegar ţeir ofsóttu verkalýđsfélögin,
sagđi ég ekkert;
ég var ekki í verkalýđsfélagi.

Ţegar ţeir ofsóttu mig,
ţá var enginn eftir til ađ segja neitt.

Stundum borgar sig ekki ađ ţegja, ţótt mađur sé sammála tilteknu skrefi á leiđinni til ánauđar.


mbl.is „Engin forrćđishyggja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Já nákvćmlega - 2 ár!

Ţađ eru rétt tvö ár síđan viđ fórum fram af hengifluginu í íslensku efnahagslífi, vegna ţeirrar efnahagsstefnu, vegna ţeirrar efnahagsráđgjafar.

Ţetta segir Svandís Svavarsdóttir, sem bendir til ţess ađ hún geri sér grein fyrir ađ ţađ eru, einmitt, 2 ár síđan hagkerfiđ hrundi. 2 ár. Ţađ er kannski ekki langur tími, en engu ađ síđur tími sem margar ríkisstjórnir hafa nýtt á mjög mismunandi hátt.

Sumstađar hefur ríkisvaldiđ tekiđ á hallarekstri sínum međ lćkkun útgjalda og auknu ađhaldi. Sumstađar hafa peningaprentvélarnar veriđ settar í gang. Sumstađar hafa "lánalínur" veriđ nýttar til ađ kaffćra ríkissjóđi í skuldum - skuldir sem síđan eru nýttar til ađ fjármagna neyslu.

2 ár eru e.t.v. ekki langur tími, en engu ađ síđur nćgur tími til ađ gera ýmislegt rangt og ţannig gera vont verra. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur gert slćmt ástand ađ mun verra ástandi. Mörg hagkerfi eru byrjuđ ađ jafna sig, en á Íslandi sekkur skipiđ dýpra og dýpra.

Íslensku "norrćnu" velferđarstjórninni vćri nćr ađ hćtta ađ apa upp efnahagsstefnu Bandaríkjanna (skuldsett neysla og peningaprentun) og byrja ađ apa upp efnahagsstefnu Svía (lćkkun skatta og ađhald í ríkisrekstri).


mbl.is Styđur frumvarpiđ en hefur ekki áhuga á álveri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spurningar til spekinganna

Ţađ er allt gott og blessađ viđ ađ eiga sér áhugamál. Björk Guđmundsdóttir hefur núna fundiđ sér eitt: Ađ berjast gegn ekki-ríkiseigu og ekki-ríkisrekstri á íslenskum orkufyrirtćkjum (ţótt hún ţekki eflaust til "afreka" OR og Landsvirkjunar í tryggri eigu ríkisvaldsins).

Ţetta minnir svolítiđ á baráttu ýmissa frćgđarmenna gegn t.d. hvalveiđum og lođdýrarćkt.

Björk er núna komin í teymi međ franska sósíalistanum Evu Joly. Bćđi hafa ţau tíma og áhuga og ekki virđist ţeim vanta athygli fjölmiđlamanna.

Persónulega vona ég ađ ţćr stöllur gefist fljótlega upp á ţessu áhugamáli sínu og finni sér önnur, t.d. söng eđa forsetaframbođ. 


mbl.is Joly styđur áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband