Ríkið þarf að losa sig við óþarfann

Stjórn og stjórnarandstaða rífast um „þolmörk" skattgreiðenda en slík umræða leiðir nánast undantekningalaust til þess að skattar eru hækkaðir örlítið meira. 

Ríkið lætur sér ekki nægja að reka skóla, sjúkrahús, lögreglu og dómstóla, en um slíkan ríkisrekstur er nokkuð breið pólitísk sátt á Íslandi þótt undirritaður sé honum mótfallinn. Ríkið stendur auk þess í umsvifamikilli og rándýrri miðstýringu á landbúnaði, skiptir sér ítrekað af sjávarútveginum, semur um orkuverð og skattaundanþágur við erlend fyrirtæki og fjármagnar kaffihúsahangs fjölmennrar ríkislistaelítu, svo fátt eitt sé nefnt. Þessu hafa Íslendingar ekki efni á. Svo einfalt er það.

Það sem ríkið hafði ekki á sinni könnu árið 2004 á það ekki að hafa á sinni könnu árið 2011. Á árinu 2004 mældust kjör barnafólks, ellilífeyrisþega og fátækra á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þau geta verið það áfram þótt ríkisvaldið helmingist. Á árinu 2004 var skattaumhverfið á Íslandi talið aðlaðandi fyrir bæði fólk og fyrirtæki. Stefnum að því að svo megi aftur vera.

Umræðan ætti ekki að snúast um „þolmörk" skattgreiðenda, heldur „þolmörk" hins opinbera. Hvað stendur í vegi fyrir því að helminga hið opinbera á Íslandi á næsta ári og leyfa einkaframtakinu að taka við starfsmönnum ríkisins?

 


mbl.is Niðurskurður bitni ekki á börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband