Því fyrr því betra og jafnvel einhliða og strax

Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslun og ekki seinna en núna strax.

En slíkar viðræður geta verið tímafrekar. Embættis- og stjórnmálamenn eyða jafnvel mörgum árum í slíkar viðræður, og niðurstaðan er oftar en ekki gríðarstórir bálkar sem fjalla um það hvað má fríversla með mikið af hverju, gjarnan með fjöldann allan af undanþágum og undantekningum. 

"Fríverslun" ESB við mörg Afríku-ríki er til dæmis umvafin allskyns "öryggis-" og "umhverfis"kröfum sem í raun og veru gera fríverslunina að engu. 

Íslendingar ættu að prófa nýja aðferðafræði, og einfaldlega senda Bandaríkjamönnum tölvupóst þess efnis, að Íslendingar hafi nú einhliða fellt niður allar takmarkanir og alla tolla á viðskiptum við Bandaríkin, og benda Bandaríkjamönnum góðfúslega á að endurgjalda greiðann. Ef þeir gera það ekki þá eru Íslendingar samt betur staddir en áður. 

Viðskiptahöft eru eins og grjót í höfninni, og það að grýta eign höfn er ekki gott þótt einhver annar sé að grýta sína.  Einhliða afnám allra viðskiptahafta við umheiminn, hvort sem það er við Bandaríkin, Evrópu, Kína eða Nepal, væri gott mál. Ef greiðinn er endurgoldinn er það bónus, en ætti ekki að vera forsenda þess að Íslendingar hætti að grýta höfnina sína. 


mbl.is Vilja fríverslunarviðræður við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Líst vel á þessa hugmynd!!

Gunnar Heiðarsson, 20.10.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband