Spurningar til spekinganna

Það er allt gott og blessað við að eiga sér áhugamál. Björk Guðmundsdóttir hefur núna fundið sér eitt: Að berjast gegn ekki-ríkiseigu og ekki-ríkisrekstri á íslenskum orkufyrirtækjum (þótt hún þekki eflaust til "afreka" OR og Landsvirkjunar í tryggri eigu ríkisvaldsins).

Þetta minnir svolítið á baráttu ýmissa frægðarmenna gegn t.d. hvalveiðum og loðdýrarækt.

Björk er núna komin í teymi með franska sósíalistanum Evu Joly. Bæði hafa þau tíma og áhuga og ekki virðist þeim vanta athygli fjölmiðlamanna.

Persónulega vona ég að þær stöllur gefist fljótlega upp á þessu áhugamáli sínu og finni sér önnur, t.d. söng eða forsetaframboð. 


mbl.is Joly styður áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband