Óplægður akur, 12 mánuðum seinna

Fyrir veiru er Ísland sennilega ennþá óplægður akur. Ísland er eyja og það er búið að ganga vel að halda fólki frá henni með allskyns æfingum við landamærin og dagana eftir komu. Klippistofur, snyrtistofur og önnur eins þjónusta öll komin á opinberar bætur eða skuldafen þótt enginn hafi geta sagt skýrt frá smithættunni þar, og hvað þá vísað í tölfræði úr allri smitrakningunni. 

En þetta, samhliða hægagangi í bólusetningu, gerir það að verkum að veiran er ekki í neinum vandræðum með að finna vænlega smitbera. Náttúrulegt ónæmi er sennilega mun minna á Íslandi en á meginlandinu. Kannski einhver geti bent mér á skipulagðar mótefnamælingar, lagðar saman við bólusetningar, fyrir mismunandi ríki?

Sóttvarnaraðgerðir hafa gert það að verkum að hraust fólk hefur ekki fengið að smitast og verða ónæmt og mynda þannig varnarvegg fyrir þá eldri og/eða viðkvæmari.

Niðurstaðan er sú að bráðum verður lýst yfir fjórðu bylgju og öllu lokað fram í lok maí þegar vorsólin tekur við af sóttvarnaraðgerðum.

Bless íþrótta- og skólastarf barna. Aftur.

Í Danmörku sjá menn líka að vorið er að nálgast og boða því til opnana. Gegn hraðprófi sem er ekki eldra en þriggja sólarhringa mun verða mögulegt að fara í klippingu og fleira gott. Þetta er málamiðlun hörðustu lokana- og opnunarsinna en betra en nákvæmlega ekkert. Má ekki fara að skoða notkun hraðprófa á Íslandi?


mbl.is Ríkisstjórnin fundar um aðgerðir vegna Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í sumum löndum var bara ein bylgja.  Sumsstaðar eru tvær.  Á Kína-kvefssíðinni er þetta tínt til með gröfum og alles: https://gisanddata.maps.arcgis.com/apps/opsdashboard/index.html?fbclid=IwAR28HQBVTPIaXRqgT8ycgMVVYMI8bkg0ict0poyhQhpu5e7deoNFw7o37VE#/bda7594740fd40299423467b48e9ecf6

Þarna kemur fram að önnur bylgja er ekki einusinni almennilega búin.

Hvar fá mínir sauðheimsku landar þá hugmynd að það sé einhver þriðja, fjórða eða jafnvel sjötta bylga?

Allt vitið fór greinilega eftir fyrstu 3 mánuðina af stöðugu ótta-niðurgangi.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2021 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband