Vesturlönd og veiruleiki

Á Visir.is er fréttaflokkur sem kallast Þróunarsamvinna. Fyrirsagnirnar í dag segja svolitla sögu:

veruleiki

Og hvaða saga er það? Jú, á meðan fólk á sumum svæðum í heiminum á við stríð, vatnsskort, hungursneyð og stríðsátök eru Norðurlöndin að gera hvað? Leggja áherslu á loftslagsmál!

Þetta verður alveg einstaklega hjákátlegt, og jafnvel veruleikafirrt, eftir að hafa lesið nýjustu grein Ásgeirs Ingvarssonar hjá Morgunblaðinu, aðgengileg skráðum notendum mbl.is (áskrifendum og öðrum) hér

Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram:

... þegar dauðsföll vegna um­hverf­isþátta voru skoðuð fyr­ir árið 2017 komust lofts­lags­breyt­ing­ar varla á blað. Fyr­ir hvert dauðsfall sem tengja má við lofts­lags­breyt­ing­ar það árið voru um fimmtán dauðsföll sem rekja mátti til meng­un­ar ut­an­dyra og nærri níu dauðsföll vegna meng­un­ar inn­an­dyra. Heilsu­spill­andi drykkjar­vatn verður nær sjö­falt fleiri að bana en flökt í lofts­lag­inu. Mælt í manns­líf­um ætti að vera mun ofar á for­gangslista þjóða heims að sporna gegn blý­meng­un, laga meðferð á skólpi og gera átak í handþvotti á heimsvísu.

Svo á meðan sumir í heiminum þjást úr reykeitrun vegna eldamennsku á opnum eldi innandyra vegna skorts á rafmagni, drekkur mengað vatn og upplifir uppskerubrest þá sitja Norðurlandabúar á þingum og ræða loftslagsmál.

Vestræn veruleikafirring, kannski?

Ég geri lokaorð Ásgeirs að mínum: Hvað ætli verði um Vest­ur­lönd sem eru orðin svo heltek­in af ótta við lofts­lags­ham­far­ir að skyn­sem­isradd­ir virðast hvergi geta kom­ist að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Eins og með Covid þá er skynsemin á einhverri annarri plánetu. Ætli við lifum í hliðarveröldum?

Rúnar Már Bragason, 25.3.2021 kl. 16:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Eftir meðmæli er ég byrjaður að lesa bókina A Conflict of Visions: Ideological Origins of Political Struggles eftir meistara Thomas Sowell. Er bara nýbyrjaður en sé að markmiðið er að útskýra eða varpa ljósi á af hverju allskyns málefni raða í kringum sig svipuðum hópi "með og á móti" einstaklinga. Af hverju er sama manneskja með/á móti losun manna á koltvísýringi í andrúmsloftið, lögbundnum lágmarkslaunum og hörðum sóttvarnaraðgerðum?

Ég hlakka til að komast til enda í þessari bók.

Geir Ágústsson, 25.3.2021 kl. 20:39

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Kíkti aðeins á prufu og virkar mjög áhugaverð. Setur upp sem tvo andstæða hópa en sýnist samt viðurkenna að sé mun flóknara þe. getur tilheyrt báðum hópum. Vert að skoða betur.

Vil benda á eina skemmtilega - Humankind:A Hopeful History eftir Rutger Bergman. Þar er hann að benda á að ekki er allt eins og það sýnist og tekur t.d. dæmið um Standford tilraunina (sem má sjá á Netflix). Eins og hann segir, skv. dæmum sem hann tekur, að sannleikurinn kemur sjaldnast fram í fjölmiðlum og/eða rannsóknum (annaðhvort bjagað eða ýkt). Betra að segja frá á dramantískan hátt en sannleikann sem oft er frekar ódramantískur (þurr og leiðinlegur).

Rúnar Már Bragason, 25.3.2021 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband