Hin þöglu mótmæli

Heilt á litið þegar opinber umræða er skoðuð virðist enginn hafa neitt sérstaklega á móti því að vera settur í stofufangelsi, meinaður aðgangur að vinum og ættingjum, gert að aflýsa brúðkaupsveislunni eða vera bannað að stundað atvinnu.

Það er líka hættulegt. Fólk hefur misst vinnuna fyrir að tjá sig of opinskátt um andstöðu við hörðustu sóttvarnaraðgerðir.

Hvað gerir fólk í staðinn? Jú, brýtur reglurnar, þegjandi og hljóðalaust. Það eru hin þöglu mótmæli.

Svo í stað þess að atast í fólki sem sækir ættingja sína á flugvöllinn ættu menn að hugsa: Hverju er verið að mótmæla og hvað er hægt að gera til að minnka mótmælin og bæta fylgni við regluverkið? Kannski að innleiða sanngjarnari reglur?


mbl.is Mikill fjöldi sóttur á flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig reglur væru sanngjarnari að þínu mati og til þess fallnar að fólk með einbeittan brotavilja fari eftir þeim frekar en öðrum?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2021 kl. 13:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Kannski að farþegi með grímu í aftursæti við opinn glugga megi alveg fá far. 

Kannski mætti rökstyðja með tilvísun í þétta smitrakningu seinustu 12 mánaða að það að setjast í bíl er smitandi, sama hvað. Rökstuðningur á bak við ýmsar aðgerðir er einfaldlega ekki til staðar í flestum tilvikum.

Kannski með því að rökstyðja af hverju flugrútan er síður smitandi en einkabílinn.

Geir Ágústsson, 26.3.2021 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Myndi slík regla koma í veg fyrir að sá með einbeitta brotaviljann loki glugganum og taki niður grímuna þegar komið er út á Reykjanesbrautina? Hvernig færðu það út að reglur framfylgi sér sjálfar?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2021 kl. 15:28

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég spyr á móti:

Hvernig á fólk að komast í sóttkvínna?

Geir Ágústsson, 26.3.2021 kl. 15:32

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í normal ástandi myndi fólk vitanlega ekki láta bjóða sér þetta. En í ástandi sem einkennist af fjöldasálsýki er annað uppi á teningnum.

1968 geisaði heimsfaraldur sem var síst hættuminni en þessi. En fólk fór ekki á límingunum eins og núna. Það var engum hundruðum milljóna bannað að vinna. Milljónir voru ekki hraktar í hungurdauða. Stjórnarskrár lýðræðisríkja voru ekki teknar úr sambandi. Og þegar maður skoðar söguleg gögn frá þessum tíma er vart minnst á þennan faraldur nema í framhjáhlaupi.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2021 kl. 21:18

6 identicon

Sæll Geir, Takk fyrir frábæra pósta, sem hluti af þögla hópnum þá treystum við og styðjum við einstaklinga eins og þig, Þorstein og fleiri. Þið eigið mun stærri stuðning en ykkur gæti órað. 

Hver er þögli hópurinn? Ég met að það sé millistétt Íslands. Við sem höfum það gott. Í raun getum við tekið lockdown, grímuskyldu og fleira svo lengi sem það er innan skynsamlegs tímaramma. Við horfum á fréttir en spyrjum spurninga enda í lang stærstu tilvikum vel menntað, vel lesið og yfirleitt búið að búa erlendis, fólk. 

En svo kemur að þeim mörkum að það er ekki lengur hægt vera þögull. Það nægir að skoða söguna (og ótrúlegt að ráðamenn/fólk Íslands sé ekki þar. að kunna söguna) til að sjá að þegar þögla fólkið fær nóg þá breytast hlutirnir. Líka á litlum stöðum eins og á Íslandi. 

Sem Stoic, þá gildir eftirfarandi: 

“Just that you do the right thing. The rest doesn't matter. Cold or warm. Tired or well-rested. Despised or honored. 

Indriði Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 26.3.2021 kl. 22:30

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Viðbrögð Guðmundar Á eru mjög dæmigerð fyrir íslending sem telur sig vera hófstilltan en er í reynd komin svo langt kommúnískri alræðis hugsun að hann gæti eins verið hluti af heykvísla-hjörðinni í bókum Orvwell. 

Við búum í landi sem er stjórnað af lýðræðislega kjörinni kommúnistastjórn. Eini munurinn á VG-D-B og VG-S eftir hrun áranna er að Bjarni Ben og bróðurhluti D er keyptur eða kúgaður til að koma stjórn landsins í hendur alræðisafla heimskommúnista en hjá VG og S er það hugsjón.

Allar aðgerðir þessa fólk miðast að því að stýra fólki og takmarka frelsi þess hvor sem þau gera sér grein fyrir því eða ekki.

Skólarnir okkar eru búnir að kenna ungaflókin að það sé bara eðlilegt að embættismenn og stjórnmálamenn geti hunsað stjórnaskránna og takmarki frelsi fólks af minnsta tilefni.

Meirihluti íslenskar kjósenda er annað hvort í vinnu hjá íslenska kommúnistaflokknum (íslenska ríkinu) eða þiggur bætur frá honum og eig því alt sitt undir því að kjósa skatta yfir hina.l

Íslands 2021 er uppskrift að samfélag á leið til helvítis.

Guðmundur Jónsson, 27.3.2021 kl. 11:54

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundur mikið er ég sammála þér.Mér fellur svo illa háttalag D-listans sem hefur jú heft vandlætingu mín "stundum" vegna tillitssemi við þá vini og vandamenn sem eru mér mikils virði og eru enn d-listafólk.Því skyldi ég ekki mega opinbera skoðun mína meðan við enn erum frjálst ríki. Meðan ég enn tóri er ég svo mikið forvitin að sjá hvernig næstu kosningar fara. Mkv.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2021 kl. 03:28

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einu sinni,einu sinni enn; Ekki get ég séð að þeir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason VG. samþykki að koma Íslandi undir alræðisöfl heimskommúnista,að minnsta kosti fórnaði Jón ráðherradómi sínum fyrir sjálfstæði Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2021 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband