Almannavarnir

Eldgos á Reykjanesi dregur að sér marga sem vilja berja það augum. Skiljanlega. En er það hyggilegt? Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að einfaldasta leiðin til að tryggja öryggi nálægt gosinu sé einfaldlega að loka svæðinu. 

Þetta segir hann þótt lokun að bestu gönguleiðunum hafi leitt til mikillar ringulreiðar um daginn þegar fólk reyndi að komast að gosinu framhjá lokunum.

En Rögnvaldur segir um leið að vilji standi til að halda gossvæðinu opnu og veita fólki aðgang að þessu náttúruundri.

Takk.

Þarna sjáum við að fyrsta hugsun almannavarna er að loka, hindra og stöðva. Það er best fyrir alla! Það er öruggast!

Nema auðvitað þegar menn taka með í reikninginn mannlega hegðun og þörf fólks til að lifa lífinu frekar en bara að halda lífi. Að upplifa, frekar en bara lifa. Að lifa lífinu lifandi, ekki dauður.

Þökk sé viðspyrnu frá almenningi ætla Almannavarnir ekki að hoppa á fyrstu hugsun sína vegna eldgossins. 

Kannski álíka viðspyrnu sé þörf vegna sóttvarna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband