Í boði stjórnarandstöðunnar

dkvorÍ skemmtilega skrifaðri frétt um veirutakmarkanir í Danmörku vantar að segja eitt: Opnanir yfirvalda eru í boði stjórnarandstöðunnar. Hún hefur gargað og gólað á eftir röksemdum fyrir lokunum, langtímaáætlunum og gegnsæi. Mun allt opna þegar allir aldraðir og viðkvæmir eru bólusettir? Já eða nei? Hefur einhver smitast við það að fara í klippingu? Já eða nei? Yfirvöld héldu fyrir eyrun eins lengi og þau gátu.

Á Íslandi er stjórnarandstaðan lítið annað en klappkór fyrir þá sem harðast vilja ganga fram í sóttvarnaraðgerðum, því miður.

En takið eftir: Dagsetningar (6. apríl, 13. apríl og maí) falla ágætlega saman við veiruhrunið seinasta vor í Danmörku. Þá hafði ný veira óplægðan akur af ósmituðum til að leika sér á en féll svo eins og lóð í Norður-Evrópu, frá Svíþjóð til Sviss, og frá Íslandi til Írlands. Ekkert undarlegt við það, segja sumir, og þakka sóttvarnaraðgerðum af öllu tagi. En yfirvöld vita þetta sennilega betur en þau vilja gefa upp og skipuleggja því árangur sóttvarnaraðgerða eftir dagatalinu, frekar en sjúkrahúsálagi og dauðsföllum. Það er því gott að vorið nálgast og þar með fálkaorður og fleira gott. En þó búið að aflýsa með ekki svo mörgum orðum bæði Hróaskeldu og Þjóðhátíð í Eyjum. Því miður.


mbl.is Langtímaáætlun um opnun Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband