Úlfur í sauðagæru

Þörf er á alþjóðlegum sáttmála sem leggur línurnar fyrir það hvernig þjóðir heimsins taka á heimsfaraldri á borð við þann sem nú gengur yfir vegna Covid-19. Þetta segja nokkrir af helstu leiðtogum heimsins í grein sem þau birta í blöðum víðsvegar um heim. Greinina undirrita meðal annarra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel Þýskalandskanslari, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Frétt visir.is. Frétt Guardian.

Leiðtogarnir líkja ástandinu við heimsstyrjaldirnir tvær sem leiðtogar heimsins fylgdu eftir með allskyns sáttmálum, meðal annars hinu meingallaða fyrirbæri League of Nations og Versala-samingur þess klúbbs, þar sem Þýskaland var knésett með vel þekktum afleiðingum. Annar meingallaður sáttmáli meðal leiðtoga heims er Kyoto-samkomulagið þar sem losun á koltvísýringi var gerð dýr í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem skilvirku og hreinu orkuverin voru, og ódýr í Kína þar sem orkan kom frá sótmettuðum kolabruna.

Svo já, saga sáttmála frá leiðtogum heims er ekki endilega glæsileg sigurganga og nú á að bæta við veirusáttmála. 

The aims were clear: to bring countries together, to dispel the temptations of isolationism and nationalism, and to address the challenges that could only be achieved together in the spirit of solidarity and cooperation, namely peace, prosperity, health and security.

Það er ekkert annað. Er það nú kallað "isolationism" og "nationalism" að sjálfstæð ríki hafi tekið upp veiruviðbrögð önnur en Þýskaland og Bretland? Er verið að skjóta á Svíþjóð hérna? Eða Flórída-ríki í Bandaríkjunum? 

Þetta sáttmálatal er úlfur í sauðagæru, og við erum á matseðlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við,? flest úlseig.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2021 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband