Langavitleysa

Höfum eitt á hreinu: Yfirvöld munu aldrei blása af neyðarástand vegna veiru ef þau komast upp með það. Almenningur, þingmenn, sérfræðingar og fórnarlömb sóttvarnaraðgerða munu þurfa að spyrna fast við fótum og hreinlega hafna neyðarástandinu ef það á einhvern tímann að stöðvast.

Sem betur fer er að myndast einhver vottur af slíkri andspyrnu. Gosgöngur þúsunda Íslendinga eru hálfgerð friðsamleg mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum. Þegar leikskólakennarar heimtuðu framlengt páskafrí eins og grunnskólakennarar höfðu fengið þá kom fram einhver vísir af mótmælum. Ekki bætir úr skák að það gengur hægt að bólusetja með efni sem er ekki einu sinni víst að yfirvöld treysti til að veita nægjanlega vörn, hvað þá til lengri tíma.

Í Danmörku blasir ástandið aðeins öðruvísi við. Pressan á stjórnvöld var að gera áætlanir fram í tímann, þar sem bólusetning viðkvæmustu hópanna er raunveruleg aðgerð sem leiðir til tilslakana í samfélaginu. Með öðrum orðum: Þegar er búið að bólusetja svo gott sem alla yfir 55 ára aldri, alla framlínustarfsmenn og ýmsa viðkvæma hópa (auk aðstandenda þeirra), þá er þetta búið.

Búið!test

Og dagsetningin, þegar lokanir í nafni sóttvarna eru frá, er: 21. maí. 

Að vísu verða áfram gerðar kröfur um að menn séu með að hámarki 3 daga gamalt neikvætt próf fyrir suma hluti fram til a.m.k. ágúst en það tekur korter og yfirleitt hægt að græja í göngufjarlægð. Ef prófunarstaðurinn er með gott kaffi er það kannski bara huggulegt. 

En allt verður opnað.

Þessi áætlun varð ekki til af sjálfu sér. Ríkisstjórnin var búin að liggja undir þykkri gagnrýni í langan tíma áður en hún settist loksins niður og gerði áætlanir í samstarfi við alla flokka. Á Íslandi er slík gagnrýni mjóróma og veik og bundin við einstaka viðtal við einstaka þingmann [1|2]. Og samráðið við þingið er auðvitað ekkert.

Bretar eru líka búnir að lýsa því yfir að þegar ákveðnum bólusetningarmarkmiðum er náð þá verði allt opnað. Þar er almenningur líka hættur að láta hræða sig.

Í sumum ríkjum Bandaríkjanna er búið að opna á allt, a.m.k. af hálfu ríkisins. Þar hefur hvatinn kannski fyrst og fremst verið pólitískur en oft er sama hvaðan gott kemur, eins og sést á myndinni.

nean

Svo kæri lesandi, neyðarástandið varir eins lengi og þú leyfir því að viðgangast. 


mbl.is Mögulega níu mánuðir þar til efnin hætta að virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband