Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Almannavarnir

Eldgos á Reykjanesi dregur að sér marga sem vilja berja það augum. Skiljanlega. En er það hyggilegt? Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að einfaldasta leiðin til að tryggja öryggi nálægt gosinu sé einfaldlega að loka svæðinu. 

Þetta segir hann þótt lokun að bestu gönguleiðunum hafi leitt til mikillar ringulreiðar um daginn þegar fólk reyndi að komast að gosinu framhjá lokunum.

En Rögnvaldur segir um leið að vilji standi til að halda gossvæðinu opnu og veita fólki aðgang að þessu náttúruundri.

Takk.

Þarna sjáum við að fyrsta hugsun almannavarna er að loka, hindra og stöðva. Það er best fyrir alla! Það er öruggast!

Nema auðvitað þegar menn taka með í reikninginn mannlega hegðun og þörf fólks til að lifa lífinu frekar en bara að halda lífi. Að upplifa, frekar en bara lifa. Að lifa lífinu lifandi, ekki dauður.

Þökk sé viðspyrnu frá almenningi ætla Almannavarnir ekki að hoppa á fyrstu hugsun sína vegna eldgossins. 

Kannski álíka viðspyrnu sé þörf vegna sóttvarna?


Í boði stjórnarandstöðunnar

dkvorÍ skemmtilega skrifaðri frétt um veirutakmarkanir í Danmörku vantar að segja eitt: Opnanir yfirvalda eru í boði stjórnarandstöðunnar. Hún hefur gargað og gólað á eftir röksemdum fyrir lokunum, langtímaáætlunum og gegnsæi. Mun allt opna þegar allir aldraðir og viðkvæmir eru bólusettir? Já eða nei? Hefur einhver smitast við það að fara í klippingu? Já eða nei? Yfirvöld héldu fyrir eyrun eins lengi og þau gátu.

Á Íslandi er stjórnarandstaðan lítið annað en klappkór fyrir þá sem harðast vilja ganga fram í sóttvarnaraðgerðum, því miður.

En takið eftir: Dagsetningar (6. apríl, 13. apríl og maí) falla ágætlega saman við veiruhrunið seinasta vor í Danmörku. Þá hafði ný veira óplægðan akur af ósmituðum til að leika sér á en féll svo eins og lóð í Norður-Evrópu, frá Svíþjóð til Sviss, og frá Íslandi til Írlands. Ekkert undarlegt við það, segja sumir, og þakka sóttvarnaraðgerðum af öllu tagi. En yfirvöld vita þetta sennilega betur en þau vilja gefa upp og skipuleggja því árangur sóttvarnaraðgerða eftir dagatalinu, frekar en sjúkrahúsálagi og dauðsföllum. Það er því gott að vorið nálgast og þar með fálkaorður og fleira gott. En þó búið að aflýsa með ekki svo mörgum orðum bæði Hróaskeldu og Þjóðhátíð í Eyjum. Því miður.


mbl.is Langtímaáætlun um opnun Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að byggja vegina?

Fyrir ekki mörgum árum síðan var talið að ríkisvaldið eitt gæti virkjað orku, tryggt samskipti, dreift bréfum og bögglum, framleitt sement, selt mjólk og kjöt, skoðað bíla, stuðlað að flugsamgöngum og tryggt aðgang að erlendum varningi.

Í dag er talið að ríkisvaldið eitt geti lagt vegi, selt áfengi, friðað náttúruna, menntað börn, læknað sjúka, tryggt innlenda matvælaframleiðslu, haldið úti útgáfu peninga og bætt afkomu þeirra sem hafa af einhverjum ástæðum ekki möguleika á að standa á eigin fótum, eða þurfa aðstoð við það.

Ég velti því fyrir mér hvað þurfi að líða langur tími þar til síðari upptalningin rennur saman við þá fyrri, eða hvort menn séu að sigla í öfuga átt og lengja seinni upptalninguna.


mbl.is Mikilvægt að hægt sé að ná saman um innviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir fávísu þursar

Eldgos á Reykjanesi er að draga að sér fjölda manns sem vilja upplifa magnaðan kraft jarðarinnar með stórkostlegri sýningu. Úti um allan heim eru milljónir manna sem vildu óska þess að geta séð eldgos með berum augum. Íslendingar hafa slíkt tækifæri og nýta sér það.

En þessu fylgir hætta. Eldgos eru hættuleg. Hraun er hættulegt. Snerting vatns og hrauns er hættuleg. Hitinn einn og sér er hættulegur. En ætli fólk sé ekki að passa sig? Engin slys hafa komið upp og vísindamenn hafa ekki upplifað truflanir á vinnu sinni.

En nú þegar enginn hefur slasast og ekkert hefur komið upp á sér almannavarnadeild lögreglu tækifæri til að lýsa yfir miklum áhyggjum. Auðvitað. Fólk gæti jú farið sér að voða við eldgosið! Og í umferðinni. Og í hálku. Og þegar það sest á hjól. Og bara allstaðar. Að vísu hefur ekkert komið upp á við eldgosið en það gæti gerst, ekki satt?

Ég bíð hreinlega spenntur eftir því að lesa orðasambandið "smithætta við eldgos" og þá er hægt að nota regluverk veirunnar til að halda fólki frá eldgosi. Almannavarnadeild lögreglu hlýtur hreinlega að vera hugleiða það. Þá þarf ekki lengur að biðla til fólks um að fara varlega því ný reglugerð heilbrigðisráðherra hreinlega lokar svæðinu - vegna smithættu!


mbl.is Hefur áhyggjur af því að fólk fari sér að voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis viðskiptahugmynd

Núna er túristaeldgos á Reykjanesi. Ef þetta er ekki viðskiptatækifæri þá veit ég ekki hvað!

Fyrst þarf að finna nokkur laus hús á Reykjanesi. Næst er að gera samstarfssamning við bílaleigufyrirtækin. Ferðamenn - bólusettir, óbólusettir, hvað sem er - hoppa beint í bíl á flugvellinum og fara í húsin sín, sem þeir leigja á markaðskjörum, og geta svo keyrt að gosstað og skoðað og gengið um, frjálsir ferða sinna.

"Farðu í gosfrí til Íslands - engar sóttvarnir á meðan þú heldur þig við Reykjanesið!"


mbl.is Eldtungur leika um Geldingadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira að segja CNN er að bugast undan gögnunum

Bandaríska fréttastofan CNN hefur frá upphafi talað í takt við þá sem vilja ganga sem lengst í sóttvarnaraðgerðum. Meginstefið er alltaf í öndvegi þar: Lokanir, grímur, útivistarbann og hvaðeina.

En núna er eins og þeir hjá CNN séu að gefa eftir og reyna að kyngja þeirri pillu sem heitir að fólk getur kannski passað sig á veiru án þess að verða gjaldþrota og svipt börn sín menntun og íþróttastarfi.

Í greininni A year into the pandemic, Florida is booming and Republican Gov. DeSantis is taking credit eru tekin stór skref í áttina að því að kyngja slíkri pillu. Þetta er erfitt fyrir CNN. Betri fyrirsögn, miðað við efni greinarinnar, hefði verið: "Everybody we have talked to in Florida - including political opponents of the governor - celebrate the chosen approach", eða álíka. En þetta er jú CNN.

Ætli New York Times sé næst? Kemur í ljós.

Ég býst ekki við miklu af íslenskum fjölmiðlum. Þannig er það bara.


mbl.is Engu fórnað fyrir aðra bylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er vænt sem vel er ... kostnaðarlaust!

Í Grímsey eru menn mjög háðir olíu og nota hana til að framleiða rafmagn og kynda hús. En nú eru grænir og vænir tímar framundan! Og kostnaðarlausir, eins og kemur fram í frétt Visir.is:

Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar.

Hvernig er hægt að segja nei við ókeypis dóti? Kannski með því að benda á að kostnaðinum var velt á aðra, kannski?

Annars sé ég alveg möguleikana í því að vindblásin eyja nýti vindorkuna. Sólarorkan er önnur saga. Hún verður sennilega lítið notuð. Bæði skýrist það af því að þegar sólin skín er þörfin á rafmagni í lágmarki, og öfugt. Það er því gott að sólarorkan verður íbúum að kostnaðarlausu.

Datt engum í hug að rúlla rafmagnskapli út í eyjuna?


Eru allir núna orðnir að viðkvæmum hópum?

boluefniFyrst átti að fletja út kúrvuna til að yfirkeyra ekki heilbrigðiskerfið.

Svo átti að útrýma smitum.

Svo átti að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínustarfsmenn: Skrifstofufólk spítalanna sem vinnur fjarvinnu, lögreglumenn, 18 ára afleysingafólk á hjúkrunarheimilum, aldraða yfir sjötugt og þess háttar.

Og núna er verið að tala um að sprauta glænýjum og tilraunakenndum bóluefnum í börn. Spurningin er nánast bara hvenær, en ekki hvort.

Þessi sturlun þarf að stöðvast, í alvöru. Þessi veira er nánast áhrifalaus á fólk undir sjötugu, og ég tala nú ekki um undir sextugu, nema fyrir þá með þekkta undirliggjandi sjúkdóma eða þá sem gjörsamlega neita að hleypa D-vítamíni í mataræði sitt.

Nú fyrir utan að vorið er að koma með tilheyrandi "árangri" í sóttvarnaraðgerðum í Norður-Evrópu, bóluefnin verða bráðum komin í alla (raunverulega) viðkvæmustu hópana og hjarðónæmi vonandi að byggjast upp samhliða því með smitum sem leiða til mótefnaframleiðslu. Vonandi hættir fólk einfaldlega að láta prófa sig svo smitin geta náð einhverri útbreiðslu, satt að segja.

Eins og myndin við þessa færslu gefur til kynna þá eru til faglærðir einstaklingar sem kæra sig ekkert um þessi bóluefni og leggja ýmislegt á sig til að forða sínum nánustu frá þeim. Á meðan talar sóttvarnarlæknir um að bólusetja börn gegn einhverju sem hefur engin áhrif á þau.

Þetta er geggjun.


mbl.is Vilja fara varlega í bólusetningu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta bréf fer til Brúnei

Nú­ver­andi páfi hef­ur alltaf slegið mig sem góður og hjarta­hlýr maður og hann þarf hvatn­ingu okk­ar og stuðning til góðra verka. Gleym­um því aldrei að rödd okk­ar allra skipt­ir máli. Gef­umst aldrei upp fyr­ir for­dóm­um og þekk­ing­ar­leysi,“ skrif­ar Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son­, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, vegna bréfs sem hann sendi til Franc­is páfa því páfi vill ekki blessa hjónabönd samkynhneigðra.

Væntanlega mun umhverfis- og auðlindaráðherra líka skrifa bréf til allra trúarleiðtoga múslíma, en þeir eru almennt ekki bara að neita samkynhneigðum hjónum um blessun sína heldur oft að boða dauðadóm yfir samkynhneigðum. 

Umhverfis- og auðlindaráðherra virðist hafa misst álit sitt á Francis páfa, sem þó hefur talað hátt og mikið um raunir fátækra og annarra og meðal annars sagt að hann dæmi ekki fólk vegna samkynhneigðar ef það er gott og leitar til Guðs. En hann vill ekki blessa hjónabönd þeirra og þar með dregið í efa að hann sé góður og hjartahlýr. Að hann sé fordómafullur og þjáist af þekkingarleysi. En hvað segir Biblían, sem páfinn tekur kannski aðeins bókstaflegar en annað fólk? Jú, til dæmis þetta (héðan):

Or do you not know that wrongdoers will not inherit the kingdom of God? Do not be deceived: Neither the sexually immoral nor idolaters nor adulterers nor men who have sex with men nor thieves nor the greedy nor drunkards nor slanderers nor swindlers will inherit the kingdom of God.

Páfinn segist samt ekki dæma samkynhneigða vegna kynhneigðar þeirra, bara að hann vilji ekki - jafnvel geti ekki - blessað hjónabönd þeirra.

Næsta bréf umhverfis- og auðlindaráðherra fer vonandi til soldánsins af Brúnei.


mbl.is Guðmundur Ingi skorar á páfann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifstofan

Í frétt segir nú frá því að Seðlabanki Íslands sé að loka einstaklingsskrifstofunum og innrétta þess í stað opin vinnurými þar sem margir sitja saman. Með þessu er bankinn sagður vera að færast inn í nútímann.

En það er hann ekki.

Hið opna skrifstofurými er vel rannsakað. Það er talið truflandi og veldur jafnvel streitu. Til dæmis finnst mörgum óþægilegt að snúa bakinu í opið rými þar sem er ekki hægt að fylgjast með umhverfi sínu. Þetta er víst einhvers konar eðlislæg vörn gegn því óþekkta. 

Lætin í hinu opna rými eru líka vel þekkt.

Vissulega er auðvelt fyrir fólk að skiptast á upplýsingum og ræða saman um heima og geima og tryggja þannig að allir séu á sama báti eða búi yfir öllum nauðsynlegum upplýsingum, og vissulega er hið opna rými ódýrara en lokaðar skrifstofur (færri fermetrar á mann og allt það), en þar með eru kostirnir eiginlega tæmdir og ókostirnir ekki minni fyrir vikið.

Nýjasta tíska seinustu 20-30 árin er svo ekki hið opna skrifstofurými heldur það sem hefur verið kallað "activity based workspace" (ABW). Rýmið er þá innréttað á fjölbreyttan hátt þar sem hópavinna, einbeitingarvinna, hlé og vinnustofur fara fram í sérstökum og þar til gerðum rýmum. Sófar, tússtöflur, kaffivélar, hefðbundin skrifborð, básar og þess háttar, allt til staðar en mismunandi innréttað og sett saman eftir tegund rýmis.

Persónulega hef ég mikla þörf fyrir næði og að sitja út af fyrir mig. Þannig er einfaldlega vinnan mín. En aðrir eru oftar á fundum eða að lesa stóra bunka eða að elta uppi fólk til að afla upplýsinga eða einfaldlega í hópavinnu frá morgni til kvölds. Þá er næðið ekki eins mikilvægt.

Seðlabanki Íslands er ekki í takt við tímann, nema með "tíma" sé átt við fortíðína.


mbl.is Einkaskrifstofurnar víkja í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband