Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Barið á stríðstrommurnar

Ég sé mörg merki um að nú sé verið að undirbúa nýja uppsveiflu í hernaðarátökum í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar ríða hér á vaðið og berja lauslega á stríðstrommurnar. Fjölmiðlafulltrúar eru næstir í röðinni, og loks yfirmenn og þjóðarleiðtogar.

Sem dæmi má nefna þessa litlu grein um eyðileggingu Talíbana á fornum styttum í Afganistan, og síðan skotið inn:

Nú ótt­ast hins veg­ar all­ir íbú­ar dals­ins að talíban­ar snúi aft­ur, sér í lagi eft­ir sam­komu­lag þeirra við Banda­ríkja­stjórn um að banda­rísk­ar her­sveit­ir yf­ir­gefi Af­gan­ist­an. Fáir trúa því að ör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda geti staðist talíbön­um snún­ing án aðstoðar banda­ríska flug­hers­ins og banda­rískra sér­sveita.

Einnig er búið að segja frá því að nú megi stúlkur ekki lengur syngja opinberlega undir stjórn Talíbana.

CNN er stór málpípa meginstefsins og þar vantar heldur ekki áhyggjurnar af fyrirhuguðu og löngu tímabæru brotthvarfi Bandaríkjahers og NATO-hermanna úr landinu. Það er komið nóg af því að sprengja í loft upp börn og konur, brúðkaupsveislur og barnaskóla. Afganistan hefur aldrei verið miðpunktur alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi og stríðandi fylkingar munu aldrei finna jafnvægi á meðan þær geta til skiptis þegið peninga og vopn frá útlendingum og sigað bandarískum flugskeytum á samkeppnisaðila sína í heróín- og ópíumviðskiptum.

En Biden vantar stríð. Hann er búinn að raða í kringum sig herskáa einstaklinga sem vilja stríð. Stríð kemur. Stríðstrommurnar hafa nú þegar verið dregnar fram. 


Þvottavélin til bjargar

Þeir sem hafa ekki horft á alla fyrirlestra Hans Rosling heitins á Ted Talk (auk viðtala og fleira slíks) eru að missa af miklu.

Þvottavélafyrirlesturinn er samt, að mínu mati, slíkt skylduáhorf að ef þú hefur ekki séð hann ertu 100% örugglega að fara segja einhverja rangfærslu um ástand heimsins og hvernig má laga það.

Gjörðu svo vel:


mbl.is Ætla sér að leysa tvö brýnustu vandamál heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið eftir vorinu

Ég held að ég sé búinn að sjá í gegnum "rök" sóttvarnaryfirvalda í ýmsum ríkjum til að réttlæta áframhaldandi takmarkanir: Bíðum eftir vorinu!

Þegar styrkleiki útfjólublárrar geislunar sólar eykst gerist tvennt: Fólk fer meira út og fær sól á húðina sem örvar D-vítamínframleiðslu sem styrkir ónæmiskerfi líkamans, og sjálf veiran laskast vegna geislunarinnar. Smitin hríðfalla þvert á landamæri og allskyns tegundir aðgerða. Fálkaorðan gulltryggð.

Í Danmörku er talað um að slaka aðeins á eftir páska, enda fer að vora upp úr því. Á Íslandi er tímaramminn skilinn eftir galopinn en væntanlega opnast allt smátt og smátt eftir því sem maímánuður skríður áfram, eins og í fyrra. 

Bóluefnin virðast ekki ætla að gagnast mikið, né heldur bólusetning ofan á sérstakar varnir fyrir viðkvæmustu hópana. Enginn virðist trúa læknum sem segjast alveg geta tekist á við bylgjur og smit og telja sig hafa góð tök á meðferðum fyrir ýmsar tegundir sjúklinga. Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða hafa aldrei skipt máli og má hér nefna að íslenska stjórnarandstaðan hefur verið alveg einstaklega slök að halda þeim á lofti, ef miðað er við sum önnur ríki, þótt það sé hægt að benda á óteljandi svokallaðar aðgerðir sem eru ekki byggðir á öðru en illa ígrunduðum minnisblöðum sem ráðherra gerir að reglugerð.

Engin Þjóðhátíð í Eyjum. Engin stór brúðkaup eða fjölmennar fermingarveislur. Færri komast að en vilja til að kveðja ástvini í jarðarförum. Félagslíf ungs fólks laskað - jafnvel varanlega og til lífstíðar enda búið að taka heilt skólaár úr sambandi og setja í fjarfundarbúnað. 

Smit, smit, smit - það eina sem kemst að. Og þegar eru engin smit er hætta á smitum - af einhverju afbrigði hvorki meira né minna. Krakkar tala þolpróf og stunda útihlaup - með grímur. Allir nema tengdamóðir landlæknis bólusettir á hjúkrunarheimilum, en enginn samt talinn óhultur og allir geta enn smitast, ef bóluefnið drepur ekki fyrst. 

Kannski væri ráð að fjölmiðlamenn hætti einfaldlega að mæta á fréttafundi yfirvalda og hætti að útvarpa nýjustu yfirlýsingunum þaðan.


mbl.is „Ég tel ekki ráðlegt að fara í tilslakanir núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð! Frétt vestræns fjölmiðils um Afganistan!

Í frétt segir að menntamálaráðuneyti Afganistan rannsaki nú yfirlýsingu frá höfuðborginni, Kabúl, sem bannar stúlkum eldri en 12 ára að syngja meðal almennings.

Sorglegt, ef satt reynist, en af hverju ratar þetta í fréttir?

Í mörgum ríkjum, sérstaklega í Miðausturlöndum, er konum og stúlkum bannað ýmislegt. Eru Talíbanar Afganistan verstir? Nei. Eru þeir góðir? Nei. 

Í bók sinni Fools Errand: Time to End the War in Afghanistan, sem ég er að lesa þessa dagana, segir höfundur, Scott Horton, í ítarlegu máli frá vegferð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan síðan turnarnir í New York féllu 11. september 2001. Frásögnin er alveg mögnuð. Á einum stað segir hann t.d. frá því hvernig Talíbanar voru af mörgum taldir vera það minnst illa af öllum valmöguleikum, að mati almennings. Þeir spörkuðu glæpamönnum í burtu og tryggðu einhvers konar frið frá öðrum stríðandi fylkingum. Bandaríkjamenn þóttust vera að elta Osama bin Laden en voru svo ekki að því. Skotmarkið voru Talíbanar, samtök sem höfðu engan áhuga á áætlunum bin Laden og vildu meira að segja styðja við málamyndastjórnina sem Bandaríkin komu á í upphafi til að forðast sprengjuárásir. 

Afganistan er ekki landsvæði þar sem ein þjóð vonast eftir lýðræði. Þetta er klettótt eyðimörk að mestu og byggð hundruðum ættbálka af allskyns þjóðarbrotum sem verða varla sammála um nokkurn skapaðan hlut. Að auki er landið notað eins og einhvers konar athvarf og dempari. Pakistanar styðja þar ákveðna ættbálka til að halda þeim vinveittum ef þeir þurfa að flýja eitthvert í stríði við Indland. Um leið eru þeir bandamenn Bandaríkjanna. Það eru Indverjar líka sem mótvægi við Kína, og Indverjar styðja svo aðra ættbálka í Afganistan. Þetta er flókið svæði, troðfullt af mótsagnarkenndum hvötum og þörfum. Bandaríkjamenn hafa gert illt verra.

Talíbanar ætla að banna stúlkum að syngja. Hvað er til ráða? Ráðast á þá? Borga óvinum þeirra í vopnum og fé til að ráðast á þá og nauðga konum þeirra og jafnvel börnum? Það hefur jú gerst áður - af hverju ekki aftur?

Eða á að borga Talíbönum til að hleypa öðrum inn í Kabúl? Eða fyrir að berja á einhverjum öðrum ættbálkum? Það hefur jú gerst áður - af hverju ekki aftur?

Fréttir vestrænna fjölmiðla frá Miðausturlöndum eru sjaldan þar sem þær eru séðar. Nú er örugglega verið að moka undir nýja bylgju vestrænna sprengjuárása á ímyndaða fjendur Vesturlanda í Afganistan. Biden vantar eitthvað gott "show", rétt eins og G.W. Bush og Obama og jafnvel Trump fyrir hans forsetatíð. Og hershöfðingjarnir þrýsta á í gegnum málpípur sínar.


mbl.is Stúlkum bannað að syngja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný rannsókn sýnir að... æjh gleymdu því

Rannsókn eftir rannsókn hefur sýnt að skólaganga barna er ekki smituppspretta, né heldur líkamsrækt að neinu ráði og almennt líf almennt. Fólk smitast ekki í skóbúðum, í klippistofum og við að fljúga. 

Sem sönnun - sem ég óska eftir að sé gagnrýnd - bendi ég einfaldlega á að enginn hefur sýnt fram á yfirgengilega smithættu frá klippistofum og flugferðum. Tölfræðin hér er alveg skuggalega óaðgengileg. Eða hvenær sögðu yfirvöld, "nú lokum við á nudd því gögnin sýna eftirfarandi smituppsprettu nuddara og skjólstæðings sem yfirfyllir sjúkrahúsin..."

Aldrei.

Miklu frekar má segja að lokanir séu eins konar "just in case" úrræði án grundvallar.

En veistu hvað, það skiptir ekki máli. Ný rannsókn sýnir eitt og önnur rannsókn sýnir annað. Þetta breytir engu því sóttvarnarúrræði eru ekki byggð á rannsóknum. Þau eru byggð á einhverju allt öðru: Ótta.

Bless, ný rannsókn Nordsjællands-sjúkrahússins. Ofan í skúffu með þig!


mbl.is Líklegast að smitast heima, af vinum og á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýkur faraldrinum með bólusetningu? Nei

Bólusetningar eru ekki að fara hleypa eðlilegu samfélagi af stað á ný. Fyrirvararnir við bóluefnin eru einfaldlega svo margir að það verður um langa hríð talað um eitthvað nýtt norm frekar en eðlilegt samfélag. CDC í Bandaríkjunum orðar þetta svona:

cdc

Fyrst átti að fletja út kúrvuna. Þá átti að bólusetja viðkvæma hópa. Alltaf þegar fólk telur sig vera búið að klífa tindinn birtist nýr og enn hærri tindur við sjóndeildarhringinn. Klífið, þegnar!


mbl.is Allir nema Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angi af stærri áætlunum

Nú þegar Danir eru orðnir hundleiðir á að horfa á vindmyllur í kringum sig og vilja ýta þeim út í sjó eru Íslendingar rétt að byrja á sömu vegferð. Gott og vel. Það er engin spurning að vindmyllur eru orðnar hagkvæmari kostur en áður fyrr og að vindurinn er víða stöðugur og heppilegur til raforkuframleiðslu. Rafmagnið má svo nota til að rafgreina vetni og vetnið má svo binda við ýmislegt annað og búa til metan, ammoníak eða hvað það nú heitir, með mismiklu tapi á hinni upprunalegu raforku.

En hver er hvatinn? Jú, að losna við jarðefnaeldsneyti hvers bruni losar koltvísýring í andrúmsloftið, og sumir telja að það geti haft marktæk áhrif á loftslag Jarðar. En ekki allir.

En Vestur-Evrópa og kannski hlutar Bandaríkjanna og Kanada eru einir á þessari vegferð. Heimurinn er ekki á leið úr jarðefnaeldsneyti í aðra orkugjafa. Stórir hlutar heimsins eru að reyna komast úr því að hafa enga orku og í að hafa aðgang að einhverri orku. Stór svæði í Afríku og Asíu eru án tengingar við rafmagn. Það er skelfilegt ástand. 

Aðrir eru svo að reyna komast úr skítugri orku í hreinni orku. Frumstæðar brennsluaðferðir á kolum losa mikið magn af sóti í andrúmsloftið og það er heilsuspillandi. Kínverjar færa kolabrunann í eyðimerkurnar í vesturhluta landsins. Gas kemur í stað kola, en gas brennur mun hreinni bruna. Stundum er hægt að virkja vatnsföll. 

Heimurinn er ekki að reyna losna við jarðefnaeldsneytið og Evrópubúar vita það vel.

Liggur eitthvað annað að baki? Kannski. Sumum er illa við að stórfé sé sent til stríðsátakasvæða Miðausturlanda í formi olíupeninga. Sé hægt að flýta fyrir notkun annarra orkugjafa er sjálfsagt talinn ávinningur í því, enda er þá orkuuppsprettan komin í eigin bakgarð ef svo má segja.

Hvaå um það. Ég fylgist með þessu öllu saman og vona að Íslendingar veðji á réttan hest. 


mbl.is Skoða hundraða milljarða orkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað líður af dómsmálunum?

Í fjölmiðlum undanfarna mánuði hafa stöku sinnum komið fram fréttir um yfirvofandi lögsóknir á ríkinu fyrir stjórnarskrárbrot, ólögmætar lokanir, mismunun og ýmislegt fleira, allt í nafni sóttvarna.

Er eitthvað slíkt dómsmál í gangi? Er einhver von á úrskurði í náinni framtíð?

Í ýmsum ríkjum er búið að gera yfirvöld afturreka með sóttvarnaraðgerðir sínar eða á annan hátt setja þrýsting á stjórnmálamenn um að draga úr þeim. Kannski það sé eina leiðin út úr þessu hringleikahúsi.

Ekki virðist duga að hafa bólusett viðkvæmustu hópana.

Ekki er víst að bóluefnunum sé treyst til að draga úr útbreiðslu.

Ekki er víst að menn treysti því að bóluefnin dugi til lengri tíma.

Ekki dugir að hrausta fólkið sem hristir af sér veirur og myndar mótefni sé notað til að byggja varnarvegg utan um aðra.

Ekki dugir að álag á heilbrigðiskerfið vegna veiru er vel viðráðanlegt og hefur verið í gegnum allar bylgjur, ef marka má orð yfirlækna og annarra.

Ekki dugir að minna á að í upphafi átti bara að fletja út kúrvuna en nú er beðið eftir því að veiran hverfi, á heimsvísu, áður en Þjóðhátíð í Eyjum fær að fara fram aftur.

Ekki dugir að læknar noti á hverjum degi fjölbreyttar samsetningar lyfja og stera til að berja á veiru. Engin úrræði finnast! Engin áreiðanleg lyf! Seinustu 12 mánuðir hafa kennt okkur ...ekkert!

Ekki dugir að minna á að á Íslandi hefur ekki einn einasti einstaklingur látist vegna veiru síðan Landakot klúðraði sóttvörnum sínum á allraviðkvæmasta hóp samfélagsins.

Svo kannski eru lögsóknir og raunverulegur þrýstingur á valdhafa það eina í stöðunni.


mbl.is Ekki þörf á hörðum aðgerðum í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri kínversk úrræði innleidd á Vesturlöndum

Fyrir um ári síðan hentu Vesturlönd áratugareynslu- og þekkingu í sóttvörnum út um gluggann og tóku upp kínversk úrræði: Að loka heilbrigt fólk inni til að reyna útrýma loftborinni veiru.

Af einhverjum ástæðum "virkaði" þetta í Kína, strax, en ætlar ekki að ganga jafnvel á Vesturlöndum. 

Núna bæta Kínverjar í og gefa út veiruvegabréf, og Vesturlönd fylgjast auðvitað spennt með og ætla að gera það sama. 

Væntanlega verður enginn vandi að samtvinna þessi vegabréf við bólusetningarskráningar almennt og hafna fólki inngöngu í flugvélar ef það er ekki búið að fá nýjustu flensusprautuna, eða ef einhver bólusetning er allt í einu talin vera of gömul. Möguleikarnir eru endalausir þegar borgararnir raða sér upp til að láta flokka sig, í von um að komast til Tenerife í smávegis sól.

Hvaða fleiri hugmyndir frá kínverskum kommúnistum ætli skjóti upp kollinum á Vesturlöndum á næstu misserum? Andlitsrakning með myndavélum á opinberum stöðum?


mbl.is Fyrstu veiruvegabréfin gefin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið í Svíþjóð

se

Andlátum sem eru rakin til COVID-19 fækkar óðfluga í Svíþjóð. Álagið á heilbrigðiskerfið er stöðugt. Er þá ekki kominn tími til að taka félagslífið, kaffihúsin og líkamsræktina af Svíunum?

Dauðsföll eru í samræmi við seinustu ár. Sérstaklega virðast fáir Svíar almennt vera að deyja eftir að nýja árið hófst. Er þá ekki kominn tími til að skella öllu í lás og setja grímur á fólk?

Sóttvarnarsérfræðingar eru búnir að rýra orðspor sitt varanlega með því að gera stjórnmálamenn að talsmönnum sínum. Þeir eru þar komnir í hóp með flestum loftslagsvísindamönnum. Ekki góður félagsskapur það!


mbl.is Kallar eftir allsherjarlokun í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband