Beðið eftir vorinu

Ég held að ég sé búinn að sjá í gegnum "rök" sóttvarnaryfirvalda í ýmsum ríkjum til að réttlæta áframhaldandi takmarkanir: Bíðum eftir vorinu!

Þegar styrkleiki útfjólublárrar geislunar sólar eykst gerist tvennt: Fólk fer meira út og fær sól á húðina sem örvar D-vítamínframleiðslu sem styrkir ónæmiskerfi líkamans, og sjálf veiran laskast vegna geislunarinnar. Smitin hríðfalla þvert á landamæri og allskyns tegundir aðgerða. Fálkaorðan gulltryggð.

Í Danmörku er talað um að slaka aðeins á eftir páska, enda fer að vora upp úr því. Á Íslandi er tímaramminn skilinn eftir galopinn en væntanlega opnast allt smátt og smátt eftir því sem maímánuður skríður áfram, eins og í fyrra. 

Bóluefnin virðast ekki ætla að gagnast mikið, né heldur bólusetning ofan á sérstakar varnir fyrir viðkvæmustu hópana. Enginn virðist trúa læknum sem segjast alveg geta tekist á við bylgjur og smit og telja sig hafa góð tök á meðferðum fyrir ýmsar tegundir sjúklinga. Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða hafa aldrei skipt máli og má hér nefna að íslenska stjórnarandstaðan hefur verið alveg einstaklega slök að halda þeim á lofti, ef miðað er við sum önnur ríki, þótt það sé hægt að benda á óteljandi svokallaðar aðgerðir sem eru ekki byggðir á öðru en illa ígrunduðum minnisblöðum sem ráðherra gerir að reglugerð.

Engin Þjóðhátíð í Eyjum. Engin stór brúðkaup eða fjölmennar fermingarveislur. Færri komast að en vilja til að kveðja ástvini í jarðarförum. Félagslíf ungs fólks laskað - jafnvel varanlega og til lífstíðar enda búið að taka heilt skólaár úr sambandi og setja í fjarfundarbúnað. 

Smit, smit, smit - það eina sem kemst að. Og þegar eru engin smit er hætta á smitum - af einhverju afbrigði hvorki meira né minna. Krakkar tala þolpróf og stunda útihlaup - með grímur. Allir nema tengdamóðir landlæknis bólusettir á hjúkrunarheimilum, en enginn samt talinn óhultur og allir geta enn smitast, ef bóluefnið drepur ekki fyrst. 

Kannski væri ráð að fjölmiðlamenn hætti einfaldlega að mæta á fréttafundi yfirvalda og hætti að útvarpa nýjustu yfirlýsingunum þaðan.


mbl.is „Ég tel ekki ráðlegt að fara í tilslakanir núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband