Varúð! Frétt vestræns fjölmiðils um Afganistan!

Í frétt segir að menntamálaráðuneyti Afganistan rannsaki nú yfirlýsingu frá höfuðborginni, Kabúl, sem bannar stúlkum eldri en 12 ára að syngja meðal almennings.

Sorglegt, ef satt reynist, en af hverju ratar þetta í fréttir?

Í mörgum ríkjum, sérstaklega í Miðausturlöndum, er konum og stúlkum bannað ýmislegt. Eru Talíbanar Afganistan verstir? Nei. Eru þeir góðir? Nei. 

Í bók sinni Fools Errand: Time to End the War in Afghanistan, sem ég er að lesa þessa dagana, segir höfundur, Scott Horton, í ítarlegu máli frá vegferð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan síðan turnarnir í New York féllu 11. september 2001. Frásögnin er alveg mögnuð. Á einum stað segir hann t.d. frá því hvernig Talíbanar voru af mörgum taldir vera það minnst illa af öllum valmöguleikum, að mati almennings. Þeir spörkuðu glæpamönnum í burtu og tryggðu einhvers konar frið frá öðrum stríðandi fylkingum. Bandaríkjamenn þóttust vera að elta Osama bin Laden en voru svo ekki að því. Skotmarkið voru Talíbanar, samtök sem höfðu engan áhuga á áætlunum bin Laden og vildu meira að segja styðja við málamyndastjórnina sem Bandaríkin komu á í upphafi til að forðast sprengjuárásir. 

Afganistan er ekki landsvæði þar sem ein þjóð vonast eftir lýðræði. Þetta er klettótt eyðimörk að mestu og byggð hundruðum ættbálka af allskyns þjóðarbrotum sem verða varla sammála um nokkurn skapaðan hlut. Að auki er landið notað eins og einhvers konar athvarf og dempari. Pakistanar styðja þar ákveðna ættbálka til að halda þeim vinveittum ef þeir þurfa að flýja eitthvert í stríði við Indland. Um leið eru þeir bandamenn Bandaríkjanna. Það eru Indverjar líka sem mótvægi við Kína, og Indverjar styðja svo aðra ættbálka í Afganistan. Þetta er flókið svæði, troðfullt af mótsagnarkenndum hvötum og þörfum. Bandaríkjamenn hafa gert illt verra.

Talíbanar ætla að banna stúlkum að syngja. Hvað er til ráða? Ráðast á þá? Borga óvinum þeirra í vopnum og fé til að ráðast á þá og nauðga konum þeirra og jafnvel börnum? Það hefur jú gerst áður - af hverju ekki aftur?

Eða á að borga Talíbönum til að hleypa öðrum inn í Kabúl? Eða fyrir að berja á einhverjum öðrum ættbálkum? Það hefur jú gerst áður - af hverju ekki aftur?

Fréttir vestrænna fjölmiðla frá Miðausturlöndum eru sjaldan þar sem þær eru séðar. Nú er örugglega verið að moka undir nýja bylgju vestrænna sprengjuárása á ímyndaða fjendur Vesturlanda í Afganistan. Biden vantar eitthvað gott "show", rétt eins og G.W. Bush og Obama og jafnvel Trump fyrir hans forsetatíð. Og hershöfðingjarnir þrýsta á í gegnum málpípur sínar.


mbl.is Stúlkum bannað að syngja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Auðvitað er bra´ðnauðsynlegt að skifta sér af öllu sem Afganir gera, og helst sóa öllum peningunum í það.  Það er hefð fyrir því.

Það er ekki eins og við höfum í einhver horn að líta hér nær okkur.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.3.2021 kl. 19:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Afganistan er bara toppurinn á ísjakanum. Ég er í losti við lestur bóka Scott Horton (Fools Errand og Enough). 

Vissir þú að markmið Osama bin Laden var að draga Bandaríkin inn í endalaust stríð í Miðausturlöndum þar til sjóðir Bandaríkjanna væru tæmdir? Talíbanar voru hins vegar bara ánægðir með að halda sínu og kærðu sig alls ekki um slíkt. 

Geir Ágústsson, 15.3.2021 kl. 08:05

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vel athugað Geir, en ég nokkuð er viss um að Osama Bin Laden var ekki svo vitlaus að hald að hann gæti tæmt Dollarasjóði í USA.  það er mistúlkun á markmiðum hans. En markmiðið var vissulega að halda þeim við efnið og notfæra sér ástandið. 

Guðmundur Jónsson, 15.3.2021 kl. 12:46

4 Smámynd: Geir Ágústsson

"We are continuing this policy in bleeding America to the point of bankruptcy. Allah willing, and nothing is too great for Allah," bin Laden said in the transcript.

https://edition.cnn.com/2004/WORLD/meast/11/01/binladen.tape/

Geir Ágústsson, 15.3.2021 kl. 14:23

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hann er ekki að tala um dollara heldur pólitískt bakland eða orðspor.

Merking orðsins Bankruptcy er  Broken / ruined  í þessari setningu   2 A í tenglinum. 

https://www.merriam-webster.com/dictionary/bankrupt

Guðmundur Jónsson, 15.3.2021 kl. 19:36

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann sagði árið 1998 eða 1999 í viðtali (er ekki með bók Scott Hortons hjá mér núna til að staðfesta) að planið væri að draga USA inn í annað Víetnam, eða draga USA inn í ástandið sem USSR lenti í þegar þeir reyndu að taka Afganistan: Blæða til gjaldþrots. Eða blæða nægjanlega til að skola erlendu liði út aftur.

Auðvitað geta USA prentað dollara út í eitt þar til gjaldmiðillinn hrynur - hann sá kannski ekki það langt. Sá kannski frekar sjóði sem tæmast frekar en peningaprentvél sem stöðvast. En Víetnam-stríðið og innrás USSR í Afganistan var planið, og það tókst. Bush féll fyrir því. Og síðan eru liðin mörg ár, og nú er verið að peppa Biden upp í að taka upp þráðinn frá Obama (Trump var víst ekki nógu nothæfur og hlustaði ekki nógu ákaft á hershöfðingjana sem vantaði verkefni).

Geir Ágústsson, 15.3.2021 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband