Angi af stærri áætlunum

Nú þegar Danir eru orðnir hundleiðir á að horfa á vindmyllur í kringum sig og vilja ýta þeim út í sjó eru Íslendingar rétt að byrja á sömu vegferð. Gott og vel. Það er engin spurning að vindmyllur eru orðnar hagkvæmari kostur en áður fyrr og að vindurinn er víða stöðugur og heppilegur til raforkuframleiðslu. Rafmagnið má svo nota til að rafgreina vetni og vetnið má svo binda við ýmislegt annað og búa til metan, ammoníak eða hvað það nú heitir, með mismiklu tapi á hinni upprunalegu raforku.

En hver er hvatinn? Jú, að losna við jarðefnaeldsneyti hvers bruni losar koltvísýring í andrúmsloftið, og sumir telja að það geti haft marktæk áhrif á loftslag Jarðar. En ekki allir.

En Vestur-Evrópa og kannski hlutar Bandaríkjanna og Kanada eru einir á þessari vegferð. Heimurinn er ekki á leið úr jarðefnaeldsneyti í aðra orkugjafa. Stórir hlutar heimsins eru að reyna komast úr því að hafa enga orku og í að hafa aðgang að einhverri orku. Stór svæði í Afríku og Asíu eru án tengingar við rafmagn. Það er skelfilegt ástand. 

Aðrir eru svo að reyna komast úr skítugri orku í hreinni orku. Frumstæðar brennsluaðferðir á kolum losa mikið magn af sóti í andrúmsloftið og það er heilsuspillandi. Kínverjar færa kolabrunann í eyðimerkurnar í vesturhluta landsins. Gas kemur í stað kola, en gas brennur mun hreinni bruna. Stundum er hægt að virkja vatnsföll. 

Heimurinn er ekki að reyna losna við jarðefnaeldsneytið og Evrópubúar vita það vel.

Liggur eitthvað annað að baki? Kannski. Sumum er illa við að stórfé sé sent til stríðsátakasvæða Miðausturlanda í formi olíupeninga. Sé hægt að flýta fyrir notkun annarra orkugjafa er sjálfsagt talinn ávinningur í því, enda er þá orkuuppsprettan komin í eigin bakgarð ef svo má segja.

Hvaå um það. Ég fylgist með þessu öllu saman og vona að Íslendingar veðji á réttan hest. 


mbl.is Skoða hundraða milljarða orkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég held að Bragi efnafræðiprófessor hafi fyrst viðrað þessar hugmyndir um svona ventnisgarða og hans hugmynd var að nota ventið aðalega til að knýja flotann. Ef ég man rétt þá reiknaðist honum líka til að hitamyndunin við þjöppun vetnis í fljótandi form mætti nota til að hita upp heilt heilt þorp. Það kostar að setja upp vetnisverksmiðju svo skipin (vestmanneyjarferjan og fl) hafa frekar kosið að vera með rafgeyma og svona tvinnbílakerfi. Einnig hefur maður lítið heyrt undanfarið af vetnis/metanvæðingu bílaflotans en vissulega er talsvert metan að koma úr sorphaugum í Álfsnesi og gæði þess var mjög gott þegar ég mældi það á sínum tíma á vegum Iðtæknistofnunar.

Grímur Kjartansson, 11.3.2021 kl. 11:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Baráttan er alltaf við gríðarlegan orkuþéttleika jarðefnaeldsneytisins, og þess hvað er auðvelt að geyma það þar til þörfin knýr á.

Hvers kyns endurnýjanleg orka krefst landflæmis. Nógu mikið hefur verið kvartað yfir uppistöðulónum vatnsfallsvirkjananna. Og hvað gerist þegar fyrsti haförninn er sendur vængbrotinn eða hauslaus til jarðar vegna árekstrar við vindmyllu?

En þegar þörfin er á orkunni þá þarf að leita leiða til að virkja hana á arðbæran hátt.

Eða hvenær ramba menn á lausn samrunaorkunnar?

Geir Ágústsson, 11.3.2021 kl. 14:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En jeminn eini hvað þessi olía ætlar að flækjast fyrir fólki.

Margir spá nú "peak demand" frekar en "peak supply", út af COVID-19 sjáðu til. Lítil eftirspurn = lágt verð = lítil fjárfesting í að sækja meira.

En hvað gerist? Verð á olíu hækkar og fullt af fjárfestingum fara af stað! Framboð og eftirspurn að rjúka upp þegar menn sjá að veira er að sökkva og trúa því að bóluefnin stuðli að því. Jafnvel vegna ríkja sem hafa ekki bólusett neitt, eins og Indlandi.

"Peak demand" fer kannski í sögubækurnar með "hlýnun loftslags af mannavöldum", en kannski of seint til að forðast óafturkræfum skaða á samfélag manna. 

Geir Ágústsson, 11.3.2021 kl. 20:00

4 Smámynd: Lárus Baldursson

Gufutúrbinur gætu komið sterkt inn fyrir fikiskipaflotann, í USA er hægt að fá surplus gufutúrbinur sem komu úr herskipum frá seinna striði, þetta eru vélar sem knúðu herskip á upp undir 30 hnúta hraða.

Lárus Baldursson, 12.3.2021 kl. 01:21

5 Smámynd: Lárus Baldursson

Gufutúrbinur gætu komið sterkt inn fyrir fiskiskipaflotann, í USA er hægt að fá surplus gufutúrbinur sem komu úr herskipum frá seinna striði, þetta eru vélar sem knúðu herskip á upp undir 30 hnúta hraða.

Lárus Baldursson, 12.3.2021 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband