Skrifstofan

Í frétt segir nú frá því að Seðlabanki Íslands sé að loka einstaklingsskrifstofunum og innrétta þess í stað opin vinnurými þar sem margir sitja saman. Með þessu er bankinn sagður vera að færast inn í nútímann.

En það er hann ekki.

Hið opna skrifstofurými er vel rannsakað. Það er talið truflandi og veldur jafnvel streitu. Til dæmis finnst mörgum óþægilegt að snúa bakinu í opið rými þar sem er ekki hægt að fylgjast með umhverfi sínu. Þetta er víst einhvers konar eðlislæg vörn gegn því óþekkta. 

Lætin í hinu opna rými eru líka vel þekkt.

Vissulega er auðvelt fyrir fólk að skiptast á upplýsingum og ræða saman um heima og geima og tryggja þannig að allir séu á sama báti eða búi yfir öllum nauðsynlegum upplýsingum, og vissulega er hið opna rými ódýrara en lokaðar skrifstofur (færri fermetrar á mann og allt það), en þar með eru kostirnir eiginlega tæmdir og ókostirnir ekki minni fyrir vikið.

Nýjasta tíska seinustu 20-30 árin er svo ekki hið opna skrifstofurými heldur það sem hefur verið kallað "activity based workspace" (ABW). Rýmið er þá innréttað á fjölbreyttan hátt þar sem hópavinna, einbeitingarvinna, hlé og vinnustofur fara fram í sérstökum og þar til gerðum rýmum. Sófar, tússtöflur, kaffivélar, hefðbundin skrifborð, básar og þess háttar, allt til staðar en mismunandi innréttað og sett saman eftir tegund rýmis.

Persónulega hef ég mikla þörf fyrir næði og að sitja út af fyrir mig. Þannig er einfaldlega vinnan mín. En aðrir eru oftar á fundum eða að lesa stóra bunka eða að elta uppi fólk til að afla upplýsinga eða einfaldlega í hópavinnu frá morgni til kvölds. Þá er næðið ekki eins mikilvægt.

Seðlabanki Íslands er ekki í takt við tímann, nema með "tíma" sé átt við fortíðína.


mbl.is Einkaskrifstofurnar víkja í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vandmálið er að þeir sem taka þessar ákvarðanir eru allan daginn á fundum.

Þeim finnst því að enginn þurfi neitt vinnurými og aldrei þurfi að ígrunda neinar ákvarðanir. Það er viðurkennd staðreynd að í dag þá lesa fæstir tölvupósta til enda og flestir einunigs fyrstu 2 línurnar.

Flestir í opnu rýmunum setja líka á sig heyrnartól til að loka sig af og þá er þessi "samhljómur" eða býflugnasuð sem gerir manni kleift að fylgjast án þess þó að vera hlusta á hvað er að gerast horfinn.

Grímur Kjartansson, 17.3.2021 kl. 10:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er nú það.

Sjálfur sat ég í starfshópi á mínum vinnustað þar sem þverskurður deilda átti að ræða sín á milli "skrifstofu framtíðarinnar", t.d. út frá þeirri forsendu að það sé viðbúið að fleiri vilji vinna að heiman þegar yfirvöld eru búin að fá nóg af veiru. Þá er kannski hægt að spara eitthvað í skrifstofuhúsnæði, sem er sjálfsagt, en líka að hanna fleiri gerðir af rýmum fyrir mismunandi tegundir vinnu. Sjálfur barðist ég fyrir að halda skrifborðinu mínu (og annarra) en pressan verður á að minnka þau og fækka hlutum sem fylgja manni, t.d. pappírsbunkarnir mínir.

En gefið að einkaskrifstofurnar séu svo gott á útleið þá eru smærri opin rými kannski góður millivegur, 4-8 manna skrifstofur. 

Geir Ágústsson, 17.3.2021 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband