Næsta bréf fer til Brúnei

Nú­ver­andi páfi hef­ur alltaf slegið mig sem góður og hjarta­hlýr maður og hann þarf hvatn­ingu okk­ar og stuðning til góðra verka. Gleym­um því aldrei að rödd okk­ar allra skipt­ir máli. Gef­umst aldrei upp fyr­ir for­dóm­um og þekk­ing­ar­leysi,“ skrif­ar Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son­, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, vegna bréfs sem hann sendi til Franc­is páfa því páfi vill ekki blessa hjónabönd samkynhneigðra.

Væntanlega mun umhverfis- og auðlindaráðherra líka skrifa bréf til allra trúarleiðtoga múslíma, en þeir eru almennt ekki bara að neita samkynhneigðum hjónum um blessun sína heldur oft að boða dauðadóm yfir samkynhneigðum. 

Umhverfis- og auðlindaráðherra virðist hafa misst álit sitt á Francis páfa, sem þó hefur talað hátt og mikið um raunir fátækra og annarra og meðal annars sagt að hann dæmi ekki fólk vegna samkynhneigðar ef það er gott og leitar til Guðs. En hann vill ekki blessa hjónabönd þeirra og þar með dregið í efa að hann sé góður og hjartahlýr. Að hann sé fordómafullur og þjáist af þekkingarleysi. En hvað segir Biblían, sem páfinn tekur kannski aðeins bókstaflegar en annað fólk? Jú, til dæmis þetta (héðan):

Or do you not know that wrongdoers will not inherit the kingdom of God? Do not be deceived: Neither the sexually immoral nor idolaters nor adulterers nor men who have sex with men nor thieves nor the greedy nor drunkards nor slanderers nor swindlers will inherit the kingdom of God.

Páfinn segist samt ekki dæma samkynhneigða vegna kynhneigðar þeirra, bara að hann vilji ekki - jafnvel geti ekki - blessað hjónabönd þeirra.

Næsta bréf umhverfis- og auðlindaráðherra fer vonandi til soldánsins af Brúnei.


mbl.is Guðmundur Ingi skorar á páfann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband