Öllu má nú nafn gefa - og peninga!

Nú veit ég ekki hvort þessi vitleysa um (ríkisstyrkt) "ár kartöflunnar" var bara auðveld leið til að beina athygli frjálshyggjumanna frá útþenslu ríkisins á öðrum sviðum eða hvað, en hvað er málið! Hvar liggja mörkin hjá ríkisbeljunni þegar kartaflan (íslenska) er núna komin í spena? Hvað næst? Ár lopapeysunnar? Ár hins íslenska bankamanns?

Ríkisvaldið hefur e.t.v. ekki alveg látið framhjá sér fara að það hefur tvöfaldað innheimtu sína (í verðbólguleiðréttum krónum talið) úr vösum íslenskra skattgreiðenda á seinasta áratug eða svo, en svo mætti samt halda.

Ég lýsi hér með eftir ári skattgreiðandans, þar sem allir skattar af launum verða lagðir niður í eitt ár (án þess að aðrir skattar hækki). Sjáum svo hvernig gengur að koma á sköttunum aftur. Sennilega yrði það ekki léttara en að koma kartöflubændum af ríkisspenanum þegar ár kartöflunnar er liðið og þar með uppskriftabóka með kartöfluréttum.


mbl.is Kartöflunni kippt inn í 21. öldina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Gott innlegg. Ég lýsi kannski líka í leiðinni eftir hvort til er frjálshyggjumaður hér á landi sem ekki þiggur laun frá ríkinu.

Hagbarður, 26.3.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Laun eða einhvers konar bætur (barnabætur, vaxtabætur, osfrv)? Sennilega hafa fæstir efni á því að borga skatta og einnig fullt verð fyrir allt sem skattar niðurgreiða "fyrir" fólk. Þar á meðal lambakjöt. 

Ætli þeir séu til vinstrimennirnir á Íslandi sem halda sig fjarri einkareknum matvöruverslunum?

Geir Ágústsson, 27.3.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband