Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Almenningur vill ríkisstjórnarbreytingu
Það er auðvelt fyrir ráðherra að predika úr fílabeinsturni sínum um ágæti áhættufjárfestinga í óútreiknanlegri framtíð með því að benda á það sem vel hefur gengið. Það er líka auðvelt fyrir ráðherra að biðja fjárfesta um að temja sér "biðlund" á meðan þeir horfa á fé sitt tapast niður í skolpið á sama tíma og ríkisstjórnin murkar lífið úr hagkerfinu með skattahækkunum og opinberri skuldsetningu.
Ef Katrín Júlíusdóttir vill að hagkerfið taki við sér á ný þá á hún að segja við félaga sína á ríkisstjórnarfundum að draga saman segl hins opinbera og hætta að etja ríkinu í samkeppni við markaðsaðila um lánsfé á uppþornuðum lánsfjármarkaði.
Skuldafjármögnuð ríkisútgjöld komu ekki Bandaríkjunum úr Kreppunni miklu (1929-...) eins og svo margir halda. Þau framlengdu hana. Ríkisstjórnin er að gera eitthvað svipað á Íslandi. Hún er að framlengja og dýpka niðursveifluna sem að öllum jafnaði hefði sennilega verið búin að jafna sig, ef frjálsum markaði hefði verið sleppt laus taumurinn til að taka til á sínum tíma.
Iðnaðarráðherra vill sjá hugarfarsbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. mars 2010
Horft í gegnum nálarauga
Hún er þröng sú heimsmynd sem hagsmunafélög ákveðinna hópa hafa að leiðarljósi í ályktanaskrifum sínum. Skrifað er út frá þröngum hagsmunum meðlimanna, og öllu öðru sópað til hliðar.
Ágætt dæmi sést hér í ályktun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars (og hafa skal í huga við lestur að það eru skattgreiðendur sem borga brúsann):
... unnið verði í nánu samráði við starfsmenn og stéttarfélög að finna aðrar leiðir en launaskerðingu og uppsagnir til að hagræða í rekstri.
Eins og hverjar? Núna þurfa allir að skera niður, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Nema hið opinbera ætli sér að vera eini vaxandi útgjaldaliður einstaklinga og fyrirtækja, þá þarf það að skera niður. Laun eru einn af stóru útgjaldaliðum hins opinbera. Því þarf að skera niður þar.
Margar stofnanir eru undirmannaðar vegna niðurskurðar um leið hafa verkefni aukist og víða gengið á kjör starfsmanna.
Hið sama er hægt að segja um nánast öll fyrirtæki landsins. Í hverju fellst þessi "undirmönnun"? Hverjir aðrir en ósvífnir opinberir starfsmenn leyfa sér að skjóta svona á atvinnurekanda sinn á opinberum vettvangi? Miklu nær væri að einkavæða þessar undirmönnuðu stofnanir, eða a.m.k. bjóða út rekstur þeirra, og sjá hvort ekki takist bæði að skera niður og sinna umsömdum verkefnum, án þess að starfsmenn séu kvartandi í fjölmiðla yfir kjörum sínum - nokkuð sem nánast öllum öðrum en meðlimum BSRB dytti ekki í hug að gera.
... en þar er því beint til stjórnar félagsins og stjórnar BSRB að þær beiti sér fyrir því að skoðað sé í fullri alvöru að afnema verðtryggingu.
Þetta er frumleg tillaga hjá stéttarfélagi því gjarnan eru þær launahækkanir sem stéttarfélögum tekst að "semja um" byggðar á nákvæmlega því að verðtryggja kaupmátt meðlima sinna hið minnsta! Hver ætli samningsgrundvöllur BSRB yrði í fjarveru "verðtryggingar"?
Einu sinni sem oftar vil ég vitna í hinn snjalla Henry Hazlitt sem sagði um "atvinnusköpun" hins opinbera svo frægt varð á sínum tíma (feitletrun mín):
Therefore, for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else. We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $10 million taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversion of jobs because of the project. More bridge builders; fewer automobile workers, television technicians, clothing workers, farmers.
Meðlimir BSRB - er Henry Hazlitt til á ykkar bókasafni?
Segja stofnanir borgarinnar undirmannaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. mars 2010
'Public Works Mean Taxes'
Miðstjórn Samiðnar ályktar í hefðbundnum stíl verkalýðshreyfingar og kallar eftir "aðgerðum" stjórnvalda, án þess að fara nánar út í þá sauma. Við hvað er átt? Lækkun skatta sem leyfa þeim sem afla fjárins að ákveða í hvað er eytt og hvar sé fjárfest? Varla. Miklu líklegra er að Samiðn sé að auglýsa eftir stórkostlegum ríkisútgjöldum, í alls kyns framkvæmdir, sem vitaskuld krefjast vinnuafls úr röðum Samiðnar-fólks.
Með þá sýn að leiðarljósi, þá er ákaflega mikið við hæfi að vitna í orð gamals meistara hagfræðinnar, Henry Hazlitt, sem skrifaði á sínum tíma:
There is no more persistent and influential faith in the world today than the faith in government spending. Everywhere government spending is presented as a panacea for all our economic ills. Is private industry partially stagnant? We can fix it all by government spending. Is there unemployment? That is obviously due to insufficient private purchasing power. The remedy is just as obvious. All that is necessary is for the government to spend enough to make up the deficiency.
Hverjar eru svo afleiðingar hinna miklu og "mannaflsfreku" framkvæmda, sem skattgreiðendur bera kostnaðinn af?
Here I am afraid that we shall have to be dogmatic, and point out that such pleasant dreams in the past have always been shattered by national insolvency or a runaway inflation. Here we shall have to say simply that all government expenditures must eventually be paid out of the proceeds of taxation; that inflation itself is merely a form, and a particularly vicious form, of taxation.
Í stuttu máli: Fagurgalar stjórnmálamanna um björgunaraðgerðir á kostnað skattgreiðenda eru lítið meira en það - fagurgalar. Enginn varanlegur efnahagsbati næst með auknum útgjöldum hin opinbera, hvorki þeirra sem ríkisvaldið tók lán fyrir, né þeim sem ríkisvaldið prentaði peningaseðla til að fjármagna.
Stöðnun blasir hvarvetna við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. mars 2010
Bann á gjaldeyrisviðskiptum er brjálæði
Íslendingar eru fljótir að gleyma. Þeir hafa gleymt því hvernig var á haftaárunum á Íslandi, þegar erlendur gjaldeyri var svartamarkaðsvara rétt eins og fíkniefni eru í dag, og þar sem venjulegt fólk fann sig knúið til að brjóta lög og eiga viðskipti við lögbrjóta til að komast til útlanda eða hafa efni á ýmsum varning frá útlöndum.
Nú lítur út fyrir að þessir tímar séu að snúa aftur. Sögusagnir um "smygl á gjaldeyri" heyrast. Vanvirðing fyrir ákaflega fjarstæðukenndri og óréttmætri löggjöf er mikil. Slíkt getur gert margan heiðvirðan borgarann að lögbrjóti.
Krónunni hefur ekki verið leyft að falla eins og hún ætti að hafa fengið að gera fyrir löngu. Þar með getur hún ekki styrkt sig á réttum forsendum, og því er henni haldið í herkví yfirvalda þar sem hún smátt og smátt tyggur í sig gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands.
Næstu skref stjórnvalda verða að setja á innflutningshömlur og kveða á um hámarks- og lágmarksverð á ýmsum varningi. Það er sögulega hin vel þekkta og fyrirsjáanlega leið til ánauðar.
Hæstiréttur ætti að vísa öllu þessu gjaldeyrismáli á bug og vísa í stjórnarskrárákvæði um eignarréttinn. Það væri fínn kinnhestur á stjórnmálamenn sem halda að þeir geta haldið aftur af markaðsöflunum án dýrkeyptra afleiðinga.
Fá ekki að leggja hald á fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Til hvers að hafa lög þá?
John McFall málar hér "málstað" Breta rósrauðum litum, og laumar inn hótun eða tveimur. Í stuttu máli er hann að segja að af því Bretar tóku pólitíska ákvörðun um að greiða innistæður Breta með fé skattgreiðenda, þá eigi Íslendingar að borga reikninginn, sama hvað lögum um tryggingar innistæða líður.
John McFall, formaður fjárlaganefnda breska þingsins segir að Íslendingar verði að ákveða hvort þeir vilji vera hluti af alþjóðlegu samstarfi
Lesist: Bretar munu standa í vegi fyrir aðild Íslands að ESB nema íslenskir skattgreiðendur borgi. Eitthvað sem út af fyrir sig er ekki slæmt (ég er andsnúinn slíkri aðild), en finnst aðferðafræði Breta engu að síður vera ógeðfelld.
Hann telur að það verði að ná fram lausn í Icesavedeilunni að öðrum kosti verði afleiðingarnar afar miklar fyrir Evrópu.
Lesist: Innistæðutryggingakerfi ESB er gjaldþrota og því mikilvægt að skattgreiðendum blæði ofan í það svo almenningur komist ekki að því og leggi spilaborgina sem pappírspeningakerfi hins opinbera er í rúst. Hættan er sú að markaðurinn krefjist þá þess að ríkið hætti að einoka peningaútgáfu (með tilheyrandi missi á spóni úr aski ríkisvaldsins) og krefjist öllu traustari peninga, t.d. þeirra sem hinn frjálsi markaður velur sér í fjarveru þvingana.
Eðlilega hafi bresk stjórnvöld tryggt innistæður þegna sinna.
Þetta var pólitísk ákvörðun Breta sem felur ekki í sér meinar skuldbindingar fyrir íslenska skattgreiðendur. Bretum þótti líka "eðlilegt" að veiða úr íslensku landgrunni óháð öllum alþjóðlegum sáttmálum og milliríkjasamningum. Á þeim tíma voru stjórnvöld á Íslandi með bein í nefinu.
McFall: Telur að lausn verði að nást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. mars 2010
Viltu 1000 milljarða skuld? Nei takk
Breti spyr Íslending: Má bjóða þér 1000 milljarða skuld, sem engin lög og engir samningar leggja á þínar herðar, en ég býð þér svo þú getir þóknast mér, og þá stend ég ekki í vegi fyrir því að þú komist inn í ESB?
Svar Íslendingsins ræðst væntanlega þann 6. mars.
Annars er athyglisvert að bera saman tvær tölur úr tveimur fréttum. Sú fyrri segir:
"19% segjast ætla að kjósa með lögunum..."
Sú seinni segir:
Fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað frá því í janúar og er það 23,2%.
Mjótt á munum, svo ekki sé meira sagt!
74% gegn Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. mars 2010
Hrós á peningamálastefnu USA og Bretlands
Eftirfarandi hrós á peningamálastefnu Bandaríkjanna og Bretlands eftir hrunið haustið 2008 er athyglisverð lesning:
1.15 As Monetary Authorities, we have been humbled and have
taken heart in the realization that some leading Central 9
Banks, including those in the USA and the UK, are now not
just talking of, but also actually implementing flexible and
pragmatic central bank support programmes where these are
deemed necessary in their National interests.
1.16 That is precisely the path that we began over 4 years ago
in pursuit of our own national interest and we have not
wavered on that critical path despite the untold
misunderstanding, vilification and demonization we have
endured from across the political divide.
1.17 Yet there are telling examples of the path we have taken from
key economies around the world. For instance, when the
USA economy was recently confronted by the devastating
effects of Hurricanes Katrina and Rita, as well as the Iraq
war, their Central Bank stepped in and injected life-boat
schemes in the form of billions of dollars that were printed
and pumped into the American economy.
Hver er að hrósa? Seðlabanki Zimbabwe! Hvað glímir Zimbabwe við og hefur gert undanfarin ár? Mörg þúsund prósent hækkun verðlags á öllu á ári, sem hefur breytt Zimbabwe úr sæmilega þróuðu hagkerfi og yfir í vöruskiptasamfélag.
Fréttamenn reyna nú af öllum mætti að sannfæra okkur um að Obama í USA og Brown í Bretlandi séu hægt og bítandi að koma hagkerfum landa sinn úr kreppu með því að prenta peninga í stórum stíl. Það sé "stimulus" sem nú þegar "mælist" í auknum hagvexti.
Bull og vitleysa. USA og Bretland eru að fylgja stefnu sem leiddi Zimbabwe til glötunar.