Slæmt fyrir hagkerfi USA

Hvað vantar í eftirfarandi frásögn?

Óvænt söluaukning hjá bandarískum smásöluaðilum í febrúar hefur aukið á bjartsýni þar í landi um að efnahagur þar sé á réttri leið ...

Í hana vantar til dæmis eftirfarandi upplýsingar:

  • Neytendur í Bandaríkjunum eru að eyða lánuðu fé - halli á rekstri ríkisins í febrúar-mánuði var til dæmis sá stærsti nokkurn tímann.
  • Störf eru ennþá að gufa upp í Bandaríkjunum í stórum stíl. Ekki er því hægt að útskýra neysluaukningu með tekjuaukningu.
  • Bandaríkjamenn og ríkisvald þeirra sitja ofan á gríðarmiklum skuldum sem engar líkur eru á að verði greiddar niður, og sérstaklega ekki ef því er ýtt að Bandaríkjamönnum að halda áfram að eyða frekar en að spara og greiða niður skuldir.
  • Þær hagstærðir sem mæla velmegun með neyslu voru þær sem voru í hvað hæstum hæðum daginn fyrir hrunið. Þær eru marklausar þegar kemur að því að meta heilsu hagkerfis, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

En ekki virðast lexíurnar eftir hrunið hafa orðið margar hjá blaðamönnum og eftirlætisálitsgjöfum þeirra. Áfram er einblítt á neyslu og eyðslu. Á Íslandi ætlar ríkisvaldið sér að skuldsetja Ísland út úr kreppunni, rétt eins og í Bandaríkjunum. Þetta er rangt meðal og vont, og nákvæmlega það sem grefur hagkerfi í holu í stað þess að reisa þau við.

Keynes er dauður. Hvernig væri nú að jarða kenningar hans líka?


mbl.is Óvænt aukning í smásölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband