Tekjumörk? Villandi hugtak

Þau tekjumörk miða við 60 prósent af miðgildi tekna í landinu og námu árið 2009 rúmum 160 þúsundum fyrir einstakling.

Það er vissulega ekki gott að vita til þess að á Íslandi finnist fátækt. Fátækt sem felur í sér matarskort, léleg klæði og ókynt húsnæði. Fátækt sem heldur fólki frá gæðum lífsins.

Sé slík fátækt útbreidd á Íslandi þá er hún samt ekki að sjást í tölunni "31 þúsund manns" sem lifa undir svokölluðum "tekjumörkum" á Íslandi. Til þess að sjá raunverulega fátækt á Íslandi þarf að líta á aðra mælikvarða. Hugtakið "tekjumörk" er ónothæft. Hvers vegna? Jú því það segir ekkert til um fátækt en allt til um það hvað ákveðinn hluti þjóðarinnar hefur í tekjur miðað við einhvern annan hóp.

Smá hugsanatilraun: Segjum sem svo að til Íslands flyttist fyrirtæki sem borgaði öllu háskólamenntuðu fólki 50% meira í laun en önnur fyrirtæki á landinu. Segjum sem svo að þetta fyrirtæki næði að ráða til sín megnið af háskólamenntuðu fólki á landinu, og borga því hin nýju og himinháu laun. 

Hvað gerist þá fyrir mælikvarðann "tekjumörk"? Jú, samkvæmt honum þá snarfjölgar í þeim hópi sem "lifir undir tekjumörkum", því ætla mætti að miðgildi launatekna væri nú hærra en áður.

Með öðrum orðum: Af því einhverjir hækka í tekjum, á meðan aðrir standa í stað, þá gómar skilgreining "tekjumarka"  mun fleiri einstaklinga en áður, og fjölmiðlamenn fá nóg til að skrifa fyrirsagnir um!

Tökum aðra tilraun: Íslendingar, allir sem einn, flytjast til einhverrar kantónunnar í Sviss. Þeir halda launum sínum og jafnvel kaupmætti. En skyndilega eru Íslendingar "undir tekjumörkum" ekki 31 þúsund talsins, heldur 300 þúsund! Af hverju? Jú af því miðgildi tekna 30 milljóna Svisslendinga er mun ofar en áður. 

Nei, ónei. Svona á ekki að tala um þá sem minnst hafa á milli handanna. Það er hreinlega móðgandi fyrir þá sem hafa raunverulega lítið á milli handanna og geta kallast fátækir í raun og veru.


mbl.is Tíu prósent undir tekjumörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

af hverju eru ráðherrar ekki á örorkubótum first  þær eru svona háar

gisli (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband