Kommúnistinn í Seðlabanka Íslands

Það komi á óvart að sjá verðbólgu aukast svona snemma í endurreisnarferlinu en hugsanlega hafi íslenskt stjórnvöld ofmetið umfang samdráttarins. 

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er vægast sagt ringlaður. Hann skilur ekkert hvað er í gangi í hinu íslenska hagkerfi. Sennilega er það þjálfun hans í hagfræðingabúðum einhvers háskólans að kenna. Og sennilega rugla pólitískar skoðanir hans hann í ríminu, en Már Guðmundsson seðlabankastjóri er kommúnisti og hefur oftrú á miðstjórn ríkisins á öllu. 

Það kemur Már á óvart að verðlagi fari hækkandi "svona snemma" í endurreisnarferlinu. Við hverju bjóst hann? Íslenska krónan var stórkostlega ofmetin miðað við flesta aðra gjaldmiðla og tók dýfu. Innflutningur ætti því eðlilega að hækka í verði mældu í íslenskum krónum. Ef stjórnvöld hefðu ekki bundið krónuna inn í gjaldeyrishöft hefði krónan tekið út sína dýfu mun skarpar og farið upp úr henni mun fyrr. Í stað þess konar leiðréttingar fengu Íslendingar gjaldeyrishöft, svo leiðrétting krónunnar hefur ekki ennþá átt sér stað að fullu.

Það verður athyglisvert að sjá stjórnmálamenn rökstyðja áframhaldandi gjaldeyrishöft þegar seðlabankastjóri hefur tilkynnt umheiminum að "við glímum ekki lengur við gjaldeyrisskort". En á móti kemur að það ætti vonandi að vera runnið upp fyrir flestum að gjaldeyrishöftin eru ekki hagstjórnartæki, heldur pólitískt vopn til að kvelja íslenskan almenning inn í ESB og evruna.


mbl.is Ísland snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessi setning hérna er allt sem segja þarf varðandi þá strútshegðun sem er í gangi:

 „Þegar og ef við hækkum vexti verður um að ræða hækkun á nafnvöxtum en raunvextir hafa lækkað," segir hann. Raunvextir hafi verið 1,5% í febrúar, 0,5% í júní og séu nú 0.  

Sama ruglið og kom okkur í þessa stöðu, þessi frasi: "Það verður alltaf vaxtamunur á milli Íslands og annara þjóða" er uppgjöf, ekkert annað.

kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.7.2011 kl. 15:25

2 Smámynd: Landfari

Það kann ekki góðri lukku að stýra að ráða Seðlabankastjóra eftir pólitískum línum. Breytir engu hvort viðkomandi heitir Már eða Davíð.

Landfari, 10.7.2011 kl. 22:14

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Landfari,

Í tíð Davíðs voru seðlabankastjórarnir þrír. Núna liggja allir þræðir til eins manns. 

Svo virðist stundum þurfa taka fram að stofnunum í eigu ríkisins er gjarnan stjórnað af mönnum sem ríkið tilnefnir. Ef menn vilja losna við svoleiðis, þá eiga menn að boða einkavæðingu þessara stofnana. 

Geir Ágústsson, 11.7.2011 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband