Velferðarríki andskotans

Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu. Greinin ber hið geðþekka heiti „Velferðarríki andskotans”. Þar segi ég meðal annars:

Íslendingar hafa nú vonandi lært sína lexíu og greiða vonandi aldrei aftur fyrir aðgengi vinstriflokkanna að ríkisstjórn. Flokkar jafnaðarmanna og sósíalista í Skandinavíu hafa fyrir löngu hafnað þeirri ofurtrú á ríkið sem var við lýði fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Íslenskir „skoðanabræður” þeirra stefna í þveröfuga átt. Þeir vilja skattpína almenning í drep, en láta hjá líða að veita almenningi þjónustu í staðinn. Þetta þjóðskipulag er réttnefnt velferðarríki andskotans.

Greinina er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins (ef menn eru áskrifendur að vefútgáfu Morgunblaðsins, en einnig á bloggsíðu Frjálshyggjufélagsins.

Njótið vel!

Ég vil einnig taka fram að þótt ég sé enginn sérstakur aðdáandi Sjálfstæðisflokksins hin seinustu ár, þá fullyrði ég að engin ríkisstjórn geti verið verri en sú sem núna situr (þ.e. ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri-grænna). Engin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var frábær lestur, Geir, þessi grein þín í Morgunblaðinu.

Ég bjóst reyndar við einu enn sem meginefni í henni.

Allir kannast við hugtakið "sósíalismi andskotans" -- um þann pilsfaldakapítalisma, sem misbeitir ríkisvaldinu í sína þágu.

Hugtak þitt, "velferðarríki andskotans", kallast á við fyrra hugtakið.

En það, sem mér fannst vanta í grein þína -- og getur vel komið sem framhaldsefni í annarri grein frá þér -- var það, hvernig vinstri ráðherrarnir hafa misbeitt valdi sínu til að hlaða fyrst og fremst undir sérvalin fallít fyrirtæki, gefa þeim skuldirnar eftir eða láta Landsbankann endursemja þær með þægilegum kjörum, á meðan hart er gengið fram gegn almenningi, íbúðaeigendum o.s.frv. og þeim ætlað að borga allt upp í rjáfur og lengra: upp í 110% og kallað sérstök gæði hjá "velferðarstjórninni"!

Já, þetta er "velferðarríki andskotans", svo sannarlega, að misbeita þannig valdinu í þágu gamalla útrásarvíkinga, en ekki alþýðu landsins.

Blessi þig.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 11:53

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Sá þessa fínu grein þegar ég fletti Mogganum og las hana með morgunkaffinu.

Mitt komment í einu orði: Sammála.

Haraldur Hansson, 14.7.2011 kl. 12:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Valur,

Er ennþá til sá maður á Íslandi sem trúir því í einlægni að SJS sé heiðarlegur maður og trúr sannfæringu sinni? 

Ég er að vona að einhver sé að halda utan um allar hans embættisfærslur og fái á einhverjum tímapunkti leyfi til að fara í gegnum skjöl (eða tómar möppur þar sem ættu að vera skjöl) og stilla SJS upp í dagsljósið sem spillta kommúnistann sem hann er.

Haraldur,

Takk!

Geir Ágústsson, 20.7.2011 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband