Lausn: Afnema ríkisábyrgðir

Ein ágæt lausn á vandamálum skuldsetningar er að afnema með öllu ríkisábyrgð á skuldum. Ríkisábyrgð gefur oftar en ekki tilefni til góðs "lánstrausts" og þeir sem njóta góðs lánstrausts eiga auðvelt með að safna skuldum. Þetta átti t.d. við um hina íslensku banka.

Samhliða afnámi ríkisábyrgða á að koma peningaframleiðslu úr höndum ríkisvaldsins, hvar sem það er að finna. Frjáls peningaútgáfa án ríkisábyrgðar og skattheimtuvalds er miklu hófsamari og traustari en sú ríkisrekna. Fólk sem er neytt til að taka við vondum peningum ríkisins er dæmt til að búa við rýrnandi kaupmátt sparnaðar síns og getur ekki flúið í betri mynt með viðskipti sín. Fólk sem býr við frjálsa peninga getur veitt útgefendum peninga sama markaðsaðhald og t.d. grænmetissalanum sem selur myglað kál. 

Sósíalistar vilja auðvitað meina að lækning á meinum ríkisafskipta sé aukning á ríkisafskiptum. En sú leið er þrautreynd. Þeir sem neita að sætta sig við hrun hins blandaða hagkerfis eiga bara í vændum enn frekari vonbrigði. 


mbl.is Vilja sérstaka stofnun evru-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Vandamálið hér, líkt og nánast alls staðar annars staðar, er að ríkið er að skipta sér að hlutum sem það á ekki að koma nálægt og hefur ekki efni á að skipta sér að. Við höfum t.d. ekkert með það að gera að senda Össur til Gaza enda skilur hann ekki vandann þar frekar en Ingibjörg eða aðrir vinstri sinnar. Hvað kostaði sú ferð marga hundrað þúsund kalla?

Ég man eftir frétt frá því í ca. janúar á þessu ári þar sem fram kom að meira hefði verið skorið niður í velferðarkerfinu en stjórnsýslunni. Það fé sem fer í ESB viðræðurnar hefði miklu frekar átt að setja í LSH. Maður vill geta slasast án þess að hafa áhyggjur af örþreyttum læknum.

Einnig þarf að fækka verulega ríkisstarfsmönnum og þá aðallega í stjórnsýslunni. Ég held ég hafi heyrt árið 2009 að launakostnaður ríkisins á ári hafi verið 120 milljarðar. Sú tala getur ekki hafa lækkað. Fullt af embættum eru algerlega geld og skila engu, umboðsmaður alþingis er gott dæmi.

Fjölmörg dæmi mætti nefna. Enginn veitir því eftirtekt að við erum með u.þ.b. fimm sinnum fleiri þingmenn per íbúa en Norðurlandaþjóðirnar. Af hverju er ekki nóg að vera með t.d. 23 þingmenn? Þetta myndi spara um 300 milljónir á ári myndi ég giska á. Einnig starfar núna heill herskari manna við Alþingi en fyrir ekki svo löngu síðan var þetta ekki svona, fækka þarf verulega hinum ýmsu embættismönnum. Við höfum ekkert við fjöldann allan af sendiherrum að gera (sem eru hér heima), við getum ekki látið eins og stórveldi.

Ríkið hefur tilhneigingu til að vinda upp á sig hægt og rólega eins og gerðist hér á árunum 1999-2007 þegar ríkið stækkaði um þriðjung á föstu verðlagi.

Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:21

2 identicon

Það er alveg með ólíkindum hvað fólk er tregt með að sjá þetta. Margir stjórnmálamenn vilja ekki sjá þetta því þeim líður svo vel í dúnsæng ríkisafskipta.

Björn (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ríkið hefur tilhneigingu til að vinda upp á sig hratt og mikið. Það er ekki nóg að tala um sparnaðartillögur, frjálshyggjumenn eiga að taka róttækari skref og rökstyðja frábærar afleiðingar þess að leggja niður heilu stofnanir og deildir hins opinbera. Til dæmis:

  • Samkeppniseftirlitið ásamt öllum lögum og reglum því tengdu
  • Allt sem heitir niðurgreiðsla í einhverja starfsgreinina, hvort sem er beinar niðurgreiðslur til landbúnaðar eða óbeinar sporslur til raforkufyrirtækja sem fá leyfi til að drekkja stórum landflæmum af landi áður en ríkið er búið að gera upp við þá landeigendur sem urðu fyrir þjóðnýtingu í nafni uppistöðulóns
  • Heilu ráðuneytin eru óþarfi (öll að mínu mati, en langflest ef breiðara umburðarlyndi til ríkisvaldsins en mitt er haft að leiðarljósi

Róttækt en rökrétt skref í viðsnúningi til frjálsara hagkerfis væri að ákveða að ríkið skattleggi tekjur í hagkerfinu um 10% að hámarki (engan undanþágur, en á móti enginn afsláttur gefinn af þessu), og skera svo niður þar til ríkisreksturinn kostar ekki meira en sem nemur þeim skatttekjum.

Það dugir einfaldlega ekki að leggja til sparnaðaraðgerðir hér og þar. Þær enda yfirleitt á að verða að aukningu í ríkisútgjöldum, því menn skera hóflega niður á einum stað, en bæta svo verulega í ríkisreksturinn á öðrum sviðum, svo útkoman verður stærra ríkisvald.

Á Íslandi er langtum meiri sósíalismi í gangi en á öllum hinum Norðurlöndunum, svo dæmi sé nefnt. Íslendingar ætla sér að verða kaþólskari en páfinn þegar kemur að "norrænni velferð" (helferð).

Geir Ágústsson, 22.7.2011 kl. 13:49

4 identicon

Sæll.

Já, því miður hafa margar ríkisstofnanir staðið sig með eindæmum illa og má þar nefna útlendingastofnun (sem reglulega er í fréttum vegna þess að stofnun tapaði dómsmáli eða klúðraði einhverju), lyfjastofnun og Matís sem ákveða núna hvað við megum borða og hvað ekki og svo er embætti umboðsmanns alþingis orðið hvorki fugl né fiskur. Það embætti fór þó vel af stað. Þurfum við Byggðastofnun? Þurfum við Umhverfisstofnun? Þurfum við Skipulagsstofnun? Mörg önnur dæmi má tína til. Var ekkert skipulag áður en Skipulagsstofnun varð til? Var ekkert hugað að umhverfinu fyrir daga Umhverfisstofnunar? Væri engin samkeppni ef við hefðum ekki Samkeppniseftirlitið?

Þegar menn eru að spá í skattprósentur er þar verið að byrja á öfugum enda. Fyrsta spurningin sem þarf að spyrja er hve stórt viljum við hafa ríkið? Hvaða verkefnum á það að sinna? Í dag er ljóst að ríkið, bæði hérlendis sem erlendis, er alltof stórt og ræður ekki við sín verkefni (mörg þeirra eru alls ekki í verkahring þess). Þurfum við að hafa tekjuskatt? Tekjuskattur var fyrst tekinn upp í USA 1914 svo dæmi sé tekið. Hann er ekki eitthvað náttúrulögmál enda tiltölulega nýlegt fyrirbæri.

Fullt af reglum hafa verið settar, sem einhver opinber stofnun á síðan að fylgjast með, sem hafa öfug áhrif en þau sem þær áttu að hafa. Allar þessar reglur sem giltu um bankana gögnuðust lítið. Í dag þarf að uppfylla alls konar skilyrði til að geta sett banka á laggirnar. Hvers vegna? Til að vernda neytendur? Ef erfitt er að stofna banka styrkir það bara stöðu þeirra sem fyrir eru á markaðnum og dregur úr samkeppni. Hjálpar það neytendum?

Ef leggja á niður samkeppniseftirlitið þarf alþingi að setja lög sem segja að fari markaðshlutdeild fyrirtækis yfir ca. 20-30% verði fyrirtækinu skipt upp. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju þingmenn hafa ekki lagt fram lagafrumvarp um þetta. Setja þarf skynsamlegar leikreglur og láta svo markaðinn um hlutina.

Vandinn er sá að ríkið er að skipta sér af alltof miklu og gerir það af ótrúlegri vanþekkingu. Alviturt ríki er að reyna í of miklu mæli að hafa vit fyrir einstaklingum og markaðinum. Menn verða að hafa einhverja hugmyndafræði sem virkar og sósíalisminn virkar ekki, sagan sýnir það glögglega.

Ég legg aftur til að þú farir á þing enda átt þú þangað margfalt meira erindi en flestir þar!

Helgi (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 15:41

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Ég þakka hugleiðingar þínar.

Ástæða þess að ég notaði 10% skatthlutfallið sem viðmið er að fyrir daga "hins lýðræðislega velferðarríkis" þótti 10% alveg nóg skattheimta til að sjá um landvarnir og reka lögreglu og dómstóla (nokkuð sem mér finnst ekki einu sinni að eigi að vera á könnu "ríkisvalds", en er engu að síður söguleg staðreynd: Ef einhver vill að ríkið standi í þessu, þá þarf að skattheimta, og þá ætti sagan að sýna að 10% er alveg nóg).

Geir Ágústsson, 23.7.2011 kl. 07:46

6 identicon

Sæll.

Þú nefnir að ofan að þú teljir öll ráðuneytin óþörf. Sérðu þá fyrir þér ekkert ríkisvald? Enga miðstjórn á einu eða neinu? Hvernig sérðu þetta fyrir þér?

Ég kannast við þessa 10% hugmynd, hún er æfaforn, frá því fyrir daga Krists. Þessi prósenta ætti að vera meira en nóg eins og þú nefnir. Hvað fer stór hluti tekna venjulegs fólks til ríksins? Veistu það? Hefur þú séð tölur um það? Þá er ég ekki bara að tala um tekjuskatt heldur einnig skatta af vörum og þjónustu sem einstaklingar/heimili kaupa. Ætli þetta sé ekki í kringum 60% varlega áætlað? Manni hrýs hugur við þá tilhugsun að vinna a.m.k. 3 daga í hverri viku fyrir Steingrím J.

Ég þakka þér áhugavert blogg, það er alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar og það fær mann til að hugsa og velta vöngum.

Helgi (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband